Í Álsey 1993

Í Álsey 1993  Í Álsey 1993

Myndina tók vinur minn Sigurgeir Jónasson ljósmyndari í júli 1993 og sendi okkur hana með jólakori. Tfv. Sigurður Óskarsson, Jón Bjarni Hjartarson, Sigurbjörg Óskarsdóttir, Harpa Sigmarsdóttir, Sigmar Þór , Kolbrún Óskarsdóttir, og Soffía Sigurðardóttir. Farið var í þessa ferð á Þyt VE og veiddir nokkrir fiskar í soðið handa Álseyingum og er Siggi með fiskinn í plastpokanum sem hann heldur á.

Kær kveðja SÞS


Sigarettuhósti

Sigarettuhósti

Sumar bækur opnar maður sjaldan, þessi úrklippa frá árinu 1971 datt úr einni bókinni minni um daginn þegar ég var að leita að upplýsingum sem mig vantaði. Á þessum árum var mikill áróður fyrir því að menn hættu að reykja en fáir fóru eftir því. En margir eru nú að reyna að hætta reykingum, ég vona að þeim gangi vel að losna við rettuna.

kær kveðja SÞS


Myndirnar eru teknar í Bjarnaey

Lundakallar með Elliðaey í baksýn Sigfús og Lalli

T.f.v Sigfús Johnsen, Hlöðver Jonhsen (Súlli) og Lárus (Lalli ) Að kippa lunda norður á ofangjafarnesi, Elliðaey í baksýn af sumum talin fallegasta úteyjan eða það fullyrða nokkrir vinir mínir sem ég ber mikið traust til  Grin. Mynd 2. Sigfús og Lalli með lundaháfa.

Þvottadagir í Bjarnarey  Þvottadagur í Bjarnarey tau á snúrum.

kær kveðja SÞS


Þeir unnu að hafnargerð í Vestmannaeyjum 1960 - 1961

Rotation of þeir unnu að hafnargerð  Hafnarstarfsmenn í Eyjum

Þessir menn unnu að hafnargerð við Friðarhöfn 1960 - 1961 t.f.v. Ástþór Ísleifsson, Elías Gunnlaugsson Gjábakka, Bergsteinn Jónasson Múla, Oddur Sigurðsson Dal, Þórarinn Ögmundur  Eiríksson Dvergasteini, ( Sveinn Þorsteinsson með hallamálið ég er ekki viss á þessu nafni, gaman væri að fá nafnið ef einhver þekkir hann,) Emil Magnússon Sjónarhól, Ragnar Guðnason, Gunnar ????, Arnar Sigurðsson ( var oft kallaður Addi Sandari en hann var frá Hellisandi)

Mikil gróska var í hafnargerð í Vestmannaeyjum á þessum tíma.

Kær kveðja og gleðilegt ár. SÞS


Heimaklettur gata og hús

Heimaklettur og gata Heimaklettur og hús

Getur einhver frætt mig um hvaða húsin heita á þessum myndum.

kær kveðja SÞS


Heilsuvernd sjómanna

 

      HEILSUVERND SJÓMANNA 2HEILSUVERND SJÓMANNA 

Komin er út góður bæklingur er nefnist Heilsuvernd Sjómanna eftir Kristinn Sigvaldason læknir.

Útgáfa og dreifing Siglingastofnun Íslands, Teikningar Jóhann Jónsson, Ljósmynd kápu tók Tryggvi Sigurðsson.

kær kveðja SÞS

 

 


Verslunin Bjarmi HB við Miðstræti í Vestmannaeyjum

Búðarkonur fyrir utan Bjarma HB  Tvær myndarlegar stelpur.

Á myndinni er tvær verslunarkonur fyrir utan Bjarma HB að þvo gluggana, þarna var vefnaðarvöruverslun í gamla daga og lengst til vinstri á myndinni var skóbúð Bjarma HB.

Þessi með kústinn heitir Guðný Bjarnadóttir en hin með pottinn heitir Kristín Þorsteinsdóttir

kær kveðja SÞS


Þekkir einhver þessar stelpur frá Eyjum

Gömul mynd af flottum stelpum

Myndin er tekin í fyrir margt löngu í Lyngfellisdal þar sem þær æfðu fimleika held ég sé rétt.

Þá kom loksins nöfnin á þessum flottu stelpum takk þér fyrir þetta Guðni Gríms:

 

Frá  vinstri eru: Súsanna Halldórsdóttir, Eygló Einarsdóttir, Sigga á Hoffelli, Ella frá Sæbergi, Bára Sigurðard. frá Bólstað og Didda frá Túni.

Guðni Gríms.

kær kveðja SÞS


Mynd af áhöfn, bát og fl

Áhöfn óþekktur bátur Bjarnarey og Halli Hallgríms

Þessi mynd er örugglega af áhöfn á bát úr Eyjum sem ég veit ekki hver er, ég er heldur ekki viss um nöfnin á mönnunum en held samt að ég þekki fjóra tfv: Júlíus Sigurbjörnsson, Sveinbjörn Hjartarson og Helgi Bergvins, sá sem situr held ég að sé Pétur Stefánsson. Á mynd 2 er Halli Halgríms og Bjarnarey í baksín.

Ef einhver þekkir mennina þá þætti mér vænt um að fá hér athugasemdir við myndirnar.

Gullveig á síldveiðum  Uppganga í Bjarnarey

Mydnd 3. Gullveig VE á síldveiðum Því miður þekki ég ekki mennina á myndinni. Og mynd 4 Uppganga ofan Hvannhilli í Bjarnarey en þarna eru Lalli og Muggur.

Kær kveðja SÞS


Kær jólakveðja

Sendi öllum ættingjum og vinum, bloggvinum og þeim sem hafa komið hér við á blogginum mínu góðar óskir um Gleðileg jól gott og farsælt nýtt ár með þökk fyrir það liðna.

krans

Hamingjan gefi þér gleðileg jól.

gleðji og verndi þig miðsvetrarsól,

brosi þér himininn heiður og blár

og hlýlegt þér verði hið komandi ár.

Eftir Guðrúnu Jóhannesdóttir

Hátíðarkveðjur SÞS


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband