Færsluflokkur: Bloggar
1.3.2009 | 17:05
Síðutogarinn Bjarnarey VE 11
Þeir voru glæsilegir þessir gömlu síðutogarar. Hér á myndinni er togarinn Bjarnarey VE 11 og í fjarska má sjá Elliðaey VE- 10 sigla í gagnstæða átt. Þetta eru vel gerð mynd af tveim togurum sem gerðir voru út frá Vestmannaeyjam í gamla daga.
Bjarnarey VE - 10
Ellíðaey VE - 11
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 8.3.2009 kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.2.2009 | 19:36
Pétur Steingrimsson Lögga
Pétur Steingrímsson Lögga er hér um borð í Sæfaxa VE. En myndin er tekin þegar hann sem peyji er að fara í sína fyrstu sjóferð sumarið 1967. Það var vinsælt hér áður fyr að eyjapeyjar fengu að fara á sjó með bátum frá Eyjum. Pétur var á sjó áður enn hann gekk í lögregluna, alla vega vorum við saman á Hejólfi um nokkurn tíma.
'Eg færi hér upp athugasemd sem Pétur Steingrímsson gerði hér að neðan við þessa mynd, takk fyrir þetta Pétur
Þetta rifjar upp skemmtilegan tíma.
Þessi mynd kom með sögu sem ég skrifaði í Sjómannadagsblaðið þegar þú varst ritstjóri. Sagan var um fyrstu sjóferðina mína og var hún farin á Sæfaxa VE-25, með þeim Lalla og Dóra. Ég man enn í dag eftir því hvað ég var sjóveikur í þessum túr þá 10 ára peyji.
Ég get sagt þér það Simmi að ég var til sjós í 10 ár, byrjaði 17 ára og alltaf var ég drullu sjóveikur ef eitthvað var stoppað í landi. Eina síldarvertíðina, (að hausti) þegar ég var á Kristbjörgu VE-70 með Sveini Hjörleifssyni þá voru meira og minna brælur allan tímann og þá náði ég að léttast um 15 kíló, gat bara borðað í landi.
Fyrir þessa vertíð man ég eftir því að karlinn var að losa sig við nokkur hross og var þeim slátrað, stór hluti kjötsins var saltaður í tunnur og komu þrjár af þeim um borð í Kristbjörgina. Kokkurinn sem var um borð var eldri maður frá Þórshöfn á Langanesi en hafði búið í Eyjum í mörg ár og eins og karlinn, var hann mikill hrossakjötsmaður og vildi eins og hann helst hafa hrossakjöt í matinn annan hvern dag. Mér verður enn bumbult, bara af því að finna lyktina af soðnu, feitu og söltuðu hrossakjöti.
Ómar Kristmanns. var stýrimaður á Kristbjörginni þetta haustið, alveg er ég viss um að hann man eftir hrossakjötsátvertíðinni.
Kveðja.
Pétur Steingríms.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 23.2.2009 kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2009 | 15:12
Línuuppsetnig í Eyjum, einu sinni var.
Hér áður fyrr var það algengt að fjölskyldan öll vann við uppsetningu á línu, ásamt því að hnýta öngla á tauma fyrir útgerðarmenn í Vestmannaeyjum.
Þessi systkini kunna auðsjáanlega vel til verka en þau eru að setja upp línu. Foreldrar þeirra voru Guðmundur Kristjánsson og Sigríður Kristjánsdóttir, bæði látinn.
T.f. v,: Rannveig Guðmundsdóttir er þarna að splæsa línuna saman ekki allar stelpur sem kunna það, Guðný Guðmundssóttir og bróðir þeirra Grétar Guðni Guðmundsson. Bak við þau má sjá stokktré og önglabúnt.
Sigríður Kristjánsdóttir Guðmundur Kristjánsson ásamt börnum sínum t.f.v Kristján Sigurður, Guðný, Helga, Guðbjörg, Rannveig Ólena og Grétar Guðni.
Á seinni myndinni er Sigríður með fríðum hóp færeyskra kvenna sem unnu í Vinnslustöðinni 1956. En allar þessar stúlkur voru í fæði hjá henni þennan vetur. Sigríður seldi fæði í mörg ár og var það kallað að taka kostgangara. Guðmundur Kristjánsson keyrði lengi flugrútuna sem fór frá Skólaveg 1 og upp á flugvöll í Eyjum. Ég kynntist Guðmundi er við unnum saman sem beitumenn á Freyju VE 260, hann var góður kall.
Þessar myndir eru úr Sjómannadagsblöðum Vestmannaeyja 1996 og 1997.
kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 22.2.2009 kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.2.2009 | 00:24
Eyjastelpur í reiptogi við skipstjóra 1955

Friðrik Jesson tók margar góðar myndir hér áður fyr, þessa mynd tók hann á Sjómannadaginn árið 1955. Þessar stelpur höfðu þá lokið reiptógi við skipatjóra á Stakkagerðistúninu í Vestmannaeyjum.
Ekki er vitað hvernig úrslit fóru en þær stelpur sem tóku þátt í reiptoginu eru hér á myndinni t.f.v. efri röð; Rósa Guðmundsdóttir, Ásta Þórarinsdóttir, Elísabet Sigurðardóttir, Erla Eiríksdóttir og Ágústa Sveinsdóttir. Fremri röð t.f.v.; Anna Erlendsdóttir, María Björnsdóttir, Una Þ. Elíasdóttir, Margrét Pétursdóttir, Margrét Sigurjónsdóttir og Anna Halldórsdóttir. Nöfnin á krökkunum sem standa þarna fyrir aftan t.f.v; Gerður Sigurðrdóttir Þrúðvang, Elías Þorsteinsson Gunnarshólma og Geir Ólafson ( Geir Vippa) því miður vanta nöfn á hin börnin.
Kær kveðja
Kær kveðja
Bloggar | Breytt 26.2.2009 kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2009 | 23:00
Eyjastelpur í kaffitíma
Myndin er líklega tekin árið 1950 í kaffitíma hjá þessum eyjastelpum en þær unnu við fiskvinnu í Vestmannaeyjum á þessum tíma.
T.f.v; Elsa Einarsdóttir, Jóna Benónýsdóttir, Erla Óskarsdóttir og Addý Guðjónsdóttir.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2009 | 18:26
Þátttakendur í 120 tonna skipstjórnarnámskeiði 1961

Þátttakendur í 120 tonna skipstjórnarnámskeiði sem stýrimannaskólinn í Reykjavík hélt í Vestmannaeyjum 1961 -1962.
Efsta röð t.f.v.; Guðjón Pétursson Kirkjubæ, Hreinn Svavarsson, , Jónatan Aðalssteinsson, Gunnlaugur Björnsson Reykholti, Sigurður Jónsson, Elías Baldvinsson Steinholti.
Miðröð t.f.v.; Emil Magnússon Sjónarhóli, Ragnar Guðnason Steini, Hávarður Ásbjörnsson Sólheimatungu, Árni Stefánsson, Steingrímur Sigurðsson, Friðrik Benónýsson.
Fremsta röð t.f.v.; Ragnar Runólfsson Bræðratungu, Eiríkur Guðnason Vegamótum, kennari, Guðjón Petersen forstöðumaður og aðalkennari, Henrik Linnet, læknir og kennari, Kjartan Guðmundsson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2009 | 23:11
Það er fallegt í Kópavogi við sólsetur
Kópavogur Suður, það er oft fallegt að horfa á þegar sólin er að setjast í vestrinu, myndin tekin frá Heiðarhjalla í kópavogi.
Bloggar | Breytt 18.2.2009 kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 14:57
Falleg saga um bónda, dreng og hund
Bóndi sem þurfti að selja fjóra hvolpa, hafði útbúið skilti og var að ljúka við að negla það á girðingarstaur hjá sér,þegar togað var í samfestinginn hans.
Þegar hann leit niður, horfðist hann í augu við lítinn peyja, sem sagði -
"Heyrðu, mig langar að kaupa einn hvolpinn þinn"
Jæja sagði bóndinn og strauk sér um ennið - "Þessir hvolpar eru af góðu kyni og kosta talsvert"
Strákurinn hikaði smá stund, en stakk síðan hendinni djúpt í vasann og kom upp með lófafylli af smámynt. Ég er með fimmtíuogníukrónur
- er það nóg til að ég megi skoða þá ?
"Það ætti að vera í lagi" sagði bóndinn. Að svo mæltu blístraði hann og um leið og hann kallaði -
" Hingað Dolly ! " kom Dolly hlaupandi út úr hundahúsinu og ...
....fjórir litlir loðnir hnoðrar eltu hana.
Augu stáksins ljómuðu - já bara dönsuðu af gleði
þar sem hann horfði á þá í gegn um girðinguna.
Þegar hundarnir nálguðust.....
tók strákurinn eftir því að eitthvað hreyfðist inni í hundahúsinu - síðan kom enn einn lítill loðinn hnoðrinn í ljós og staulaðist í átt til hinna.
Þótt þessi hvolpur væri áberandi minni, gerði hann samt sitt besta til þess að halda í við hina.
"Mig langar í þennan" sagði strákur, og benti á litla garminn.
Bóndinn kraup við hlið drengsins og sagði. "Væni minn, þú vilt ekki þennan hvolp
Hann mun aldrei geta hlaupið og leikið við þig eins og hinir hvolparnir."
Strákur færði sig frá girðingunni, beygði sig niður og þegar hann bretti upp aðra buxnaskálmina,komu í ljós stálspelkur, sem studdu sitthvorumegin við fótlegg hans þær voru festar við sérsmíðaðan skóinn.
Sjáðu til, ég er ekki svo mikill hlaupari sjálfur og hann þarf á einhverjum að halda sem skilur hann, sagði stráksi og horfði alvarlegur framan í bóndann.
Með tárin í augunum, beygði bóndinn sig eftir litla hvolpinum, tók hann varlega upp og lagði hann af mikilli nærgætni í fang stráksins.
"Hvað kostar hann ?" spurði strákurinn
"Ekkert" svaraði bóndinn,
"Það kostar ekkert að elska"
Um allan heim er fólk sem þráir skilning ..................
Ef ykkur finnst sagan þess virði, látið þið hana líklega ganga
Sýndu vinunum hversu mikið þér þykir vænt um þá.
Sendu þetta til allra sem þér finnst vera vinir þínir.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.2.2009 | 14:28
Skemmtilegt í Kolaportinu í Morgun
Það var virkilega gaman í Kolaportinu í morgun þar sem yfir 20 Vestmannaeyingar komu saman í spjall um allt milli himis og jarðar aðalega teingt Eyjum .Það er langt síðan svo margir hafa komið í þennan hitting eins og unga fólkið kallar það. En eins og margir vita þá hittast Eyjamenn í Kolaportinu kl 11 á laugardagsmorgnum. Ef einhver getur bætt við nöfnin hér að neðan t.d. föðurnafni eða einhverri leiðréttingu þætti mér vænt um að fá hér athugasem fyrir neðan.
'A mynd 1. er Ófeigur Grétarsson, Haukur Sigurðsson, Kristbjörg Sigurjónsdóttir ( kölluð Bíbí) Sigurbjörn Stýrimaður. 2. mynd; Ingólfur Grétarsson, Tryggvi, Jón Ísaksson Seljaland, Sigurgeir (Siggi kokkur)
3 mynd; Þarna er sömu menn nema fyrir miðju er Guðni Vélstjóri og Gunnar Ólafsson kendur við Odda. 4. mynd; t.f.v; Sigurlaugur, Kjartan Ásmundsson, Tryggvi Sigurðsson og Malla á Litlalandi við Kirkjuveg.
Hér fyrir neða eru; Tryggvi, Jón Ísaksson og Siggi kokkur, og næsta mynd; Guðni, Gunnar, Ófeigur. og Kristbjörg.
T.f.v; Kjartan, Sigurlaugur, Þorsteinn Árnason, Tryggvi S. og Malla. og að síðustu Kjartan og Sigurlaugur ( Laugi).
Bloggar | Breytt 26.2.2009 kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.2.2009 | 19:59
Bátur á þurru landi með peyja í áhöfn
Margt var gert sér til dundurs í gamla daga.
Þessi bátur var byggður 1963 norðan við Hvitingatraðir, sjá má Alþýðuhúsið í baksýn.
Ég held að Sigurgeir Jónason hafi tekið myndina. En hún kom í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1997
'A myndinni eru t.f.v.; Friðrik Karlsson, Sigurður Þór Sveinsson, Ólafur Ástþórsson, Árni Finnbogason, Ólafur Friðriksson, Birgir Sveinsson, þá koma bræðurnir Ólafur Sigurvinsson í Glugganum, Ásgeir Sigurvinsson fótbolta snillingur og Andres Sigurvinsson leikari og leikstjóri. Ef ég man rétt völdu þessir peyjar ekki sjómennsku sem ævistarf.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)