Herjólfur á einni vél sem bilaði

Herjólfur var vélarvana í um hálfa klukkustun þegar hann var á siglingu frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja í gær. Þar að auki var skipið fjórum og hálfum klukkutíma lengur á ferð sinni fram og til baka frá Eyjum vegna vélabilunar. ,, það var aldrei nein hætta, það var gott í sjóinn og við vorum svo langt frá landi og í raun rak okkur lengra frá því " segir Hafsteinn Hafsteinsson skipstjóri. Þetta má lesa á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Það er að mínu mati grafalvarleg mál að fargegaskipið Herjólfur sem er búið tveimur aðalvélum skuli verða vélarvana á milli lands og Eyja, maður hélt að þetta væri úr söguni  með þessu skipi sem búið er tveimur aðal vélum. Það var talinn mikill galli á gamla Herjólfi að hann var með eina aðalvél, en sem betur fer var mikil gæfa sem fylgdi því skipi og hingað til hefur svo verið með þann Herjólf sem nú siglir milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar og vonandi verður svo á komandi árum. Það ætti í raun ekki að leyfa að sigla farþegaskipum öðru vísi en að hafa báðar aðalvélar í lagi, alla vega ekki þegar allra veðra er von. Það er ekki skemmtileg tilhugsun ef siglt er á einni vél og hún bilar í öflugum álandsvindi. Það er svo umhusunarvert hve oft skipið virðist bilað, nú um nokkurn tíma hefur annar ugginn  verið bilaður og ekki virðist hægt að gera við hann í bráð.  Hér áður fyrr var slagorð Herjólfs HF. HERJÓLFS FERÐ ER ÖRUGG FERÐ, þetta ætti að hafa í huga í dag og alla daga.

Kær kveðja SÞS

 


Bloggfærslur 14. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband