Færsluflokkur: Bloggar
3.6.2018 | 16:49
Sjómenn til hamingju með daginn
Sjómenn, útgerðarmenn og fjölskyldur.
Til hamingju með sjómannadaginn, hann er mikilvægur til að halda starfi sjómannsins á lofti.
Það eru því miður ekki allir sem hafa skilning á þessu.
Höldum vörð um SJÓMANNADAGINN
Mynd Sigurgeir Jónasson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2018 | 15:02
Árið 1965 björguðust 65 menn í Gúmmíbátum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2018 | 14:22
Heimsóknir og flettingar á nafar blogg.
Heimsóknir og flettingar á nafar blogg 777770 skemmtileg tala :-)
Flettingar
• Í dag (9.5.): 28
• Sl. sólarhring: 58
• Sl. viku: 283
• Frá upphafi: 777770
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2018 | 14:08
Nú styttist í sjómannadaginn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2018 | 13:53
Landlega með mörgum skipum í Friðarhöfn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2018 | 16:32
Rannsókarnefnd segir vafasamt að upphefja ofhleðslu báta
Sjávarútvegur. Ofhleðsla báta er mjög alvarlegt mál og virðist vera allt of algeng. Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) hvetur fjölmiðla, samfélagsmiðla og aðra til að hætta því að upphefja slíka háttsemi sem hetjudáð eða afrek. Þetta kemur fram í áliti nefndarinnar í kjölfar athugunar á atviki sem varðar bátinn Vin SH34. Í febrúar 2016 landaði báturinn, sem hafði verið á línu, í Grundarfirði átta tonnum af afla og var birt opinber frétt um það sem ákveðið afrek. Á fundi nefndarinnar fyrir tveimur árum var rætt um ofhleðslu báta og tekin ákvörðun um að taka málið til skoðunar þar sem stöðugleikagögn um bátinn bentu til að um mjög varhugaverða ofhleðslu hefði verið að ræða. Samkvæmt tölum um löndun fyrir bátinn þennan dag reyndust átta tonn af afla vera um borð, sex tonn í lest bátsins og tvö tonn á þilfari hans. Umframþungi reyndist vera tæp fjögur tonn miðað við skráningu. Báturinn hafði hins vegar verið lengdur árið 2010 án þess að Siglingastofnun hefði krafist nýrra stöðugleikaútreikninga. Ný hallaprófun leiddi í ljós að yfirhleðsla í þetta skipti var 5.490 kíló. RNSA telur að þó ekki hafi farið illa í þessu tilviki hafi verið fullt tilefni til að rannsaka þennan atburð sem sjóatvik eins og þau eru skilgreind í lögum [ ] Háttsemin stofnaði í hættu öryggi skipsins og áhafnar, segir í skýrslunni. Nefndin hvetur skipstjórnendur til að kynna sér burðargetu og stöðugleika báta sinna, virða það og tryggja öryggi skipa og áhafnar sinnar. --------------
Þetta er frétt í FRÉTTABLAÐINU Í DAG, ég bætti mynd frá Sigmund við fréttina. Hafa fjölmiðlar og samfélagsmiðlar verið að upphefja þessa háttsemi ??? ég hef ekki orðið var við það. Það hafa verið sýndar myndir af ofhlöðnum bátum en ekki verið að upphefja slíkt sem hetjudáð eða afrek. Það hefur verið allt of lítil umræða um öryggismál sjómanna og blaðamenn hafa sagt mér að það sé mikið því að kenna að ransóknarnemd samgönguslysa og Samgöngustofa vilja ekki gefa neinar upplýsingar fyrr en rannsókn líkur, en þá er oftast mjög langur tími líðin frá því slysið varð. Eins og til dæmis í Jón Hákon slysinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2018 | 17:00
Neyðarnótin Hjálp prófuð í Slysavarnarskóla Sjómanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2018 | 21:49
Guðný NS 7 Seyðisfjörður. Einkahöfn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)