Gömul mynd af húsum í Vestmannaeyjum

Húsamyndir gömul mynd

 

Þekkir einhver húsin á myndinni?

Gaman væri að fá athugasemdir við þessa mynd.


Horft að olíuportinu og inn í Friðarhöfn

Horft að ólíuportinu 1

 Gamlir eyjamenn kannast örugglega við þetta sjónarhorn. Myndin er tekinn frá stað þar sem vörubílarnir voru smúlaðir og  þvegnir eftir löndun eða önnur verkefni.  Slorið og drullan fóru bara í höfnina, þannig að það var nóg að éta fyrir sjófuglana eins og sést á myndinni ("Lengi tekur sjórinn við" var vinsælt orðatiltæki á þessum tíma Blush.)

Á myndinni sést það sem kallað var olíuportið,  Vinnslustöðin og var húið sem er nær  ekki kallað Krókur ?  Báturinn lengst til hæri er að mig minnir  Emma ve.

Þetta svæði var fyllt upp og þar er nú planið fyrir aftan Herjólf og Herjólfsafgreiðslan.

kær kveðja


Þessir mættu í Kolaportið í morgun

IMG_3624IMG_3626

Vestmannaeyingar á höfuðborgarsvæðinu hafa haft þann skemmtilega sið að mæta í Kolaportið kl. 11 á laugardagsmorgnum, mæting er misjöfn en margir eyjamenn eru mjög duglegir að mæta þarna. Þetta er virkilega skemmtilegar samkomur  þar sem rætt er um menn og málefni sem hæðst er á baugi hverju sinni og þá oftast eru þau mál tengd Vestmannaeyjum. Í morgun var aðalega rætt um Bakkafjöru, Herjólf, Baldur og samgöngur við Eyjar. Sitt sýndist hverjum og eru menn sjaldnast sammála sem gerir þessar Kolaportsferðir skemmtilegar. Í morgun tók ég þessar myndir af þeim sem mættu þennann laugardaginn, fundi var slitið kl.1200.

kær kveðja


Eilífðin hans Gísla Johnsen

Horft vestur frá Bæjarbryggju Eylífðin Gísli J Johnsen segir svo frá í samtalsbók ( Fólkið í landinu I.): ,, Árið 1924 byggði ég í Vestmannaeyjum fyrstu stóru fiskvinnslustöðina á landinu. Áður vann fólk þar að fiskaðgerð og þvotti undir berum himni, en í þessari nýju fór það allt fram innanhús. Sett var upp matstofa fyrir verkafólk, salerni og þvottaskálar með rennandi vatni, en það var nýmæli á vinnustöðum. Húsið var um 100 álnir og var það því kallað í spaugi "Eilífðin".

Um Eilífðina sagði Þorsteinn í Laufási í Aldarhvörfum : " Þar sem menn voru almennt óvanir stórum húsum til aðgerðar á þessum árum þótti Eilífðin svo stórt hús , að aldrei yrði þörf á öllu því húsrými. En strax á næstu árum varð sá landsburður af fiski að húsið reyndist og lítið. Loksins hverfur svo þetta hús inn í Hraðfrystistöðina miklu, sem Einar Sigurðsson byrjaði að reisa og reka um 1940.

Eilífðin er fyrir miðri mynd, ofangreindur texti er úr grein sem vinur minn Haraldur Guðnason skrifaði um Eilífðina í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1994.                


Katrín VE 47

Katrín VE Lenging 1Katrín VE yfirbyggð Triggvi

Katrín VE Tryggvi

 

Kartín VE 47 í breytingum í Skipalytu Vestmannaeyja.


Friðarhafnarbryggja þegar hún var trébryggja

Friðarhöfn Gjafar VE og Haraldur VE

   Myndin er tekin í Friðarhöfn þegar bryggan var trébryggja, þarna má sjá bátana Harald og Gjafar VE 300. Ekki veit ég hvers vegna þetta fólk er þarna á bryggjuni.

Hægt var í gamla daga að labba undir alla Friðarhafnarbrygguna og vorum við peyjarnir oft að veiða þarna undir, það sem var kannski píulítið neikvætt við að vera þarna við veiðar var að mikill grútur var þarna undir og af honum var ógeðsleg fýla sem fór í fötin. Það var ekki eins vel tekið á móti manni og vanalega  þegar maður kom heim í orðsins fyllstu merkingu Grútskítugur.

 


Líkan að fyrirhugaðri stórskipahöfn við Eiðið

Seð inn í EyðiðHeimaklettur/ dufþekja

Séð inn að Eiði þar sem ný Stórskipahöfn er hugsuð og á seinni myndinni sést það svæði sem kæmi að hluta inn í höfnina.

