Minning um mann. Arnoddur Gunnlaugsson útgerðarmaður og skipstjóri

 

Arnoddur Gunnlaugsson skipstjóri F. 25. júni 1917 - D. 19. október 1995

 

Hryggð er nú í huga mér,

hann ég kveð, sem dáinn er.Addi á Gjábakka

Góður drengur fallinn frá,

frestur enginn veitist þá.

 

Þegar sorgin sárust er

sýnist dimmt í heimi hér

Eins og sólar birtan blóð

breytist þá í frost og hríð.

 

Addi kom mér oft í hug

átti kraft og hetjudug.

Engan sá ég eins og hann,

ágætari heiðursmann.

 

Ættaður úr Eyjum var, CCI01032009_00001

átti jafnan heima þar.

Alinn upp við storm og strit,

stælti það hans afl og vit.

 

Fljótt hann fór að sækja sjó,

sjómanns snilld í honum bjó.

Ungur lærði Ægi við

örnefni og fiskimið.

 

Fögur var hans formannsbraut,

fiskisæld og heiður hlaut.

Ótal kosti yfirmanns

allir sáu í starfi hans.

 

Suðurey var sómaskip,

sigldi glæst, með tignarsvip.Suðurey VE

Arnoddur og útgerð hans

öll bar merki heiðursmanns.

 

Segja má til sjós og lands,

sólskin ríkti í lífi hans.

Heimilið var höfnin best,

hjartkær konan, gæfan mest.

 

Lífið okkur lánað er,

lifum við um tíma hér.

Er við hverfum heimi frá

himna dýrð við öðlumst þá.

Ljóðið er eftir Benedikt Sæmundsson


Minning um mann: Sigurður Ingimundarson skipstjóri.

 

Sigurður Ingimundarson skipstjóri.  F. 22. maí 1878. D. 5. apríl 1962.

Myndina tók Sigurgeir Jónasson  hún er úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1995

Hann var alin upp í sveit

um ættfólk hans ég lítið veit,Sigurður Ingimundarson á bryggjunni

ungur flutti í Eyjarnar

aflaði sér fægðar þar.

 

Fór hann strax að sækja sjó

sótti fram því kapp var nóg,

ekki var þá unt að sjá

hvort aflakló hann væri þá.

 

Kostir hans þá komu í ljós

kunni það sem þarf til sjós,

áræði og einbeitt geð

aflasæld og heppni með.

                                                            

Ef hann hafði öflugt far

aflkóngur löngum var,

fyllti lest og lét á dekk

löngum ef hann Blikann fékk.

 

Flaggskip Blikinn veglegt var

af Vestmannaeyja skipum bar.

Siggi Munda sótti fast

þó sýndist öðrum veður hvasst.

 

Einskipa hann oft var þá

aldrei kom hann Skansinn á,

fór um borð, varð fljótt um vik,

fulla ferð og ekkert hik.

 

Oft var hann þá einn á sjó

í ofsaveðri netin dró,

át svo skorið eins og mat

einna mest þá fiskað gat.

 

Veikur aldrei varð hann samt

vænan hafði fengið skammt

af orku og hreysti á æsku tíð

þó ekki væru kjörin blíð.

 

Ævistarf hans veglegt var

í Vestmannaeyjum hátt hann bar

sinni þjóð hann syni gaf,

sóma menn sem báru af.

 

Nú er hetjan fallin frá

fögnuður varð himnum á

er hann sigldi óskabyr

inn um himins fögru dyr.

 

Ljóðið er eftir Benedikt Sæmundsson


Mótmælum því að Sjómannadagurinn skuli ekki fá að heita sínu rétta nafni

   

Þetta er undarleg frétt á Mbl hér fyrir neðan, talað er um hátíð hafsins, ekki orð um það að þetta er  SJÓMANNADAGURINN og ekkert annað, það er með ólíkindum að sjómannasamtökin skuli samþykkja þessa breytingu á nafni Sjómannadagssin og sýnir það svart á hvítu hvað Sjómannadagráð er gjörsamlega slitið úr tengslum við sjómennina sjálfa.

Sjómannadagurinn er hátíðisdagur Sjómanna og haldin þeim til heiðurs, eftirfarandi er m.a. tilefni dagsins:

2. grein

a) Sjómannadagsráð hefur með höndum hátíðahöld Sjómannadagsins ár hvert í samræmi við stofnskrá um Sjómannadag frá 1937 og lög um Sjómannadag, nr. 20, 26.mars 1987.
Við tilhögun Sjómannadags skulu m.a. eftirfarandi markmið höfð að leiðarljósi: ,,

  1. Að stuðla að því að Sjómannadagurinn skipi verðugan sess í íslensku þjóðlífi.
  2. Að efla samhug meðal sjómanna, hinna ýmsu starfsgreina sjómannastéttarinnar og stuðla að nánu samstarfi þeirra.
  3. Að heiðra minningu látinna sjómanna, þá sérstaklega þeirra sem láta líf sitt vegna slysfara í starfi.
  4. Að heiðra fyrir björgun mannslífa og farsæl félags- og sjómannsstörf.
  5. Að kynna þjóðinni áhættusöm störf sjómanna og mikilvægi starfanna í þágu þjóðfélagsins “. 

Það er hvergi í lögum um SJÓMANNADAGINN talað um að það eigi að gera hann að hátíð fyrir hafið, eða breyta nafni hans. Í lögum heitir hann SJÓMANNADAGUR og þannig á það að vera.

Það er alveg eins hægt að kalla Jólin HÁTÍÐ verslunarmanna og Konudaginn Hátíð blómasala.

Ég skora á alla sjómenn að mótmæla þessu orðskrípi sem búið er að troða á SJÓMANNADAGINN.

  

  Frétt MBL:

Tónverk fyrir þokulúðra

Senda frétt

Hátíð hafsins verður haldin hátíðlega um næstu helgi í Reykjavík og í ár verður hún með nýju sniði. Grandagarðinum verður lokað fyrir almennri bílaumferð frá föstudagskvöldi fram á sunnudagskvöld og þar verður hátíðarsvæðið að þessu sinni.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá skipuleggendum verður komið fyrir tjöldum, leiktækjum og hljómsveitarpöllum á svæðinu en áætlað er að fluttir verði tilkomumiklir tónleikar þar sem leikið verður nýtt tónverk á þokulúðra þeirra skipa sem í höfninni verða.

Áætlað er að á annan tug skipa taki þátt í tónleikunum sem stýrt er í gegnum talstöð af Kjartani Ólafssyni prófessor í tónsmíðum.

Flutningurinn hefst klukkan 13 á laugardeginum og mun væntanlega heyrast víða.


Benedikt Sæmundsson vélstjóri og ljóðskáld

Benedikt Sæm

 

Benedikt Sæmundsson vélstjóri og ljóðskáld er fæddur á Stokkseyri 7. október 1907 d. 3. okt. 2005. Hann ólst upp á Stokkseyri.  Til Vestmannaeyja kom hann á bát sína fyrstu ferð 9. janúar 1926. Hreppti hann hið versta veður og tók ferðin frá Stokkseyri 24 klukkustundir en leiðin er 32 sjómílur. Guðmundur Vigfússon frá Holti skrifaði um þetta veður í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1982 og nefndi hann greinina Stokkseyrarveðrið. Benedikt var á vertíðum í Eyjum til ársins 1940 en fór þá að sigla til Englans með fisk og sigldi öll stríðsárin. Hann átti heimili í Eyjum í 6 ár síðast Fífilgötu 8 en hann starfaði í Eyjum miklu lengur.

Hann bjó lengst af á Akureyri, var vélstjóri  á togurum Ú.A. og póstbátnum Drang. En fór síðan í land og starfaði í frystihúsi Ú.A. í 34 ár, hann hætti störfum 85 ára gamall.

Þess skal getið að Benedikt byrjaði að gera kvæði 80 ára gamall, Hann hefur gert kvæði um fjölmarga Vestmannaeyinga  sem sýnir það að hann hefur verið með hugan í Eyjum þó brottfluttur sé fyrir tugum ára.

Í bréfi sem hann sendi mér á sínum tíma endar hann á .þessa leið: ,, Ég á margar góðar minningar um Eyjarnar, því þar lifði ég ótal gleði- og ánæjustundir".

Ég ætla á næstunni að setja nokkur kvæði í viðbót eftir Benedikt hér á síðuna mína, öll eru þau um þekkta einstaklinga sem horfnir eru, en settu svip sinn á samfélag Eyjanna á sinni tíð.

Benedikt Elías kvæntist 2. nóv. 1946 Rebekku Jónsdóttur, f. á Rútsstöðum í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði 30. mars 1914, d. 14. apríl 2005

Kær kveðja SÞS

 


Minning um mann. Sighvatur Bjarnason útgerðarmaður og skipstjóri

 

Sighvatur Bjarnason Skipstjóri. F. 27. okt. 1903 D. 15. nóv 1975.

Að þér stóðu sterkar ættir,            Sighvatur og Jón í Ási

stáli vígðir, gildir þættir,

úrvalsfólk á allan hátt.

þar sem úthafsaldan syngur,

ungur vaskur Stokkseyringur,

lærði hafsins lögmál brátt.

