11.1.2009 | 20:06
Enginn mannskaði varð á sjó 2008
Einhver gleðilegasta frétt sem sem ég hef lesið og heyrt á nýbyrjuðu ári er að enginn mannskaði varð á sjó á árinu 2008. Telja menn að það þurfi jafnvel að fara allt aftur á landnámsöld til að finna slysalaust ár á sjó. Þetta er árangur margra manna og kvenna sem í tugi ára hafa unnið að slysavörnum sjómanna. Gaman væri að taka saman í grein hvernig unnið hefur verið markvist að fækkun dauðaslysa sjómanna. Þar hafa margir komið að og væri því fróðlegt að taka það saman.
En þó dauðaslysum hafi fækkað hefur því miður ekki öðrum slysum á sjó fækkað að sama skapi, þar er því verk að vinna.
Á aðalfundi SVFÍ að Laugum , sumarið 1981 kastaði Sigrún Sigurðardóttir fram þessari vísu:
Breyta, laga, byggja fleira,
bætum okkar starf.
Vaka, starfa, vinna meira,
vilji er allt sem þarf.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)