Gamlar hópmyndir kröfuganga 1, maí

Brynjólfsbúð mannskapur

 Krofuganga 1 mai Tryggvi 11

       Hver er þarna að halda ræðu, Hér er mjög gamlar myndir  af baráttufundum verkalíðs í Vestmannaeyjum. Myndirnar eru teknar við Brynjólfsbúð eða á torginu þar sem Höllinn og Íslandsbanki stendur nú og á Vestmannabraut við Vöruhúsið og Skuld.

 Krofug 1 mai


Fallegt hús sem heitir Fagurlist

Fallegt hús

 

Húsið heitir Fagurlist og stóð við Urðaveginn. Vinstra meginn og bakvið sést í Hvol - Hærameginn sést í Gjábakka og Sætun. Stíghús, held ég að húsið heiti lengst til hægi. Þar bjó m.a. Jói í Stíghúsi. Jói tók mikið af myndum í gamla daga og eru þær oft sýndar á síðum um húsin sem fóru undir hraun -

Upplýsingar frá Kjartani Ásmundssyni og fl. Sjá athugasemdir.


Austurbærinn fyrir eldgosið 1973

Austurbærinn fyrir gos

Samansett mynd af austurbænum fyrir eldgosið 1973.

Heimaklettur, Miðklettur og Ystiklettur til vinsti  á myndinni og Elliðaey til hægri.


Gamlar myndir frá Þjóðhátíð í Herjólfsdal

Handbolti í dalnum Tryggvi 6Þjóðhátíð Í dalnum 9

 Þjóðhátíð Tryggvi 7Þjóðhátíð Tryggvi 4

Hér eru nokkrar gamlar myndir frá þjóðhátíð í Herjólfsdal, ekki veit ég um ártalið en Tryggvi Sigurðsson sendi mér þessar myndir og þakka ég honum kærlega fyrir.

 


Strandvegur

Strandvegur Tryggvi

Strandvegur. Húsin til hægri á myndinni eru hús Helga Ben líklega hefur Vosbúð verið þarna þegar myndin er tekin og síðan kemur Mjólkurbarinn, þá Húsið Sandur. Ólafsvellir kemur Geitháls og Fagurhóll.

Þarna er verið að byggja ofan á Mjólkurbarinn eða húsið sem hann var í.

Gaman væri að fá athugasemdir við þessa mynd ef einhver þekkir nöfnin á húsunum

Kær kveðja SÞS


Þórunn Sveinsdóttir VE 401 í skipamíðastöð Stálvíkur hf

Þórunn Sveinsdóttir Staumsvík 1Þórunn Sveinsdóttir Staumsvík 2

Þórunn Sveinsdóttir VE 401 sk.nr. 1135 var smíðað í Stalvík hf. við Arnarvog í Garðarbæ árið 1970. Skipið var þá 105 brúttórúmlestir með 650 hestafla MVM vél. ( síðar var það stækkað) Skipið kom til Vestmannaeyja 20. febrúar 1971 eigandi skipsins var Ós hf. fjölskyldu fyrirtæki Óskars heitins Matthíassonar skipstjóra og útgerðarmanns. Þetta skip átti eftir að verða þekkt gæfu- og aflaskip undir öruggri stjórn Sigurjóns Óskarsonar skipstjóra og útgerðarmanns. Það er staðreynd að sumum skipum og skipsnöfnum fylgir gæfa og öðrum ekki þó að auðvitað ráði þar miklu að skip sé vel mannað, með vönum og traustum skipverjum og með skipstjórn fari duglegur og góður sjómaður. Sigurjón og áhöfn hans urðu aflakóngar á þessu skipi í Eyjum í 11 vetrarvertíðir, og einnig bjagaði Sigurjón og hans menn fjölda sjómanna sem lentu í sjóslysum.

 Myndirnar voru tekknar þegar skipinu var gefið nafn.


Dýpkunarskipið Vestmannaey

Vestmannaey dýpkunarskipið

Grafskipið Vestmannaey kom til Vestmannaeyja 29. maí 1935.

Fyrsta skiphöfn voru: Runólfur Runólfsson Vélstjóri, Guðmundur Gunnarsson Vélstjóri, Helgi Guðlaugsson og Böðvar Jónsson.

Fyrsta verkefni var að dæla upp sandi innan við Básaskersbryggju og síðan úr innsiglingunni í krikan milli HEimakletts og Hörgeyrargarðs.

Gaman væri að vita hve mörg þúsund tonnum þetta dypkunarskip hefur dælt upp úr Vestmannaeyja höfn.

Skipinu var fargað, það er ótrúlegt hvað menn geta verið skammsýnir aðhafa ekki  varðveitt  þetta skip.


Dypkunarskipið Grettir

dypkunarskip og batar ÓR Dýpkunarskipið Grettir þá í eigu Vitamálastofnunar dýpkar innsiglinguna í Vestmannaeyjahöfn.  bátarnir sem eru á myndini eru Jötunn VE273 og Helgi VE333. Myndin er liklega tekin fyrir árið 1950 Tryggvi Siurðsson vinur minn benti mér á að Hegi VE 33 er þarna á myndinni og hann fórst 1950.

Árið 1954 var hafist handa um stórfelda dýpkun hafnarinnar. Var innsigling breikkuð alveg milli hafnargarðana, eins og aðstaða var frekast til, og dýpkuð þannig, að stærsta skip íslenska verslunarflotans ,, Tröllafoss" sigldi í fyrsta sinn inn í höfnina í Eyjum er þeirri framkvæmd var lokið, og lagðist hann að bryggju í Friðarhöfn, enda hafði þá höfnin verið dýpkuð alla leið frá ytri hafnargarðinum og þangað inneftir, í beina línu frá norðurhafnargarðinum. Voru þar að verki dýpkunarskipi ,,Vestmannaey" og Grettir sem sést hér á þessari mynd.

Kær kveðja SÞS


Skólavegur 2

Skolavegur 1 HB

 Í þessu húsi er Lífeyrisjóður Vestmannaeyja. Í gamla daga var Flugfélag Íslands með aðstóðu í þessu húsi. Kalli í Alföt var þarna með fataverslun.

 Þótt ég sé nokkuð gamall þá man ég ekki eftir verslun HB þarna.

Aftur á móti man ég eftir þessum bíl eða svipuðum bíl sem Helgi Ben átti og Kolbeinn eða Kolli á Hólmi keyrði á sínum tíma.

Kannski muna Lautarpeyjar eins og vinur minn Helgi Lása eftir því þegar billin rann af stað og valt ofan í Laut, heppni var að engin peyji varð fyrir bílnum þegar hann kom veltandi niður brekkuna.


Fólk bíður fyrir utan Bjarma

Fólk fyrir utan Bjarma ÓR

 

Hér er enn ein mynd þar sem fólk bíður fyrir utan verslunina Bjarma, kannski þekkir einhver þetta fólk sem þarna er statt á Miðstræti í Eyjum. þetta er auðsjáanlega mjög gömul mynd takið eftir barnavagninum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband