Falleg sumarmynd af Vestmannaeyjabæ. Heiðar Egilsson

Falleg mynd Vestmannaeyjabæ

Sagan um BLEIKU SLAUFUNA

Slaufan til vinstri er seld á 1.000 krónur og sú til hægri á 5.900 krónur.<br><em></em>

 Í októbermánuði er sérstök athygli vakin á brjóstakrabbameini og er sala  Bleiku slaufunar einn liður í fjármögnun til styrktar Þessu mikilvæga starfi Krabbameinsfélagsins.

SAGAN UM BLEIKU SLAUFUNA

Sagan um bleiku slaufuna.
Myndarlegur maður á miðjum aldri gekk hljóðum skrefum inn í kaffihúsið.
Hann fékk sér sæti við eitt borðið og gerði sig líklegan til að panta.
Áður en hann komst svo langt varð honum litið á hóp ungra manna við næsta borð. Það fór ekki á milli mála að þeir voru að gera grín að einhverju í fari hans. Um leið og hann mundi eftir litlu bleiku slaufunni sem hann var með í jakkahorninu, þóttist hann vita hvað hefði vakið kátínu ungu mannanna.
Maðurinn reyndi að láta sem ekkert væri, enda vissi hann sem var að viðbrögðin voru sprottin af fáfræði. En það var erfitt að leiða glottið á andlitunum hjá sér. Hann leit beint í augu eins af ungu mönnunum, benti á slaufuna og setti upp spurnarsvip. “ þetta!”
Það var eins og við manninn mælt – vinirnir ráku upp skellihlátur. Þeim sem var ávarpaður tókst að stynja upp nokkrum orðum. “ Fyrirgefðu, en við vorum bara að tala um hvað litla bleika slaufan væri æðislega sæt við bláa jakkann þinn!”
Maðurinn með slaufuna benti spaugaranum að koma og setjast við borðið hjá sér. Ungi maðurinn gerði eins og hann bað, þótt hann langaði hreint ekki til þess. Maðurinn með slaufuna sagði lágum rómi: “ Ég geng með þessa slaufu til að vekja fólk til vitundar um brjóstakrabbamein. Ég geri það til heiðurs móður minni. “
“ Æ, það var leitt. Dó hún úr brjóstakrabbameini!”
“ Nei, nei. Hún er lifandi og við góða heilsu. En það voru brjóstin hennar sem nærðu mig í frumbernsku og þau voru sá hlýi barmur sem ég hrjúfraði mig upp að þegar ég var hræddur og einmana. Ég er þakklátur fyrir brjóst móður minnar og þakklátur fyrir að hún er heil heilsu.”
“Jamm, “ umlaði hinn. “ Ég skil.”
“Ég geng líka með þessa slaufu til heiðurs eiginkonu minni, “ hélt maðurinn áfram.
“Og er hún í fínu  formi líka!” spurði ungi maðurinn.
“ Já, hún er við hestaheilsu. Brjóstin hennar hafa veitt okkur hjónunum mikinn unað í ástarlífinu og þau nærðu okkar yndislegu dóttur. Ég er þakklátur fyrir brjóstin á konunni minni og fyrir að hún er heilbrigð.”
“Og þú gengur þá líklega með slaufuna til heiðurs dóttur þinni líka!”
“Nei, það er um seinan að heiðra dóttur mína með slaufu. Dóttir mín lést úr brjóstakrabbameini fyrir einum mánuði. Hún hélt að hún væri of ung til að fá brjóstakrabbamein; þess vegna gerði hún ekkert í því þegar hún fann lítinn hnút í brjóstinu fyrir tilviljun. Hún fann ekkert til og þar af leiðandi hélt hún að ekkert væri að óttast.”
Unga manninum var greinilega brugðið og skammaðist sín, og nú var hann hættur að glotta. “Fyrirgefðu, mikið er leiðinlegt að heyra þetta.”
“En í minningu dóttur minnar geng ég stoltur með litla bleika slaufu sem gefur mér tækifæri til að uppfræða aðra. Farðu nú heim og talaðu við konuna þína og móður þína, dæturnar og vinkonurnar. Og eigðu þetta!”

Maðurinn með slaufuna seildist ofan í vasa sinn og tók upp litla bleika slaufu sem hann rétti hinum. Ungi maðurinn mændi á hana, leit síðan upp eftir langa mæðu og spurði hvort hann vildi hjálpa sér að setja slaufuna á sig.
Í októbermánuði er sérstök athygli vakin á brjóstakrabbameini. Skoðaðu brjóstin reglulega og farðu í brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti ef þú ert fertug eða eldri. Hvettu allar konur sem þér þykir vænt um til að gera slíkt hið sama. Sendu þetta til allra sem þú vilt vekja til vitundar um brjóstakrabbamein.

Látum þessa sögu fara sem víðast, og hvetjum alla til að styrkja Krabbameinsfélagið í því mikilvæga starfi sem þar er unnið.

