22.7.2009 | 23:11
Minning um mann.
Þórður Matthías Jóhannesson F. 10.feb. 1907 - D. 13. okt. 1994.
Þórður M. Jóhannesson var frá Neðri- Lág í Eyrarsveit. Við sjómenn þekktum hann sem trúboða sem setti á hverju ári í skipin okkar blaðið ,,Vinur Sjómannsins" og mörg önnur kristileg rit, einnig gaf hann og dreifði Biblíum í skip.
Ég kynntist Þórði þegar ég var stýrimaður á Herjólfi, en hann ferðaðist með skipinu þegar hann kom í sínar trúboðsferðir til Vestmannaeyja. Hann skildi þá eftir kristileg rit um borð í skipinu bæði fyrir farþega og áhöfn. Hann stoppaði oftast nokkra daga í Eyjum og notaði tímann til að dreifa þessu kristilega efni um borð í alla báta sem voru í Vestmannaeyjahöfn. Hann heimsótti mig oft á heimili mitt þegar hann var í Vestmannaeyjum og var gaman að spjalla við hann um áhugamál hans sem voru aðalega trúmál og líknarmál. Hann vann mikið að líknarmálum ekki einungis hér á landi heldur styrkti hann bæði börn og fjölskyldur á Indlandi. Ég heimsótti Þórð nokkrum sinnum á Fálkagötu 10 þar sem Kristilegt sjómannastarf var til húsa. Þá skiptumst við á blöðum ég fékk Vin sjómannsins en hann Sjómannadagsblöð Vestmannaeyja.
Síðast hitti ég Þórð Matthías fyrir framan hús Slippfélagsins í Reykjavík í júní 1994. Hann var þá á leið niður á bryggju, leiddi hjólið sitt og hafði gömlu snjáðu handtöskuna sína, fulla af kristilegu efni, á stýrinu. Hann sagði um leið og við hittumst að nú hefði Guð leitt okkur saman. Kannski var það rétt því þetta var í síðasta sinn sem ég sá þennan heiðursmann. Hann andaðist á Landspítalanum 13. október 1994.
Blessuð sé minning þessa góða manns sem helgaði líf sitt kristilegu sjómannatrúboði og þjónustu við þá sem minna mega sín.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.7.2009 | 13:38
Björgunarbáturinn við Bæjarbryggjuna.

Við enda Bæjarbryggju í Vestmannaeyjahöfn er björgunarbátur í davíðum, báturinn eða svipaður bátur var þarna í gamla daga og var þá hluti af þeim björgunarbúnaði sem þá þótti nauðsynlegur við höfnina, báturinn var með gafl að aftan og var búinn fjórum árum og fljótlegt að sjósetja hann. Ég sá þegar forveri þessa báts var notaður við björgun á manni úr Vestmannaeyjahöfn í kringum 1960. Ekki veit ég hvenær honum var fyrst fyrir komið þarna við Bæjarbrygguna.
Nú virðist sem þessum bát sé eingöngu komið þarna fyrir til að fegra umhverfi Bæjarbryggju sem hann svo sannarlega gerir.
En til hvers er ég að skrifa um þennann björgunarbát ?, jú það er staðreynd að Vestmannaeyingar hafa verið í forusu hvað varðar öryggismál sjómanna, ekki bara hvað varðar öryggisbúnað um borð í fiskiskipum heldur einnig hvað varðar öryggi hafna. Þarna er staðsettur björgunarbátur sem gæti þurft að nota, en þó báturinn sé eingöngu ætlaður sem sýnigar eða skrautgripur er alveg með ólíkindum að menn skuli hafa borað tvö göt á byrðing hans til að troða böndum í gegnnum byrðinginn, gera hnút á böndin fyrir innann og nota þau til að halda bátnum að davíðunum. Ég segi nú eins og maðurinn forðum: Svona gera menn ekki (við báta). Allra síst í bæjarfélagi eins og Vestmannaeyjum, þetta hlítur að hafa verið gert í einhverju hugsunarleysi. Ef ég man rétt þá voru bönd eða vírar klæddir slöngu settir utan um bátinn og þannig var honum haldið að davíðunum. Vonandi verður þetta lagfært og sponnsað í þessi göt á byrðing þessa fallega björgunarbáts.
kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 31.7.2009 kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2009 | 21:09
Í tilefni af fjölmennu skátamóti.
Ríflega þrjú þúsund skátar hvaðanæva úr veröldinni eru nú staddir hér á landi, og örugglega einhverjir frá Eyjum.
Í Vestmannaeyjum hefur verið öflugt skátastarf til fjölda ára. Þar var starfandi lengi skátafélag sem bar nafið Skátafélagið Faxi ef ég man rétt. Og mjög öflugt félag Hjálparsveit Skáta.
Þær hafa verið duglegar og virkar í skátastarfinu í Vestmannaeyjum. Björk Guðnadóttir , Vigdís Rafnsdóttir og Alma Guðnadóttir.
Þessi mynd var tekin á Bessastöðum þegar Alma fékk Forsetamerkið í Skátastarfinu, höfðu þá mæðgurnar allar lokið þeim áfanga.
Því miður vantar mig ártalið sem myndin var tekin.
kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.7.2009 | 17:33
Nýjar myndir frá Bakkafjöruframkvæmdum.
Að sjálfsögðu var farið niður að Bakkafjöru til að skoða hvernig gengi að keyra efni í varnargarðana.
Á föstudag var staðan þannig að það átti eftir að keyra út 8 metrum í annann garðinn en 20 metrum í hinn, þá er átt við kjarnan. Mikil vinna er enn eftir í að keyra grjóti þarna niður eftir en að sögn Helga Gunnarsonar þá eru framkvæmdir vel á undan áætlun.
Gott veður hefur unnið með verktökum, þegar við vorum þarna niðurfrá var algjör ládeyða.
kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.7.2009 | 16:25
Frábær þjónusta hjá TOYOTA.
Frábær þjónusta hjá TOYOTA.
Ég hef verið í fríi að undanförnu og þá aðalega á Suðurlandi. Eins og gengur þarf maður náttúrulega að fara stundum út af malbikinu og inn á blessaða malarvegina sem margir eru mjög grófir. Eftir akstur á einum slíkum vegi tók ég eftir að annað stefnuljósið hafði losnað og hékk útan á brettinu á TOYOTA Raf bílnum mínum, við nánari skoðun kom í ljós að festing sem átti að halda ljósinu hafði gefið sig. Það var því ekkert annað að gera en að líma þetta með límbandi þar til komið var í bæinn.
Ég fór síðan í morgun með hann í umboðið og spurði þá góðu menn hvort ekki væri hægt að fá þetta lagfært. Þjónustufulltrúinn tók lyklana og sagði skyldi skoða þetta og vita hvað hann gæti gert. Ég settist niður og fékk kaffi og nýtt vínarbrauð meðan ég beið. Það liðu 20 mín frá því ég kom inn og þar til hann kom aftur með bílinn, þá búinn að skipta um bæði hægri og vinstri stefnuljósin. Billinn er um tveggja ára þannig að viðgerðin féll inn í ábyrgðina.
Svona þjónusta eins og TOYOTA veitir er ein af mörgum ástæðum fyrir því að maður velur aftur og aftur bil frá þessu umboði.
Það er rétt að minna einnig á það sem vel er gert.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.7.2009 | 18:34
Ferðafélgag Íslands árbók 2009 Vestmannaeyjar
Árbók 2009 er að þessu sinni full af fróðleik um Vestmannaeyjar með mörg hundruðum mynda frá Vestmannaeyjum, mannlífi, úteyjum, dröngum og skerjum.
Texti er eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson en auk hans skrifa um jarðsögu Vestmannaeyja þeir Ingvar A. Sigurðsson og Sveinn P. Jakobsson. Um fuglalíf Vestmannaeyja skrifar Jóhann Óli Hilmarsson. Ritstjóri er Jón Viðar Sigurðsson.
Ég fullyrði að þetta er ein glæsilegasta bók sem skrifuð hefur verið um Vestmannaeyjar, og þarna er samankominn mikill fróðleikur um þessar fögru Eyjar. Það er t.d. sérstakir kaflar um allar úteyjar með sögu þeirra og örnefnum.
Guðjón Ármann Eyjólfsson er aðalhöfundur texta að öðru leiti en teksta um jarðsögu og fuglalíf þar sem sérfróðir menn skrifa.
Mig langar að óska þessum mönnum sem að þessari Árbók stóðu til hamingju með frábært verk sem eflaust á eftir að auka enn áhuga manna á Vestmannaeyjum..
Því miður má ekki setja mynd af Árbókinni hér á netið nema með skriflegu leyfi höfunda, en forsíða Árbókarinnar er með loftmynd af Vestmannaeyjum.
Ferðafélag Íslands; til hamingju með þessa glæsilegu Árbók um Vestmannaeyjar.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2009 | 09:52
Nýjar loftmyndir af Bakkafjöruhöfn.
