Árni Johnsen heiðraður 1987

 Árni Jonsen Heiðraður og sæmdur gullmerki SVFÍ af  Haraldi Henrýssyni, fyrir þátt sinn í bárattu fyrir því að Slysavarnarskóli sjómanna eignaðist skólaskipið Þór og áhuga á bættu öryggi sjómanna.

Árni Johnsen Heiðraður 1987 Gullmerki SVF

Þegar Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum var slitið 1987 var sú athöfn tengd Slysavaraskóla Sjómanna með því að skólaskipið Sæbjörg (sem áður var varðskipið Þór)  kom til Eyja.

Stjórn SVFÍ notaði þá tækifærið til að þakka Árna Johnsen alþingismanni, fyrir þátt hans í því að félagið eignaðist þór sem þá var fljótandi  Slysavarnarskóli sjómanna.

Var Árni sæmdur gullmerki SVFÍ fyrir þátt sinn í þessu máli, svo og fyrir margvísleg störf í þágu öryggismála og fræðslumála sjómanna. En Árni hefur alltaf haft mikinn áhuga á öryggismálum sjómanna.

Við þetta tækifæri sagði Árni: ,, Ég er þakklátur fyrir þann hlýhug sem Slysavarnarfélagið sýnir með þessu. Ég lít fyrst og fremst á þetta sem viðurkenningu á frumkvæði og baráttu margra manna í Eyjum fyrir þessum málum. Ég er aðeins einn úr þeirra hópi,"  sagði Árni Johnsen, þegar hann þakkaði heiðurinn.

kær kveðja SÞS

 


Þessi er nú með þeim betri

 Tveir ráðalausir

Tveir náungar stóðu og klóruðu sér í hausnum fyrir framan flaggstöng,
þegar konu eina bar að.  Spurði hún hverju þeir væru að velta vöngum yfir.
Aaaaa, við eigum að finna hæðina á stönginni en við erum ekki með neinn
stiga.  Aaaaa, heyrðist frá konunni, opnaði tösku sína, tók úr henni
skiptilykil, losaði stöngina upp, lagði hana niður, tók nú upp málband
og mældi stöngina: Stöngin er 5 metrar og 65 sentimetrar strákar mínir, að svo mæltu  hélt hún leiðar sinnar.
 
Eftir stóðu þeir félagar skellihlægjandi:  Er þetta ekki dæmigert fyrir
konur sögðu þeir, okkur vantaði hæðina á stönginni en hún sagði okkur lengdina.
 
Þessir félagar eru hátt settir menn í fjármálageiranum á Íslandi og starfa
fyrir íslenska ríkið. 

Vantar okkur ekki fleiri konur í bankana??Grin

kær kveðja SÞS
 


Bloggfærslur 20. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband