27.12.2009 | 23:11
Minning um mann
Myndina af Ása tók Sigurgeir Jónasson.
Ég var svo heppinn að vera skipsfélagi Ása í Bæ, eina haustvertíð á Gullborginni á Síldveiðum með Binna í Gröf, þar var úrvalslið af skemmtilegum mönnum og þess vegna er þessi haustvertið mér mjög minnisstæð. Ási var skemmtilegur maður og vakti mig til umhugsunar um ýmislegt í náttúru Eyjana sem maður tók ekki eftir.
Minning um Ása í Bæ
Ási í Bæ var andans maður,
unni sinni heimaslóð.
Í Eyjunum hann oft var glaður,
orti þar sín bestu ljóð.
Góðar söng hann gamanvísur,
gat þá orðið líf og fjör
um sjóara og sætar skvísur
er samleið áttu á gönguför.
Hann og Oddgeir sungu saman
siguróð um dal og klett.
Á þjóðhátíðum þótti gaman
þessi ljóð að kveða létt.
Enda er það segin saga
þau sungin eru á landi hér,
ár og síð og alla daga
ómur þeirra víða fer.
Snilld hans bæði í ræðu og riti
risti djúpt í huga og sál.
Orðin hans og andans hiti
íslensk tign og fagurt mál.
Er sem mér í eyrum hljómi
enn þá snjallar ræður hans.
Yfir þeim var ávalt ljómi,
aðalsmerki listamans.
Hann var líka hafsins drengur,
hafði lært hjá Binna í Gröf.
Afar mikill aflafengur
er hann hlaut og sæmdargjöf.
Oft hann söng um Eyjamiðin,
aflabrögð og veðurfar,
fegurðina og fuglakliðinn,
fleyturnar á sjónum þar.
Ása í Bæ mun enginn gleyma,
eilíf verða ljóðin hans.
Eins og fljót þau afram streyma
eðlileg, sem lífið mans.
Eyjarnar með undramætti
áttu þennan góða son.
Ási sem að alla kætti,
alltaf söng um líf og von.
Benedikt Sæmundsson, Akureyri
Bloggar | Breytt 28.12.2009 kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.12.2009 | 17:58
Á Básaskersbryggju fyrir gos
Á Básaskersbryggju.
Maður með hund, mér er sagt að maðurinn heiti Jakop Olsen. oliuafgreiðsluskúrinn í baksýn og staurar sem héldu uppi raflínum sem voru á bryggunni á þessum tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2009 | 17:47
Flottir peyjar og pæjur á skólaferðalagi í Stykkishólmi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)