Góður hagyrðingur Guðni G. Gunason

Einn af mörgum góðum hagyrðingum sem búið hafa í Eyjum er Guðni B. Guðnason fyrverandi Kaupfélagstjóri.  Hann sendi Hafsteini Stefánssyni sem er hagyrðingur góður, þá skipaeftirlitsmanni í Vestmannaeyjum  þessa vísu á 50 ára afmæli hans:

 

Til þín vinur, óskin er

í aðeins tveimur línum:

Ljóðadísin leiki sér

létt á vörum þínum.

 

Guðni gerði einnig þessa vísu til Guðmundar Ingvasonar verslunarmanns Kaupfélagsins:

 

Guð mun alltaf gæfu strá

á góðra manna vegi.

Óskir bestar okkur frá

áttu á þessum degi.

 

G.B.G.

Þetta er tekið úr Blik 1972

 

Knattspyrnufélag Vestmannaeyja og Týrarar

Knattspyrnufélag Vestmannaeyja 2

 Í ritinu Blik frá árinu 1963 er að finna eftirfarandi:

Knattspyrnufélag Vestmannaeyja.

Árið 1935 stofnuðu nokkrir íþróttamenn í Eyjum félag með sér til að ,,efla íþróttir og samvinnu meðal íþróttamanna í Eyjum". Félag þetta köllluðu þeir Knattspyrnufélag Vestmannaeyja. Samkvæmt lögum félagsins , en nafn þess var skammstafað K.V., gátu verið í því félög eða félagaheildir sem einstaklingar.

 

Týrarar

 

Hér er gömul mynd af fótboltamönnum úr Knattpyrnufélaginu Týr. Því miður þekki ég ekki þessa menn enda myndin mjög gömul, líklega tekin á Hásteinsvelli .

Kær kveðja SÞS


Bloggfærslur 16. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband