20.2.2009 | 23:00
Eyjastelpur í kaffitíma
Myndin er líklega tekin árið 1950 í kaffitíma hjá þessum eyjastelpum en þær unnu við fiskvinnu í Vestmannaeyjum á þessum tíma.
T.f.v; Elsa Einarsdóttir, Jóna Benónýsdóttir, Erla Óskarsdóttir og Addý Guðjónsdóttir.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2009 | 18:26
Þátttakendur í 120 tonna skipstjórnarnámskeiði 1961

Þátttakendur í 120 tonna skipstjórnarnámskeiði sem stýrimannaskólinn í Reykjavík hélt í Vestmannaeyjum 1961 -1962.
Efsta röð t.f.v.; Guðjón Pétursson Kirkjubæ, Hreinn Svavarsson, , Jónatan Aðalssteinsson, Gunnlaugur Björnsson Reykholti, Sigurður Jónsson, Elías Baldvinsson Steinholti.
Miðröð t.f.v.; Emil Magnússon Sjónarhóli, Ragnar Guðnason Steini, Hávarður Ásbjörnsson Sólheimatungu, Árni Stefánsson, Steingrímur Sigurðsson, Friðrik Benónýsson.
Fremsta röð t.f.v.; Ragnar Runólfsson Bræðratungu, Eiríkur Guðnason Vegamótum, kennari, Guðjón Petersen forstöðumaður og aðalkennari, Henrik Linnet, læknir og kennari, Kjartan Guðmundsson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2009 | 23:11
Það er fallegt í Kópavogi við sólsetur
Kópavogur Suður, það er oft fallegt að horfa á þegar sólin er að setjast í vestrinu, myndin tekin frá Heiðarhjalla í kópavogi.
Bloggar | Breytt 18.2.2009 kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 14:57
Falleg saga um bónda, dreng og hund
Bóndi sem þurfti að selja fjóra hvolpa, hafði útbúið skilti og var að ljúka við að negla það á girðingarstaur hjá sér,þegar togað var í samfestinginn hans.
Þegar hann leit niður, horfðist hann í augu við lítinn peyja, sem sagði -
"Heyrðu, mig langar að kaupa einn hvolpinn þinn"
Jæja sagði bóndinn og strauk sér um ennið - "Þessir hvolpar eru af góðu kyni og kosta talsvert"
Strákurinn hikaði smá stund, en stakk síðan hendinni djúpt í vasann og kom upp með lófafylli af smámynt. Ég er með fimmtíuogníukrónur
- er það nóg til að ég megi skoða þá ?
"Það ætti að vera í lagi" sagði bóndinn. Að svo mæltu blístraði hann og um leið og hann kallaði -
" Hingað Dolly ! " kom Dolly hlaupandi út úr hundahúsinu og ...
....fjórir litlir loðnir hnoðrar eltu hana.
Augu stáksins ljómuðu - já bara dönsuðu af gleði
þar sem hann horfði á þá í gegn um girðinguna.
Þegar hundarnir nálguðust.....
tók strákurinn eftir því að eitthvað hreyfðist inni í hundahúsinu - síðan kom enn einn lítill loðinn hnoðrinn í ljós og staulaðist í átt til hinna.
Þótt þessi hvolpur væri áberandi minni, gerði hann samt sitt besta til þess að halda í við hina.
"Mig langar í þennan" sagði strákur, og benti á litla garminn.
Bóndinn kraup við hlið drengsins og sagði. "Væni minn, þú vilt ekki þennan hvolp
Hann mun aldrei geta hlaupið og leikið við þig eins og hinir hvolparnir."
Strákur færði sig frá girðingunni, beygði sig niður og þegar hann bretti upp aðra buxnaskálmina,komu í ljós stálspelkur, sem studdu sitthvorumegin við fótlegg hans þær voru festar við sérsmíðaðan skóinn.
Sjáðu til, ég er ekki svo mikill hlaupari sjálfur og hann þarf á einhverjum að halda sem skilur hann, sagði stráksi og horfði alvarlegur framan í bóndann.
Með tárin í augunum, beygði bóndinn sig eftir litla hvolpinum, tók hann varlega upp og lagði hann af mikilli nærgætni í fang stráksins.
"Hvað kostar hann ?" spurði strákurinn
"Ekkert" svaraði bóndinn,
"Það kostar ekkert að elska"
Um allan heim er fólk sem þráir skilning ..................
Ef ykkur finnst sagan þess virði, látið þið hana líklega ganga
Sýndu vinunum hversu mikið þér þykir vænt um þá.
Sendu þetta til allra sem þér finnst vera vinir þínir.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.2.2009 | 14:28
Skemmtilegt í Kolaportinu í Morgun
Það var virkilega gaman í Kolaportinu í morgun þar sem yfir 20 Vestmannaeyingar komu saman í spjall um allt milli himis og jarðar aðalega teingt Eyjum .Það er langt síðan svo margir hafa komið í þennan hitting eins og unga fólkið kallar það. En eins og margir vita þá hittast Eyjamenn í Kolaportinu kl 11 á laugardagsmorgnum. Ef einhver getur bætt við nöfnin hér að neðan t.d. föðurnafni eða einhverri leiðréttingu þætti mér vænt um að fá hér athugasem fyrir neðan.
'A mynd 1. er Ófeigur Grétarsson, Haukur Sigurðsson, Kristbjörg Sigurjónsdóttir ( kölluð Bíbí) Sigurbjörn Stýrimaður. 2. mynd; Ingólfur Grétarsson, Tryggvi, Jón Ísaksson Seljaland, Sigurgeir (Siggi kokkur)
3 mynd; Þarna er sömu menn nema fyrir miðju er Guðni Vélstjóri og Gunnar Ólafsson kendur við Odda. 4. mynd; t.f.v; Sigurlaugur, Kjartan Ásmundsson, Tryggvi Sigurðsson og Malla á Litlalandi við Kirkjuveg.
Hér fyrir neða eru; Tryggvi, Jón Ísaksson og Siggi kokkur, og næsta mynd; Guðni, Gunnar, Ófeigur. og Kristbjörg.
T.f.v; Kjartan, Sigurlaugur, Þorsteinn Árnason, Tryggvi S. og Malla. og að síðustu Kjartan og Sigurlaugur ( Laugi).
Bloggar | Breytt 26.2.2009 kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.2.2009 | 19:59
Bátur á þurru landi með peyja í áhöfn
Margt var gert sér til dundurs í gamla daga.
Þessi bátur var byggður 1963 norðan við Hvitingatraðir, sjá má Alþýðuhúsið í baksýn.
Ég held að Sigurgeir Jónason hafi tekið myndina. En hún kom í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1997
'A myndinni eru t.f.v.; Friðrik Karlsson, Sigurður Þór Sveinsson, Ólafur Ástþórsson, Árni Finnbogason, Ólafur Friðriksson, Birgir Sveinsson, þá koma bræðurnir Ólafur Sigurvinsson í Glugganum, Ásgeir Sigurvinsson fótbolta snillingur og Andres Sigurvinsson leikari og leikstjóri. Ef ég man rétt völdu þessir peyjar ekki sjómennsku sem ævistarf.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.2.2009 | 19:53
Stöðugleiki íslenskra skipa
Stöðugleiki: Rit Siglingastofnunar
Margt hefur verið gert undan farin ár til að auka fræðslu til sjómanna um stöðugleika skipa, bæði með átaki og fræðslu í Stýrimannaskólum og útgáfu fræðslurita frá Siglingastofnun.
Þetta er ekki lítið öryggisatriði til að fækka slysum á sjó. Ég man að í Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyum var ávalt miklum tíma eitt í fræðslu um ísingu skipa í slæmu veðri og lagði Guðjón Ármann Eyjólfsson og eflaust Friðrik Ásmundsson mikla áherslu á þessi mál. Allir í Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum fengu bækling sem að mig minnir að hafi heitið MEÐFERÐ SKIPA Í ILLVIÐRUM. Þar voru kynntar ítarlega hættur sem fylgja mikilli ísingu skipa.
Þetta er fræðslurit Siglingastofnunar um stöðugleika íslenskra skipa. Einnig var gert myndband um sama efni. Gefið út af Siglingastofnun Íslands.
Unnið í samstarfi við verkefnisstjórn langtímaáætlunar í öryggismálum Sjófarenda.
Myndin sýnir skip sem er orðið hættulega mikið ísað.
Bloggar | Breytt 13.2.2009 kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.2.2009 | 20:51
Ástandsúttekt á slysavörnum í höfnum landsins
Til öryggisbúnaðar hafna teljast stigar, bjarghringir, Björgvinsbelti, Markúsarnet, krókstjakar, símar eða bjölluskápar, lýsing á hafnarsvæðum, hlið og girðingar og ýmislegt fleira. Þá má einnig nefna að við úttektir á höfnum er skráð niður hvort löndunarkranar eru skoðaðir og gerð athugasemd við kranann ef hann er óskoðaður, krana á að skoða einu sinni á ári og er það Vinnueftirlitið sem það gerir. Ekki er algengt að kranar séu óskoðaðir í höfnum landsins, þannig að flestir löndunarkranar þeirra hafna sem eru skoðaðar eru í góðu ásigkomulegi.
Reynsla af þessum skoðunum á öryggisbúnaði hafna er nokkuð mismunandi, þó verður að segja að í langflestum höfnum er öryggisbúnaður í nokkuð góðu lagi þó alltaf megi gera betur.
Góðir stigar á bryggjum landsinns eru mikið öryggisatriði, þeir eiga samkvæmt reglum að vera með ljós og þannig lýsa upp stigann, til að hann sjáist enn betur á hann að vera málaður innan með áberandi lit. Á allflestum bryggjum landsinns eru stigar í lagi og á síðustu árum hefur markvist verið unnið að því að koma ljósum í stiga á eldri bryggjum, allar nýjar bryggjur eru byggðar með góða velupplýsta stiga. Það er þó ennþá nokkuð um að á gamlar bryggjur vanti eitthvað af stigum og ljós í þá. Misjafnt er hvað auðvelt er að koma fyrir ljósum og stigum í gömlum bryggjum. Minna má á að þessir stigar með ljósum hafa bjargað mönnum sem hafa fallið í hafnir í myrkri og slæmu skyggni.
Lýsing í höfnum er mikið öryggisatriði, vel upplýstar bryggjur minka líkur á því að slys verði við þær og góð lýsing á hafnarsvæði á að lýsa upp geymslustaði öryggisbúnaðar, þetta er eitt af þeim atriðum sem skoðað er við ástandsúttekt öryggisbúnaðar hafna, ásamt aðgengi að þeim öryggistækum sem til taks eru við höfnina. Því miður er stundum ekki hægt að komast að þeim björgunar og öryggisbúnaði sem er til staðar á bryggjunni eða við hana, vegna þess að hlaðið hefur verið fyrir björgunarbúnaðinn gámum, körum eða öðru óviðkomandi dóti.
Það er því ekki nóg að merkja öryggisbúnað vel, hann verður að vera vel aðgengilegur og sjást vel frá sem flestum stöðum við hafnarsvæðið.
Það eru aðalega tvö atriði sem ekki eru í lagi í nokkuð mörgum höfnum sem skoðaðar hafa verið af Siglingastofnun Íslands, það eru svokallaðir bjölluskápar eða neyðarsímar og öryggisplön en öryggisplanið á að sýna staðsetningu á þeim öryggisbúnaði sem er við viðkomandi höfn eða hluta af höfn, en þar sem bryggjur eru margar þarf oft mörg skilti.
Í hverri höfn á að vera öryggisplan fyrir hvert hafnarsvæði þar sem kemur fram hvar öryggisbúnaður hafnarinnar eða bryggjunnar er staðsettur. Þessu hefur verið vel fyrir komið í mörgum höfnum en eins og áður segir vantar þetta í alltof margar hafnir.
Í reglum er kveðið á um að við bryggjur eigi að vera neyðarsími eða bjölluskáppur á vissu millibili við hafnir landsinns, þessu hefur ekki verið nógu vel framfylgt vegna þess að mjög erfiðlega hefur gengið að halda þeim í lagi og þessi búnaður er mjög mismunandi að gerð.
Við úttektir á öryggisbúnaði hafna er það eitt af því sem gert er, að prófa þessa neyðarhnappa ( bjölluskápa ) eða síma, það er því miður staðreynd að í alltof mörgum tilfellum er þessi neyðarbúnaður ekki í lagi og ekki óalgengt að allir neyðarhnapparnir við höfnina séu ónothæfir. Þó eru nokkar hafnir sem hafa getað haldið þessum neyðarsímum í lagi og eru með alla sína bjölluskápa eða síma í lagi þegar skoðun fer fram. Til fróðleiks má nefna að hér áður fyr voru það hefðbundnir símar sem notaðir voru sem neyðarsímar, þeir voru tengdir beint á lögreglustöð á þeim stað sem næst var hafnarsvæðinu, í dag eru aftur á móti flestir bjölluskápar eð neyðarsímar tengdir beint á neyðarlínuna 112. Það er skoðun margra starfsmanna hafna að ekki þurfi þessa neyðarsíma þar sem allflestir menn eigi nú farsíma og muni nota þá í neyðartilfellum, þeir benda einnig á að þeir bjölluskápar sem nú eru í notkun séu falskt öryggi ef ekki er hægt að treysta þeim betur en raun ber vitni.
Þó reglur gildi um öryggisbúnað hafna þá er það lágmarksbúnaður sem þar er átt við, ekkert mælir á móti því að hafnarstjórnir bæti við öryggisbúnaði ef þeir telji að það bæti öryggið við höfnina. Mig langar að minnast á eitt atriði sem nokkrar hafnir hafa tekið upp og er til fyrirmyndar. Þessar hafnir eru með björgunarvesti á bryggjunni í sérstökum kössum
sem börn og unglingar geta gengið í þegar þeir eru á bryggjunni við veiðar eða aðra iðju sem börn og unglingar sækja í við hafnir landsins. Að sögn bryggjuvarða sem ég hef rætt við er þetta þó nokkuð mikið notað og þessum öryggisbúnaði skilað á sama stað eftir notgunn. Þetta fyrirkomulag er til fyrirmyndar og ættu allar hafnir landsins að hafa aðgengileg björgunarvesti á ákveðnum stað fyrir þau börn og unglinga sem eiga erindi á bryggjur hafna, það kennir börnum að meta og nota þennan sjálfsagða og einfalda öryggisbúnað.
Margt fleira væri hægt að ræða um þessar ástandsskoðanir á höfnum t.d. staðsetningu og notagildi ýmissa björgunartækja. Einn hafnarstarfsmaður benti mér á að það er umhugsunar efni að vera með á einni 200 metra bryggju allt á sama stað stjaka, Björgvinsbelti, Björgunarhring og Markúsarnet öll þessi tæki eru hugsuð til að bjarga manni úr sjó.
En mestu skiptir að gengið sé vel um þennan öryggisbúnað og að þeir sem erindi eiga um hafnir landsins kynni sér hvar og hvernig eigi að nota þennan björgunarbúnað.
Myndirnar tók ég á Seyðisfirði af einkahöfn, Reykjavíkurhöfn vel búinn hafnarbíll, Grímsey höfnin og Raufarhöfn neyðarbjölluskápur og Markúsarnet.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Bloggar | Breytt 13.2.2009 kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2009 | 00:24
Elliðaey og Sighvatur Bjarnason VE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2009 | 18:28
Hlimrekur á sextugu ( limrur sem eiga kannski við í dag)
Limrur eftir jóhann S. Hannesson
Ef satt á að segja um okkur
er sekur hver einasti flokkur
um strákslega hrekki,
enda stjórnmálin ekki
okkar serkastata hlið, ef þá nokkur
----------------------------------------------
Að uppruna erum við norsk
að innræti meinleg og sposk,
en lagt fram í ættir
minna útlit og hættir
á ýsu steinbít og þorsk
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)