Kær kveðja SÞS



Skansinn og Miðhús

Skans og Midhus

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skansinn og stöplarnir þrír sem tóku á móti raflínum úr Heimakletti. Þarna sést að fyrir gos var ekki stíngandi strá í sandinum sem hlóðst upp undir löngu. Nú er sandurinn svo til uppgróinn. Til hægri eru Urðirnar sem  oft var leikvöllur eyjapeyja hér áður fyr.

Kær kveðja SÞS


Gömul mynd af Heimaey austurbæ

CCI20032009_00002

 

Helgafell og Urðirnar.

Þetta er falleg mynd af austurhluta Heimaeyjar fyrir eldgosið 1973.

 

kær kveðja SÞS


Bílar hafnarvarða í Reykjavikurhöfn

IMG_0417

 

Bílar hafnarvarða í Reykjavíkurhöfn / Faxaflóahafnir eru vel búnir öryggisbúnaði og til fyrirmyndar .

Þarna má sjá hvernig hafnarbílar eru búnir björgunarbúnaði til að ná mönnum úr sjó með bæði bjarghring og Björgvinsbelti.

Auk þessa er lögbundin björgunarbúnaður á öllum bryggjum.

 

 

 IMG_2295

Hér sami björgunarbúnaður, bjarghringur og Björgvinsbelti  á færanlegum steyptum stöplum sem hægt er að setja hvar sem er við bryggjur t.d. þegar farþegaskip eða skip sem eru til sýnis í Reykjavík, þá hef ég séð þennan búnað settan á bryggjuna nálægt þessum skipunum.


Þeir unnu við niðursetningu vélar Helga Helgasonar VE

Þeir settu niður vél í Helga Helgason

 

Þeir unnu við niðursetningu vélar í Helga Helgason VE 343. Fremri röð tfv; Ingólfur Matthíasson, Bjarni Jónsson, Börgesen, Jón Þórðarson. Aftari röð; Þorgils Bjarnason, Vémundur Jónsson, Brynjólfur Einarsson og Óskar Sigurhansson.

 Eftirfarandi upplýsingar eru frá Tryggva Sigurðssyni:

Sæll Simmi, June Munktell vélin  í Helga Helgasyni var 500 hestafla glóðarhaus og sögð stærðsta glóðarhausvél sem framleidd var í heiminum og vóg hún yfir 20 tonn,og ekki voru til skotbómu lyftarar á þessum árum.


Kór syngur á þjóðhátíð

Tryggvi 2

 

 Þjóðhátíðarstemming

 Gömul mynd frá þjóðhátíð Vestmannaeyja þar sem blandaður kór er að syngja. Liklega er þetta kirkjukór Landakirkju.

Takið eftir flottum skreytingum í kringum sviðið. Ef ég met rétt er Þetta  nokkuð gömul mynd

 Kær kveðja SÞS


Gamli Herjólfur

Herjólfur Glæsilegur

 

Gamli Hejólfur, myndina tók vinur minn Tryggvi Sigurðsson

Mér hefur alltaf þótt vænt um þetta skip, sem að mínum dómi var gott sjóskip.                           Þó held ég að margir farþegar hafi  stundum átt erfiðan tíma þarna um borð, sérstaklega á veturna þegar veður eru sem verst og sjóveiki þá mikil. En Herjólfur skilaði samt alltaf sínum farþegum og áhöfn heilum í höfn.

Kær kveðja SÞS


Sórhöfði í Vestmannaeyjum

Stórhöfðinn

 

Myndin er af Stórhöfða í sumarbúning, en það er ekki alltaf blíða á Stórhöfða.  

Vinur minn  Heiðar Kristinsson á Ísafirði sendi mér þetta ljóð um Stórhöfða, hann límdi það inn í gamla góða bók sem hann gaf mér.  Verkleg sjóvinna I og II

 

 

 

                                                   Á stórhöfða.

Í kvöldsins friði á höfðanum háa

ég hrifin stóð;

Við hamarsins rætur ég heyrði duna

hafsins blóð.

Ölduniður að eyrum mínum

þess æðarslög

bergmála lætur - í sál mína seitla

seiðandi lög.

 

Ég kom til að heyra sjóinn syngja

seiðandi hreim

ævintýri frá öðrum löndum

um ókunnan heim;

Kóraleyjum og kristalströndum

með kynjablæ

geislandi sólar, er glitrar og speglast

í gimsteinasæ.

 

Ég kom til að heyra sjóinn syngja

í sál mína inn

um dánar vonir, sem faldur þess felur

við faðminn sinn,

síðustu kveðjur sem sendar eru

sorgbitnum vin,

er einmanna á ströndinni hljóður hlustar

á hafsins dyn.

 

Ég kom til að heyra sjóinn syngja

sama lag

og dunar innst í djúpi míns hjarta

í duldum brag:

Sælu blandaða þögulli þjáning,

er þráir frið,

líkt og aldan , sem byltist og brotnar

bjargið við.                  

 

                                     Höfundur Bjarni Eyjólfsson  

 


Líkan af höfn fyrir utan Eiðið á Heimaey

Eiðið loftmynd

 Líkan af höfn fyrir utan Eiðið. Nokkrar upplýsingar um líkön  sem byggð eru í Siglingastofnun

 

Myndin hér til hliðar er af Heimaey séð úr lofti, þar sést vél Eiðið utan við höfnina þar sem fyrirhugað er að gera höfn.


Í einu af húsum Siglingastofnunar Íslands að Vesturvör 2 í Kópavogi hefur verið gert líkan af fyrirhugaðri höfn norðan við Eiðið á Heimaey. Líkanið er nokkuð stórt og er byggt í mælikvarðanum 1 : 100 á gólffleti sem er 800 fermetrar. Það var byggt upp í sumar og er nú tilbúið eins og áður hefur komið fram hér á blogginu mínu. Á myndunum hér að neðan má sjá eina af tillögum um sjóvarnargarð ásamt bryggju fyrir stór skip.

 

Eiðið og bryggja 1Eiðið og Bryggja 4

 

Markmiðið með þessum  líkantilraununum er að athuga hvort hagkvæmt er að gera höfn fyrir utan Eiðið og þá  hvernig best væri að koma fyrir varnargörðum bryggjum og öðrum mannvirkjum sem fylgja slíkri höfn.  Þetta er gert með því að mæla öldu og sog í fyrirhugaðri  höfn og einnig eru mældar skipahreifingar inni í höfninni með mismunandi varnargörðum og öldum.

Lýsing á líkani
Líkanið samanstendur af tölvu sem tengt er tveimur ölduvélum  sem framkvæma eða gera öldur í líkaninu eftir því hvernig talvan er stillt, flestar af öldunum  eru nákvæm eftirlíking af öldum frá nokkrum völdum stöðum í sjálfri náttúrunni t.d. eru til nákvæmar öldurmælingar frá Grindavík, Keilisnesi, Surtsey og fleiri stöðum , en einnig eru notaðar svokallaðar tölvuöldur við þessar prófanir.
Við þessar rannsóknir eru keyrð m.a. svonefnd viðmiðunarveður sem eru skilgreind á eftirfarandi hátt: 98% veður er veður sem hægt er að búast við samfellt í eina viku á ári, og eru skilgreind sem löndunarmörk þ.e.a.s. ef veður fer yfir þau mörk er ekki talið hægt með góðu móti að landa úr skipum.

Ársveður er veður sem kemur að jafnaði einu sinni á ári og er skilgreint sem viðlegumörk, þá þarf vakt eða sérstaka gæslu á skipinu þegar það er bundið við bryggju.

100 ára veður er veður sem kemur einu sinni á hundrað ára fresti. Það veður er notað til að búa til svonefnda hönnunaröldu sem er alda sem mannvirkin þurfa að þola við mikið álag.

 

Eiðið og bryggja 3

 

Tölvan er tengd  prentara, mæliboxi og ýmsum mælum svo sem öldumælum ( þeir sjást á myndinni og eru gulir á litin )  sem mæla nákvæmlega ölduhæð í líkaninu. Hreyfimælum sem mæla hreyfingar skipslíkans við bryggju svo sem veltu, lyftu, dýfu, svans, slátt og drátt. Kraftmælum sem mæla kraftinn sem tekur í landfestar við bryggju svo sem fram og afturband og fram og aftur spring.

Tölvan geymir allar þessar upplýsingar og ef menn vilja, er hægt að prenta út niðurstöður þeirra mælinga sem verið er að gera hverju sinni.

Þá er í líkaninu vatnshæðarmælistika sem mælir yfirborð vatnsins upp á millimetra en það er mikilvægt að vatnshæð sé nákvæm og alltaf eins milli mælinga, þegar verið er að gera viðmiðunarmælingar.

Allar öldu og skipahreyfingar í líkaninu eru 10 sinnum hraðari en í sjálfri náttúrunni.

 Mælingar eru gerðar bæði sem svarar flóði og fjöru og stundum flóðhæðir þar á milli, þó er oftar gerðar mælingar miðað við stórstraums flóð, því þá er mest álag á hafnarmannvirkinn og skipin.  Eiðið og bryggja 2

Mörg skipslíkön eru til og notuð í líkaninu og eru þau flest smíðuð í sömu hlutföllum og líkanið sjálft. Þau eru bæði fjarstýrð með vél og vélarlaus. Þau vélarlausu eru notuð til að prófa hreyfingar skipa við bryggjukanta og þau sem eru með vélum eru notuð til að prófa inn og útsiglingu úr höfnunum, eða hvort það er gott eða slæmt  að leggjast að nýjum viðleguköntum, slíkar prófanir eru mjög marktækar eins og reyndar allt sem viðvíkur þessum líkantilraunum.

Líkantilraunir þessar sparað hundruð  miljóna.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson


 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband