29.12.2009 | 14:16
Tvær myndir frá Kjartani Ásmundssyni
Myndirnar eru teknar um eða fyrir 1960.
Á fyrri myndinni má sjá Skansinn, suðurhafnargarðinn, sjógeyminn og sundlaugina,Miðhús og skerið sem er þarn austan megin við hafnargarðinn heitir Flóðsker. Þá má sjá mörg af þeim húsum sem stóðu við Bakkastig og Urðarveg, það þarf víst ekki að taka það framm að þessi hús og mannvirki fóru undir hraun í eldgosinu 1973.
Á seinni mynd sést yfir miðbæinn og hluta af höfninni, Nausthamarsbryggja og Básaskersbryggja og hús Fiskiðjunar og Ísfélagsins.
Húsin á þessari mynd standa við Hilmisgötu, Vestmannabraut, Bárugötu, Vesturveg og Miðstræti. Í vinstra horni neðst má sjá gamla Sjúkrahús Vestmannaeyja.
Öll þessi hús sluppu í eldgosinu 1973.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)