Eitt af verkefnum Siglingastofnunar íslands er að gera hafnarlíkön af fyrirhuguðum höfnum eða af breytingum hafna. Nú er nýlokið við smíði á einu slíku, en það er af fyrirhugaðri stórskipahöfn norðan við Eiðið á Heimaey. Líkanið er smíðað í mælikvarðanum 1/ 100 og nær langleiðina að Faxaskeri að austan  og nokkuð vestur fyrir Stóra Örn. Ef af verður er varnargarður sem þarna verður byggður engin smásmíði hann mun ná út á meira en 20 metra dýpi. Til gaman má geta þess að til að komast upp á yfirborð sjávar er garðurinn eins og 8 hæða hús en þá á eftir að byggja ofan á hann það sem stendur upp úr sjó, en hæðin á garðinum ræðst af þeirri öldu sem getur orðið mest á svæðinu. Öll líkön sem gerð hafa verið í Siglingastofnun hafa reynst mjög vel og hafa sparað mikla peninga þegar upp er staðið.   Það verður skemmtilegt að fylgjast með þessum rannsóknum.

Myndin hér að neðan sýnir ströndina þar sem Stórskipahöfnin er verður og síðan er hér mynd af Stóra og Litla Örn

Stöndin 3 vatn komið að hlutaStóri og Litli Örn

 Þessar myndir tók ég þegar verið var að ljúka við líkanið, á þeim sést ströndin þar sem áætlað er að höfnin komi. Mismunandi litir á botninum er dýpið en mest er dýpið þar sem það er dekkst. Til að líkanið virki eðlilega þarf botninn að vera nákvæm eftirlíking af raunverulegum botni, þess vegna þarf smíði svona líkans að vera mjög vönduð og nákvæm. Línurnar sem fylgja hverjum lit eru dýptarlínur allt nákvæmlega mælt upp á millimetra.

Eiðisdrangar 2Stóri Örn nærmynd

Hér eru Eiðisdrangarnir reyndar á þurru og Stóri Örn séð vestan frá.

kær kveðja SÞS


Minning um mann. Árni Valdason

Árni Valda um borð

 Árni Valdason var fæddur á Miðskála undir Eyjafjöllum þann 17.september 1905.

Sex ára gamall flutti hann til Eyja með foreldrum sínum, sem fluttust þangað búferlum.  

Árni Var bráðþroska drengur og bar þá af flestum sínum jafnöldrum. En sitt er hvort gæfa eða gjörfuleiki, segir gamalt orðatiltæki, og svo reyndist Árna.

Ungur fór hann að vinna og afla heimili sínu. Um fermingaraldur var hann fastráðinn beitingarmaður á vetrarvertíðum og reyndist skyldurækinn og vandvirkur við það starf. Innan tvitugsaldurs byrjaði Árni sjómennsku á Eyjabátum og fékk fljótlega orð á sig fyrir dugnað og hreysti, svo að hann var á sínum manndómsárum eftirsóttur í bestu skipsrúm. Hann stundaði sjómennsku í um það bil 40 ár og þeir sem voru skipsfélagar hans , hrósuðu honum fyrir dugnað og sanna sjómennsku þegar á reyndi. Þeir unglingar sem voru á sjó með Árna báru til hans hlýjan hug, því þeim var hann notalegur og nærgætinn. Það sýndi best hans innri mann - góðan dreng.

Árni Valdason andaðist á Vífilstöðum þann 26 júli 1970.

Ég man mjög vel eftir Árna er hann átti heima í húsinu Sandgerði. Þetta minningar brot um Árna Valdason er að mestu byggt á minningargrein um hann úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1971.

kær kveðja SÞS


Horfin Hús í austurbænum

Horfin hús austurbæ

 

Hér er mynd af húsum sem fóru undir hraun í eldgosinu á Heimaey 1973.

Myndin er líklega tekinn nálægt því frá Skansinum þarna vinstra megin á myndini sést í Járnplötugrindverkið sem var kringum Sundlaugina.

Nú er verkefni austurbæinga að finna nöfnin á húsin.

Kær kveðja SÞS


Gamall bíll á Bæjarbryggjunni

Gamall bíll á bryggju

Hér er gamall Vörubill á Bæjarbryggju, og bátur liggur þarna við brygguna, ekki þekki ég bátinn.

Gaman væri ef einhver þekkir bílinn og veit hvaða tegund þetta er og Tryggvi Sigurðson þekkir örugglega bátinn.

Ég bíð spenntur að fá athugasemdir hvað varðar þessa mynd.

Kær kveðja SÞS


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband