11.11.2009 | 23:45
Innsiglingin til Eyja
Innsiglingin til Vestmannaeyja áður en Norðurhafnargarðurinn var styttur.
Ystiklettur fyrir miðju og Bæjarbryggja og Nausthamarsbryggja á miðri mynd. Vinstra megin á myndini sést í eitt Tangahúsið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2009 | 20:35
Srandvegur og Hraðfrystistöðin
Myndin er tekin vestur Strandvegin, þarna má sjá Eyjabúð Vosbúð HB. Veiðafærahús og fl.
Hluti af Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, kallar á spjalli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2009 | 20:17
Myndir Vestmannaeyjahöfn 1960 til 1965
Þessar myndir tók Árni Friðriksson skipasmiður m.m. þær eru teknar á árunum 1960 til 1965.
Næst á mynd er Bæjarbryggja sem stundum var í daglegu tali kolluð trillubryggja. Þá sést yfir á Básaskersbryggju þar sem Lóðsinn liggur ásamt nokkrum fiskibátum
Á þessari mynd sést hluti af Nausthamarsbryggju og Bæjarbryggju. Þarna má einnig sjá björgunarbátinn sem í tugi ára var þarna í davíðum og var hluti af öryggisbúnaði Vestmannaeyjahafnar, annar eins bátur var í davíðum í Friðarhöfn.
Þarna sjást Tangahúsin og hvað vel tekst til að dreifa peningalyktinni með gúanóreyknum. Dásamlegar minningar
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2009 | 20:54
Nokkrar góðar myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2009 | 18:15
Myndir af húsum
Myndirnar eru teknar þó nokkuð fyrir gosið í Heimaey 1973 og ljósmyndari er Árni Friðriksson.
1. mynd; Hlíðarhús heitir þetta hús en þar bjó Bogi í Neista ásamt fjölskyldu sinni í þá gömlu góðu daga, en flutti seinna á Heiðarveginn. Húsið var fyrir ofan eða sunnan við húsið Hól.
2. mynd; Á myndinni sérð upp á Hlíðarhús en í gaflinn á Vegg.
Mynd 3; Þarna fyrir miðju er Hóll og húsið til hægri heitir Hruni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2009 | 17:10
Vangaveltur
Vangaveltur.
Mörg er landsins fegurð föl,
fjárvon toppa lokkar.
Þeir eru að verða þjóðarböl,
þessir stjórnarflokkar.
---------------------
Álver þykir óskahnoss,
sem allar byggðir styrki.
Duga myndi Dettifoss
í dágott orkuvirki.
-----------------------
Ekki þarf að efa það
álver kvöð fram beri.
Mætti gera Gullfoss að
góðu orkuveri.
--------------------------
Færi einhver stór á stjá
með stóriðjuna nýja.
Úr Geysi mætti gufu fá
gufuhverfla að knýja.
------------------------------
Margt er það sem getur gerst,
græðgin fái að stjórna.
En þó telst það allra verst
ásýnd lands að fórna.
Á.S..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2009 | 21:02
Straumnesviti stendur þar
Straumnesviti er í eigu og umsjón Siglingastofnunar íslands, hann var byggður 1919 en breytt 1930. Hann var áður jarngrindarviti eins og má sjá á þessari mynd af vitanum. TF-LÍF á flugi við vitan Landhelgisgæslan vinnur oft með Siglingastofnun Íslands að viðhaldi vita kringum landið.
Straumnesviti
Straumnesviti stendur þar
stór og fagur gjörður,
út á tanga út við mar
okkar gæfuvörður.
Guðjón Sveinbjörnsson
Bloggar | Breytt 2.11.2009 kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2009 | 20:48
Fylluljóð eftir Gylfa (Guðna Eyjólfsson kyndara)
Hér er herskipið Fylla á ytri höfninni í Vestmannaeyjum þarna má sjá Bjarnaey, Elliðaey og Klettsnefið. Fylla var eitt af stæðstu herskipum dana og var við gæslu hér við land, myndina fann ég í gömlu albúmi sem mér var gefið.
Fylluljóð eftir Gylfa.
Gylfi sá er ljóðið kvað var Guðni Eyjólfsson kyndari í Gasstöðinni í Reykjavík. Hann var einn hinn mikilvirkasti og vinsælasti í hópi gamanvísnaskálda á þessum árum, þriðja áratugarins.
Lag: Kväservals
Á sumrin er gaman að ganga sjer
um göturnar eftir að rökkva fer,
ef ,, Fylla er liggandi úti í ál,
og ekki er á varðbergi nokkur sál.
Gæti jeg krækt í danskan dáta,
sem dálítið borðalagður er,
þá mundu þær Runa og Ranka gráta
og rauðeygðar stara á eftir mjer.
Hún Ólafía er að vara os við
að vingast við pilta að dönskum sið;
það dragi á eftir sjer dilka smá,
er dálítin tími er liðin frá.
Gæti ég o.s.frv.
Já sú getur ritað oss ráðin fín
með reynsluna og gráleitu hárin sín,
því hún hefur aldrei þá sælu sjeð
að sitja í faðmlögum dáta með.
Gæti ég o.s.frv.
En nú skal ég segja ykkur sögu af mér;
jeg sá það eitt kvöld, hvar hann Jensen fer;
þá kalla jeg í hann að koama þar.
,, Ó, Kæreste , segir hann, ,, hvabeha r.
Gæti ég o.s.frv.
Ég varð þá dálítið undirleit
almættið sjálft það á hæðum veit ,
er gengum við þarna hlið við hlið,
og hann var að spjalla - um lágnættið.
Gæti ég o.s.frv.
Svo gengum við saman, uns sólin var
sigin í bládjúpu öldurnar;
þá settumst við úti undir Granda- garð.
Ó guð, hvað hann Jensen þá sætur varð.
Gæti ég o.s.frv.
Svo kisti hann mig ellefu kossa þar,
sem kvöldskugginn mestur var,
og sagði: ,, Du er so söd og fin,
södeste, elskede Pigen min.
Gæti ég o.s.frv.
En þá heyrðist blástur við bryggjusporð;
mjer brá, svo því lýsa ekki nokkur orð,
því bátskömmin litla beið þar nú,
og bjáninn hann Jensen minn þotinn var.
Gæti ég o.s.frv.
Jeg sá þá, hvað herstjórnin hláleg er
Að heimta hann Jensen minn strax af mjer,
Fyrst átti jeg kost á að eignast mann,
Svo indælan , sætan og ,, dannaðan
Gæti ég o.s.frv.
Seinna jeg ein út á Granda gekk.
Ó, guð, hvað jeg ákafan hjartslátt fékk,
því Jensen og Sigga sátu þar
í sömu laut og jeg forðum var.
Gæti jeg krækt í danskan dáta,
sem dálítið borðalagður er,
þá mundu þær Runa og Ranka gráta
og rauðeygðar stara á eftir mjer.
- Gylfi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.10.2009 | 23:43
Hestar á beit
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.10.2009 | 21:28
Gamlar myndir af bryggunum í Eyjum
Hér eru gamlar myndir af bílum, líklega er þetta Bæjarbryggjan.
Ekki þekki ég bílana né hvaða tegund þetta er af bílum, kannski er einhver bílaáhugamaður sem getur frætt okkur um það.
Mynd 2: Hér er þröngt um bátana, ekki veit ég hvar í höfninni þessi mynd er tekin.
Mynd 3 : Undir Löngu er þessi staður kallaður.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)