14.11.2009 | 22:12
Björgunarbáturinn Björg frá Rifi
Björgunarbáturinn Björg er einn af björgunarbátum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Björg er staðsett á Rifshöfn og hefur skipið oft verið notað til björgunar frá því það kom til landsins. þessi skip sem staðsett eru víðsvegar kringum landið hafa margsannað gildi sitt.
Þessi skip hafa reynst vel við íslenskar aðstæður að sögn þeirra manna sem til þekkja og ég hef talað við.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2009 | 21:40
Þyrla af dönsku varðskipi tekur á loft
Tók þessa mynd í dag þegar ég var á leið í Kolaportið, en þyrlan var að taka á loft með tilheyrandi hávaða og vindblástri þegar ég gekk þarna framhjá. Þyrlan er staðsett um borð í dönsku varðskipi sem nú er statt í Reykjavíkurhöfn
Þetta er mynd sem ég tók fyrir Gísla Gíslason þyrluflugmann og frænda minn, vonandi kíkir hann hér inn á bloggið mitt . Það er alltaf gaman að skoða og fylgjast með flugvélum, ekki síður en að vera á bryggjunum og fylgjast með skipum.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)