Hér koma nýjar myndir af framkvæmdum við Bakkafjöruhöfn. Eins og sést vel á þessum myndum gengur vel að keyra efninu í garðana og er að koma mynd á þetta þó enn sé mikið eftir að gera til að styrkja varnargarðana þarna í fjörunni.
Hér á mynd 5 sést vel hve mikið mannviri þetta er ef við miðum við bílana og bátinn. Mjög mikið efni á enn eftir að koma í varnargarðana.
Þessar myndir sendi mér vinur minn Arnór Páll Valdimarson ( Addi Palli) hjá Fugfélagi Vestmannaeyja og þakka ég honum kærlega fyrir.
Þessi teikning er úr áfangaskýrslu SÍ um Ferjuhöfn í Bakkafjöru.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.7.2009 | 21:03
Til Vonarinnar eftir SR. Þorsein L. Jónsson
Lífsins vaki, vonin milda
vekur gleði og efnd á borði,
annars væri einskis virði
að ætla sér að gefa og njóta.
Hún er guðsgjöfin besta ,
göfgar, fegrar, eykur þrekið,
ræður dauðans rún og sorgar,
reisir hallir sólskinsbjartar.
Þorssteinn L. JónssonBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2009 | 14:12
Minnig um mann. Magnús K. Magnússon
Magnús Kristleifur Magnússon var f. 4. nóvember 1890 d. 25.maí 1972.
Magnús Kristleifur Magnússon var fæddur að Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd á Suðurnesjum og byrjaði ungur að róa á áraskipum sumar og vetur frá heimabyggð sinni.
Til Vestmannaeyja kom Magnús fyrst til vertíðarstarfa árið 1918 og var þá með Guðjóni á Sandfelli. Magnús og Þórður Gíslason stofnsettu fyrsta netaverkstæðið í Vestmannaeyjum árið 1939 þeir nefndu það Netagerð Magnúsar og Þórðar en síðar fékk þetta fyrirtæki nafnið Veiðafæragerð Vestmannaeyja. Magnús var mikill sómamaður sem vann að sjávarútveginum alla ævi bæði á sjó og í landi. Hann kenndi lengi ungum eyjamönnum verklega sjóvinnu, fyrst við verknámsdeild Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum þar sem kennd var netabæting og felling neta. Við stofnun Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum 1964 kenndi hann ásamt sonum sínum og Hallgrími Þórðarsyni fjölbreytta verklega sjóvinnu fram á síðustu æviár. Kona Magnúsar var Þuríður Guðjónsdóttir.
Á myndinni er Magnús Kristleiifur Magnúson brosmildur með tertu sem á stendur Sjóvinnunámskeið 1961.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.6.2009 | 23:07
Gömul þjóðsaga um barn og engil
Gömul þjóðsaga
Gömul þjóðsaga segir frá barni sem var við það að fæðast í þennan heim. Barnið snýr sér að Guði og segir:
Mér er sagt að ég verði sendur á jörðina á morgun, en hvernig get ég lifað eins lítill og ósjálfbjarga sem ég nú er?
Ég hef valið engil fyrir þig úr hópi engla og hann bíður eftir þér. Þessi engill mun sjá um þig þegar þú kemur í heiminn.
En segðu mér, hérna á himnum geri ég ekkert annað en að syngja og brosa og það er nóg til þess að vera hamingjusamur?
Engillinn þinn kemur til með að syngja fyrir þig, hann brosir til þín alla daga og þú verður umlukinn ást hans og þannig verður þú hamingjusamur.
En hvernig get ég skilið þegar fólkið talar við mig þar sem ég þekki ekki tungumálið sem mennirnir tala?
Engillinn þinn segir falleg orð við þig,fallegustu orð sem þú hefur nokkurn tímann heyrt og með mikilli þolinmæði og kærleik kennir hann þér að tala.
En hvað geri ég ef ég vil tala við þig?
Þá setur engillinn þinn hendurnar þínar saman og kennir þér að biðja.
Ég hef heyrt að á jörðinni séu til vondir menn. Hver getur varið mig?
Engillinn þinn mun verja þig, þó svo það kosti hann lífið.
En ég verð alltaf sorgmæddur því ég sé þig ekki oftar?
Engillinn þinn á eftir að segja þér frá mér og vísa þér veginn í áttina til mín, en þó mun ég alltaf vera við hlið þér.
Á þessu andartaki færðist ró yfir himininn og guðdómlegar raddir heyrðust og barnið sagði: Kæri Herra, þar sem ég er að fara segðu mér,hvað heitir engillinn minn?
Nafn hans skiptir ekki máli, þú kallar hann bara ,,mömmu"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)