17.10.2009 | 16:10
Þjóðhátið Vestmannaeyja er gömul rótgróin hátíð
Hér eru tær myndir frá Þjóðhátíð Eyjamanna, önnur sýnu eldri eða frá byrjun 19. aldar.
Nú er nóg komið af eldgömlum myndum í bili að minsta kosti. Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.10.2009 | 14:07
Ein eldgömul mynd
Myndin er frá Tryggva Sigurðsyni og segir hann mér að þarna sé Jóna í Sjónarhól og Maggi krumm á spjalli við Edinborg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2009 | 17:38
Góður hagyrðingur Guðni G. Gunason
Einn af mörgum góðum hagyrðingum sem búið hafa í Eyjum er Guðni B. Guðnason fyrverandi Kaupfélagstjóri. Hann sendi Hafsteini Stefánssyni sem er hagyrðingur góður, þá skipaeftirlitsmanni í Vestmannaeyjum þessa vísu á 50 ára afmæli hans:
Til þín vinur, óskin er
í aðeins tveimur línum:
Ljóðadísin leiki sér
létt á vörum þínum.
Guðni gerði einnig þessa vísu til Guðmundar Ingvasonar verslunarmanns Kaupfélagsins:
Guð mun alltaf gæfu strá
á góðra manna vegi.
Óskir bestar okkur frá
áttu á þessum degi.
G.B.G.
Þetta er tekið úr Blik 1972
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2009 | 12:14
Knattspyrnufélag Vestmannaeyja og Týrarar
Í ritinu Blik frá árinu 1963 er að finna eftirfarandi:
Knattspyrnufélag Vestmannaeyja.
Árið 1935 stofnuðu nokkrir íþróttamenn í Eyjum félag með sér til að ,,efla íþróttir og samvinnu meðal íþróttamanna í Eyjum". Félag þetta köllluðu þeir Knattspyrnufélag Vestmannaeyja. Samkvæmt lögum félagsins , en nafn þess var skammstafað K.V., gátu verið í því félög eða félagaheildir sem einstaklingar.
Hér er gömul mynd af fótboltamönnum úr Knattpyrnufélaginu Týr. Því miður þekki ég ekki þessa menn enda myndin mjög gömul, líklega tekin á Hásteinsvelli .
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 17.10.2009 kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.10.2009 | 23:23
Eldfell, Helgafell og bærinn. Mynd Heiðar Egilsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2009 | 12:30
Gamlar myndir af bátum
Kannski er ég farinn að vera með of gamlar myndir hér á síðunni minni, en þær eru margar úr gömlu albúmi sem mér var gefið fyri 12 árum. Þar sem ég veit að fleirum en mér finnst gaman að skoða þessar myndir, þá ætla ég að halda eitthvað áfram við að setja þær hér inn á bloggið mitt.
Á fyrstu myndinni eru bátar inni í Botni, sennilega verið að láta fjara undan þeim til að hreinsa á þeim botninn.
Hinar tvær myndirnar eru af Þorgeiri Goða VE264
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.10.2009 | 14:46
Gömul mynd af íþróttamönnum úr Eyjum
Þekki einhver alla þessa íþróttamenn frá Vestmannaeyjum. Þeir eru merktir KV sem væntanlega þiðir Knattspyrnufélag Vestmannaeyja. Þarna eru kunnug andlit en ég þekki þá ekki alla. Kveðja SÞS
frá Helga Lása: Frá vinstri Karl Sigurhansson, Hafsteinn Snorrason, Ási Steins, Friðrik Jesson, Þekki ekki þennan, Þórarinn Guðmundson, Karl Vilmundason bróðir Skarpa pabba Yngva Geirs
Bloggar | Breytt 18.10.2009 kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.10.2009 | 21:54
Húsin í Bænum
Hér eru þrjár gamlar myndir af húsum í Vestmannaeyjabæ. Gaman væri að fá athugasemdir ef menn þekkja nöfn þessara húsa.
Eftirfarandi setti vinur minn Sigþór Ingvarsson í Athugasemdir:
Bloggar | Breytt 14.10.2009 kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.10.2009 | 20:48
Áhöfnin á gamla Herjófli sem sigldi til Svíþjóðar
Myndin er tekin rétt áður en Herjólfi var siglt úr höfn í Vestmannaeyjum, mikill fjóldi manna var á bryggjunni að kveðja skipið.
Þann 4. júni 1993 kvaddi Gamli Herjólfur Eyjarnar þar sem hann hafði verið seldur til Svíþjóðar.
Áhöfn í ferðinni til Svíþjóðar eru hér á myndinni. Tfv: Gísli Eiriksson og sonur hans Jónatan Gíslason, Grímur Gíslason, Sævaldur Elíasson, Peter Kellson, Jan Erik, Lárus Gunnólfsson, Guðríður Bjarnadóttir, Sigmar Þór Sveinbjörnsson, Gústaf Guðmundsson, ónefndur Svíi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heill og sæll, af nogu er að taka. Á efstu myndinni má sjá Kuða (Óskastein) gamla bankann ,Þingvelli ,Hotel Berg (Hamar)bræðraborg, sveinsstaði,Stíghús,Verslunarfélagið(Kivanis)Sjónarhól ,Kárabragga fremst á myndinni er Fiskiðjan. Ámynd 2. er fremst til hægri þakið á Þinghól síðan er Gimli(Búr) þar á milli sést að Eiðum, þar bakvið Batavía síðan Dvergasteinn og Merkisteinn. Ég ætla nefna hús sem ég kannast við,Borg hagi, Hvoll Blátindur,Fagurlist, Reykholt. Mynd 3. er tekin í Kokkhúslág, húsin frá vinstri eru Grafarholt, Borgarhóll,Steinholt og hús sem faðir Svenna á Kalmannstjörn bjó í, bak við Borgarhól sér í gömlu Rafstöðina. Ekki meira í bili kveðja Sigþór Ingvarsson
Eftirfarandi athugasemd kom frá Helga Þór Gunnarsyni: Sæll Sigmar, það hús sem Sigþór veit eða man ekki nafnið á hét Byggðarholt, en amma og afi bjuggu þar er gaus.
Þetta kom frá vini mínum Heiðari Kristinssyni Ísafirði:
Húsin í BænumBærinn er skrítinn. Hann er fullur af húsum.
Hús meðfram öllum götum í röðum liggja.
Aldraðir byggja en ungir menn kaupa lóðir
og ætla sér líklega að byggja.
Og samt sem áður er alltaf verið að deyja.
Og undarlegt, að það hendir jafnvel snauða og ríka.
Menn kváðu jafnvel deyja frá hálfbyggðum húsum.
Og hinir ? þeir deyja víst líka.
Já mönnum finnst það skrýtið, sem þeir ekki skilja.
Hver skilur öll þessi hús, sem í röðum liggja ?
Hver skilur lífið og allar þess óbyggðu lóðir ?
Og af hverju er verið að byggja ?
Tómas Guðmundsson
Kveðja Heiðar Kristinsson