 

Formaður varstu í fremstu röðum,

framsókn þín í með skrefum hröðum,

er þú komst í Eyjarnar.

Eftirsóttur aflamaður,                                  

út á sjónum hress og glaður,

þó veður gerðust válind þar.   Sighvatur Bjarnason útg

 

Erling keypti upp á sandi,

er þar hafði lent í strandi,

kominn nýr frá Köpenhafn.

Hófst þín útgerð og með honum,

aldrei brást hann þínum vonum,

honum fylgdi happ og lán.

 

Útgerð þín var öll til sóma,

aflsæld og stjórn til blóma,

áttir jafnan fleyin fríð.

Brátt þér veittist sæld og sómi,

segja má að stæði ljómi

af þinni frægu formannstíð.

 

Silfur hafs á síldarmiðum

sóttir fast, með engum griðum,

gekk þá fljótt að fylla skip.

Á mb. Minnie oft var gaman,

sæmdar menn þar komnir saman,.

þar var allt með sæmdarsvip.

 

Minningar ég margar geymi

meðan lifi í þessum heimi.

Á sama skip sigldum við.

Þú varst mér sem besti bróðir,

beindir mér á gæfu slóðir

út á lífsins ævisvið.

 

Hugsjón þín og happaverkin

hafa sýnt oss bestu merkin,

þó að þú sért fallin frá.

Minning þín mun lengi lifa,

landi og þjóð til heilla og þrifa.

Gleðst nú sál þín Guði hjá.

 

Ljóðið er eftir Benedikt Sæmundsson sem var fæddur á Stokkseyri 7. október 1907 hann var tugi vetrarvertíða vélstjóri á bátum frá Eyjum, en stundaði síldveiðar fyrir norðan  á sumrin

Kær kveðja SÞS

 


Minning um Mann; Gunnar Marel Jónsson skipasmiður

  Gunnar M

Gunnar Marel Jónsson F. 6. janúar 1891 - d. 7. maí 1979

Gunnar Marel góður Drengur

get ég ekki beðið lengur

með að yrkja um þig ljóð.

Gamla- Hrauns af sterkum stofni

stóð sem bjarg svo aldrei rofni

ættarbönd og áhrif góð.

 

Er þú fluttir út í Eyjar

að þér dáðust fagrar meyjar

fögnuðu þér fræknir menn.

Strax þú sóttir sjó af kappi

sjómenn fagna slíku happi

margir gleðjast af því en.

 

Útsjón þín til allra verka

aflaði þér virðing sterka

formaður með fleyin mörg.

Enda þótt þú ungur værir

allir voru vegir færir

færðir snemma í búið björg.

 

Útvegsmenn þér allir treystu

og á því sínar vonir reistu

að þú hæfir annað starf.

Að sjá um viðhald fiskiflota

þeim fannst það líkast töfrasprota,

frábær snilld þú fékkst í arf.

 

Þú varst frægur fyrir smíði,

fögur skip þín mikil prýði,

fiskiskip með fríðan svip.

Afköst þín svo undrun sætti

allan flotan stórum bætti,

smíðaðir frábær fiskiskip.

 

Hafðir marga hrausta drengi

sem hjá þér unnu vel og lengi

var í slippnum valið lið.

Voru og margar vökunætur

þó væri farið snemma á fætur

því verkin enga veittu bið.

 

Þú áttir báta auðnuríka

með afbragðsmanni þekktum líka

að forustu og fiskisæld.

Samtaka þið sífellt voru

segja frá því verkin stóru

sem munu tæpast verða mæld.

 

Af ýmsum mætum Eyjamönnum

er þitt starf í dagsins önnum,

metið meira en margra þar.

Orðstír þinn mun ávalt lifa

um þig mætti bækur skrifa

ævistarf þitt afrek þín.

Þetta ljóð um Gunnar Marel Jónsson skipasmið er eftir Benedikt Sæmundsson.


Heimsókn í Álsey í sumarblíðu

Álsey 01Álsey 03

 Myndir hér að ofan eru af  þessari fallegu eyju Álsey, og seinni myndin er af Sigurði skipstjóra á Þyt VE og undirrituðum fyrir utan veiðihúsið í Álsey ( ekki veiðikofan)

Árið 1992 eða 1993 var farið á Þyt VE bát Sigurðar Óskarssonar kafara m.m. í ferð kringum Heimaey, í þessari ferð var komið við í Álsey þar sem álseyingar buðu okkur upp á kaffi og kökur í glæsilegu nýlegu veiðihúsi, myndirnar tók undirritaður í þessari ferð.

Álsey 04

 Álsey 06

 Mynd 3 er af Sveini Rúnari Valgeirssyni, því miður veit ég ekki hvað strákurinn  í bláu blússuni heitir en þessi í horninu heitir Marteinn Eyjólfsson sonur Edda Malla.  Á mynd 4 eru tfv; Soffía Sigurðardóttir. Sigurbjörg Óskarsdóttir, Kolbrún Ósk Óskarsdóttir og Sigurður Óskarsson.

 

Álsey 07Álsey 08

Jón Bjarni Hjartarson, Sigurgeir Jónasson og Harpa Sigmarsdóttir. Næsta mynd: Tfv; Júlíus Steinarsson ættaður frá Skuld,  standandi Guðjón Sveinsson  Loftur Guðmundsson brúnn og sællegur og í lopapeysu Leó Snær Sveinsson, þekki því miður ekki þann sem situr lengst til vinstri. Ef einhver sem les þetta blogg mitt þekkir þá sém ég nafngreini ekki þætti mér vænt um að fá athugasem hér við þetta blogg.

kær kveðja SÞS


Sigurður Óskarsson lundaveiðimaður

Siggi lundaveiðimaður

Sigurður Óskarsson með lunda sem hann veiddi í Litlahöfða. Hann er ekki hræddur við helv.... lundalúsina.

Myndin er tekin fyrir margt löngu.

kær kveðja SÞS


Tvær gamlar myndir frá Eyjum

Siggi og Stefán á trillu

 

Tfv: Sigurður Óskarsson með hundinn sinn Kát og Stefán Tryggvason, ekki veit ég nafnið á bátnum, en þeir eru að leggast að Bæjarbryggju.

Mér sýnist að einn af bátunum sem eru þarna í vinstra horni myndarinnar sé Hlýri en ekki er ég viss um hina tvo

 

 

  

 

Ásey og veiðihús

 

Myndin er tekinn út í Álsey með veiðikofan í baksýn.

Tfv: Jónas Sigurðsson Skuld, Guðlaugur Sigurgeirsson, Guðbjartur Herjólfsson, Erlendur Jónsson Ólafshúsum, Helgi Magnússon Vesturhúsum og Sigurður Óskarsson Hvassafelli með hundinn sinn Kát.

Myndirnar á Sigurður Óskarsson kafari, gluggasmiður m.m.

Kær kveðja SÞS


Ótrúlegur kraftur í Bakkafjöruframkvæmdum

 Eftir að Addi Palli vinur minn sendi mér myndirnar í gær af Bakkafjöruframkvæmdum séðar úr lofti, stóðst ég ekki mátið og keyrði þarna austur í dag til að skoða þetta með eigin augum. Með í för var Siggi Óskars mágur minn og Magnús Orri Óskarsson. Við byrjuðum á því að skoða námurnar sem grjótið í varnargarðana er tekið en námurnar eru langt upp í fjalli, en þaðan er keyrt með það niður á sléttlendið framan við Seljalandsfoss. Að námunum liggur óvenju breiður og góður vegur en nokkuð brattur. Þegar upp er komið getur maður keyrt ofan í  námurnar, þegar þangað er komið gerir maður sér góða grein fyrir því hvað það er gríðalega mikið magn af efni sem þarf í þessa varnargarða. Þarna uppi er líka mjög fallegt útsýni yfir Fljótshlíðina og út í Eyjar.

Fyrstu þrjár myndirnar eru teknar uppi við námurnar, Sigmar Þ og magnús Orri og Siggi og Magnús Orri. 

IMG_2715IMG_2722

IMG_2721IMG_2725

Myndir 4 og 5 eru teknar af vestari varnargarðinum  sem er komin 50 til 70 metra út í sjó. Á mynd 6 er Magnús Orri við hjólið á einu flutningatækinu.

IMG_2733IMG_2734

IMG_2740IMG_2741

Mynd 7 er af austur varnargarðinum en mynd 8 af þeim vestari sem virðist vera kominn lengra út.

IMG_2737IMG_2742

Þessir drengir komu frá Vestmannaeyjm meðan við stoppuðum þarna úti á garðinum, á myndini sést Karl Helgason og Magnús Gíslason því miður þekki ég ekki litla peyan en einn af bátnum var farinn í land ég held að hann heiti Ágúst.

IMG_2735IMG_2739

Þessi tæki sem stundum eru kallaðar búkollur, eru engin smásmíði eins og sjá má á þessari mynd,, en mikill fjöldi af þessum bílum var þarna á ferðinni niður á sandinn með grjót og annað efni í varnargarðana. Ég hef fulla trú á því að þetta mannvirki eigi eftir að vera tilbúið á tilsettum tíma.

Kær Kveðja SÞS


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband