Sólarlag í Klaufinni í Eyjum

sólarlag í klaufinni

 

 Fallegar sólarlagsmyndir  úr Klaufinni í Vestmannaeyjum.

Myndirnar tók Heiðar Egilsson

 

 

 

 

 

 

sólarlag í klaufinni 1


Brekkusöngur í Herjólfsdal er frábær

Það er merkilegt hvað nokkrum mönnum gengur illa að sætta sig við  að  Árni Johensen  skuli hafa þessa frábæru hæfileika til að ná fram stemmingu og mikilli skemmtun við brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, reyndar alstaðar þar sem hann kemur fram sem forsöngvari. Þetta gerir hann og getur vegna þess að hann kann að ná til fólksins, spila og syngja þau lög sem við Íslendingar kunnum og viljum syngja þegar við erum í stuði að skemmta okkur. Menn skulu líka hafa það í huga að Árni hefur þróað þennan brekkusöng gegnum árin og gert hann  vinsaælan, já það vinsælan að mjög margir sem koma á Þjóðhátíð Eyjamanna segja að brekkusöngurinn með Árna Johensen sé toppurinn á þjóðhátíðinni.

Það eru líka margir sem vildu vera í hans sporum að stjórna fjöldasöng þrettán til fjórtan þúsund manna og standa sig frábærlegaWizard vel og fá klapp og hrós þúsunda manna úr brekkum Herjólfsdals.

Ég held að þeir menn sem eru endalaust að hnýta í Árna Johensen séu oft pólitískir andstæðingar hans eða menn sem hreinlega öfunda hann af þessum hæfileikum að geta hrifið fólk með sér í söng og gleði.

Vonandi verður vinur minn Árni Johensen með brekkusönginn eins lengi og hann sjálfur vill. 

kær kveðja SÞS


Til hamingu Gísli H.

Nú hefur Gísli H. Frigeirsson lokið við að róa kajak kringum Ísland, þetta er mikið afrek fyrir mann á hans aldri,  og þetta gera ekki menn nema þeir hafi gott þrek og mikinn viljastyrk. Ég óska þér Gísli H. Friðgeirsson innilega til hamingju með þetta mikla afrek sem örugglega verður lengi í minnum haft.

kv  


mbl.is Eins og að vera búinn í prófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðjón Weihe

Guðjón Weihe eða Gaui í Framnesi eins og hann er stundum kallaður hefur fengið ríkurlegan skammt af skáldagáfu. Hann er Vestmannaeyingur  rafvirki að mennt og starfaði lengi á Rafveitu Vestmannaeyja. Hann á auðvelt með að tjá sig í bundnu máli.

 

Svona yrkir hann um Þjóðhátíðina:

 

Fyrir röðul skjótast ský

skuggan dalinn krýna.

Nóttin vefur okkur í

unaðsdrauma sína.

 

Dagur óðum nálgast nýr

nú er dans og gaman.

Dalur ást og ævintýr

okkur binda saman.

 

 Við andlát Ása í Bæ 

Engin betur lýsti í ljóðum

logum báls í fjallasal.

Hver á nú að grípa úr glóðum

þá glæstu mynd úr Herjólfsdal ?

 

Kær kveðja SÞS


Þjóðhátið Eyjamanna í Herjólfsdal

  Fyrsti bekkjabíllinn

 Nú er hafin Þjóðhátíð Eyjamanna, eitt af því sem hún hefur skilið eftir er Þjóðhátíðarblaðið og þjóðhátíðarlag. Mörg mjög falleg lög og textar hafa verið gerð í tilefni þjóðhátíðar og þekktust eru þau gullfallegu lög og textar eftir Oddgeir Kristjánsson og Ása í Bæ. En það hafa margir fleiri gert bæði falleg lög og texta þó þau hafi ekki náð að verða eins þekkt og lög og textar Oddgeirs og Ása. Hér kemur einn þjóðhátiðartexti eftir Guðjón Weihe, sem hann gerði við lag Lýð Ægissonar, en Lýður er einnig skemmtilegur textahöfundur bæði á ljóð og ritað mál.

Í skjóli Fjalla Þjóðhátíðarlag 1985 

; Í Herjólfsdal vil ég vera

vaka þar kvöldin löng.

Ævintýrin bjarmarnir bera

brekkurnar óma af söng.;

 

Mig heilla hlýju ágústnætur

við húmsins skýru ævintýra rún.

Logar bálið lýsir klettarætur

leiðist æskan framhjá tjarnarbrún.

 

Hér vil ég lifa – leika í skjóli fjalla

og líta yfir ævi farinn veg.

Ó að ég mætti öll þau aftur kalla

árin sem að liðu á hulduveg.

 

Í Herjólfsdal vil ég vera o.s.f.v.

 

Hvað er fegra en dalsins frjálsu stundir

fannhvít tjöld og bál í klettasal.,

Fagra söngva fjöllin taka undir

friður ríkir inn í Herjólfsdal.

 

Hér vil ég lifa- leika í skjóli fjalla

Og líta yfir ævi farinn veg.

Ó að ég mætti öll þau aftur kalla

árin sem að liðu á hulduveg.

 

Í Herjólfsdal vil ég vera o.s.f.v.

 Texti Guðjón Weihe  við Lag eftir Lýð Ægisson

 


Ættarmót að Miðgarði helgina 24. - 26. júlí 2009

Afkomendur Ingibjargar Gísladóttur, Gunnars Gíslasonar sjómanns, og Zophoníasar Friðriki  Sveinssyni bónda og trésmið komu saman ásamt mökum  að Miðgarði við Akranes nú um síðustu helgi.

Ingibjörg Gíslad

Ingibjörg Gísladóttir var fædd 20. desember 1891 að Hvítarnesi í Skilamannahreppi, dóttir Hallfríðar Þorláksdóttur og Gísla Gíslasonar sem voru vinnuhjú að Hvítarnesi. Ingibjörg var einkadóttir móður sinnar. Ingibjörg  giftist 8. nóvember 1912 Gunnari Gíslasyni sjómanni f.  14. ágúst 1886 frá Hallgerðarkoti í Mosfellssveit. Ingibjörg missti Gunnar 25. oktober 1917 en þau höfðu þá eignast tvær dætur, Hallfríði Láru f. 17. september 1913, d. 25. apríl 1914 og Ástu Laufeyju f. 1. september 1914 d. 9. apríl 1999. 

Ingibjörg giftist aftur 19. júní 1919 Zophoniasi F. Sveinssyni f. 2. september 1886 en hann var frá Heynesi Innri Akraneshreppi. Ingibjörg og Zophonías eignuðust 5 börn sem eru: Soffía Friðrikka f. 06.12.1919, Sigurður f. 08.09.1922, Yngvi Magnús f. 02.08.1924, Kjartan Reynir f. 20.07.1930, Sveinbjörg f. 02.08.1931.

 Ingibjörg og Zophonias bjuggu á Stóra-býli Innri Akraneshreppi í 25 ár. Þau fluttu til Reykjavíkur  árið 1944 þar sem þau byggðu sér hús við Kambsveg 11 þar sem Ingibjörg bjó til dauðadags.

Ingibjörg átti 7 börn og frá þeim eru komin 22 barnabörn, 56 barnabarnabörn og einnig 56 barnabarnabarnabörn.

Ingibjörg Gísladóttirlést lést 12. mars 1993 þá 102 ára gömul. 

IMG_3379IMG_3292

 Myndirnar sem hér fylgja voru teknar á ættarmótinu að Miðgarði. Svenni Margrét og Hjalti.

IMG_3298IMG_3296

IMG_3361IMG_3352

Það var mikið sungið og trallað bæði dag og nætur.

IMG_3371IMG_3392

Hér er það brekkusöngur sem allmargir tóku þátt í.

IMG_3342 IMG_3353

Einnig var sungið eftir kaffisamsætið

IMG_3385IMG_3391

 

IMG_3295IMG_3412

Óli hennar Öldu var nágranni okkar í tjaldbúðunum, hér sólar hann sig fyrir utan fellihýsið.

IMG_3328IMG_3319

Þetta var skemmilegt ættarmót í  í mjög góðu veðri með góðu og skemmtilegu fólki.

kær kveðja SÞS

 

 


Húsið Reynivellir hverfur

Grétar Reinivellir Húsið Reynivellir stóð við Kirkjuveg 66 í Vestmannaeyjum. Foreldrar mínir þau Sveinbjörn Snæbjörnsson og Matthildur Matthíasdóttir keyptu húsið 1948 og bjuggu þar svo til allan sinn búskap,eða til dauðadags.  Matthildur lést í nóvember 1986, en Sveinbjörn lést í desember 1996. Ekki veit ég hver byggði Reynivelli en árið 1942 eru eigendur skráðiy Adólf G. Jónsson og Guðbrandur Jónsson.

Þórður Svanson trésmiður keypti húsið til niðurrifs, og er hann hér á myndini fyrir neðan ásamt vinnuvél sem vann verkið.

 

Líklega byggir Þórður Svanson þarna nýtt og fínt nýtískulegt íbúðarhús.

Reynivellir 66

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Reynivellir 66 1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Reynivellir 66 2 

Myndirna af niðurrifinu tók Daði Pálsson.


Nótt í Paradís eftir Hafstein Stefánsson

Ljóð um

Bjarnarey og Halli Hallgríms

Bjarnarey eftir Hafstein Stefánsson (F. 31.mars 1921 - D. 29. ágúst 1999) 

 Um tilurð þess skrifar Hafsteinn m.a. eftirfarandi: Ég átti því láni að fagna að koma einu sinni síðla kvölds að sumarlagi ú í Bjarnarey, og varð ég svo heillaður af umhverfinu, að mér fannst sem aldingarðurinn Eden hefði alveg eins getað verið þar. Því heitir kvæðið Nótt í Paradís.

  Nótt í Paradís

Að svörtum kletti lagði lítið fley

í logni og kyrrð á björtu júlíkveldi.

Viðmótsfögur brosti Bjarnarey

böðuð litadýrð í sólareldi.

 

Hér greinir augað alla heimsins dýrð

andinn þiggur kraft í friði nætur.

Og björgin eru í döggaf Drottni skýrð,

hver döpur vera óðast huggast lætur.

 

Húsbóndinn er enn í önnum hér,

áhyggjur og syndir finnast hvergi.

Nú sé ég hvernig guð um garðinn fer

og geislafingur þreifa á dökku bergi.

 

Hið dásamlega Drottins ævintýr

dylst hér ekki vegfaranda neinum.

Ástin heit í hverju blómi býr

og börnin sofa rótt í votum hleinum.

 

Hér þylur lífið þúsund radda brag

og þíður blærinn kyssir hamraveggi.

Undurfagurt nóttin leikur lag,

er lítill hnoðri gægist fyrst úr eggi.

 

Í ljúfri bæn ég bið þér Bjarnarey

blessunar, þá akkerum ég létti.

Þegar dagar leggur lítið fley

á lífsins haf, í burt frá dökkum kletti.

 

 Hafsteinn Stefánsson

Fyrstu kvennkokkarnir í Eyjaflotanum

Fyrstu kvennkokkarnir í Eyjaflotanum

Fyrstu kvenkokkar í Vestmannaeyjaflotanum voru Helga Jónsdóttir frá Engey og Svala Johnsen, Suðurgarði. Á myndinni eru þær í káetudyrum á Sævari VE 328, sumarið 1940.

Þarna er báturinn auðsjáanlega fullur af síld.

Myndina tók Einar Hannesson og er hún með grein úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja frá 1976, en greinin nefnist: Á síld með Binna í Gröf.


Gaman að fá þesssa frétt

Það er alltaf gaman að fá fréttir af góðum árangri í slysavörnum: Peningum sem varið er í forvarnir til að fækka slysum er svo sannarlega vel varið. Það er svo ótalmargt hægt að gera til að fækka slysum á öllum sviðum þjóðfélagsins. Mér finnst að tryggingafélög mættu setja meiri peninga í forvarnir.
mbl.is Ísland með hæstu einkunn í slysavörnum barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband