Faxasker og viðhald vita

Faxasker séð frá austriFaxasker landtaka

Á myndinni er Faxasker séð austan frá og seinni myndin er af þeim mönnum sem vinna við þetta starf. Tfv; Ingvar Engilbertsson brottfluttur vestmannaeyingur eldklár stjórnandi slöngubáts, þó þarna sé slettur sjór er það mikill vandi að taka land og fara frá landi við sker og dranga í ólgusjó og komast heill út úr því, en Ingvar er snillingur á þessari tuðru það þekkir undiritaður af eigin raun.  Sigurjón Eiríksson rafvirki og Guðmundur Bernódusson rafvirki þeir eru báðir sérfræðingar í vitum og búnaði þeirra og hafa mikla reynslu af þessari vinnu við oft mjög erfiðar aðstæður.

Eitt af verkefnum Siglingastofnunar íslands er að þjónusta vita allt í kringum landið. Um daginn bloggaði ég um það þegar menn Siglingastofnuar voru að þjónusta Þrídrangavita. Þessar myndir sýna aftur á móti menn Siglingastofnunar fara í Faxasker til að huga að rafbúnaði vitans á Faxaskeri. Hér er Ingvar á leið í skýlið, vitinn og skylið og menn við vinnu.

Faxasker Ingvar E

 Faxaskers skipbrotsmannaskýlið

  Faxasker Vitaljósið

Faxasker unnið uppi  á skýli

Þó þarna sé sérstaklega gott veður þá er það ekki alltaf þannig þegar verið er að gera við eða þjónsta vita landsins.

Kær kveðja SÞS

 


Tvær fallegar myndir úr Kópavogi

IMG_3775

 

 Það getur verið fallegt sólarlagið í Kópavogi.

Ég tók þessar myndir í fyrrakvöld  af svölunum hérna heima af logandi himninum.

 

 

 

 

 

   IMG_3767

 


Bloggfærslur 22. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband