13.2.2009 | 19:59
Bátur á þurru landi með peyja í áhöfn
Margt var gert sér til dundurs í gamla daga.
Þessi bátur var byggður 1963 norðan við Hvitingatraðir, sjá má Alþýðuhúsið í baksýn.
Ég held að Sigurgeir Jónason hafi tekið myndina. En hún kom í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1997
'A myndinni eru t.f.v.; Friðrik Karlsson, Sigurður Þór Sveinsson, Ólafur Ástþórsson, Árni Finnbogason, Ólafur Friðriksson, Birgir Sveinsson, þá koma bræðurnir Ólafur Sigurvinsson í Glugganum, Ásgeir Sigurvinsson fótbolta snillingur og Andres Sigurvinsson leikari og leikstjóri. Ef ég man rétt völdu þessir peyjar ekki sjómennsku sem ævistarf.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)