SOS sannar frásagnir af svaðilförum, hetjudáðum og slysum

Í Vestmannaeyjum hefur gegnum tíðina verið gefið mikið út af blöðum og tímaritum, fyrir þá sem hafa gaman af grúski langar mig að minna á eitt blað af mörgum sem gefið var út a.m.k. á árunum 1957 til 1958. Það hét og heitir NÝTT SOS og fjallar um sannar frásagnir af svaðilförum, hetjudáðum og slysum. Bæði eru þetta erlendar og innlendar frásagnir en þó í meirihluta erlendar.

Blaðið SOS

Blaðið SOS 2

 

Í blöðunum er m.a.  eftirfarandi upplýsingar um Útgefanda: NÝTT S.O.S., Vestmannaeyjum . Ritstjóri og ábyrgðarmaður er: Gunnar Sigurmundsson. - Verð hvers heftis kr10,00. - Afgreiðsla Brimhólabraut 24, Vestmannaeyjum. Í Reykjavík Óðinsgata 17 A,  Prentsmiðja  Eyrún hf. Vestmannaeyjum.

Ritið SOS var fyrst gefið úr 1957 ekki veit ég hvað margir árgangar voru gefnir út en sjálfur á ég flest blöðin sem gefin voru úr 1957 og 1958.

 

Gunnar Sigurmundsson

 

Gunnar Sigurmundsson ritstjóri SOS ( Gunnar Prentari eins og hann var oft kallaður) var fæddur 23.11.1908 Dáinn. 18.06.1991, hann var prentsmiðjustjóri í Vestmannaeyjum frá 1945 1977. Hann var mikill félagsmálamaður var meðal annars félagi í Leikfélagi Vestmannaeyja, Akóges, Karlakór Vestmannaeyja , Alþýðubandalaginu, Rótarýsvo eitthvað sé neft.  

Gunnar er eftirminnilegur maður, sérstaklega man ég vel eftir honum frá þeim tíma þegar  hann var að leika, oft stór hlutverk  með Leikfélagi Vestmannaeyja.

Kær kveðja SÞS


Þrídrangaviti við Vestmannaeyjar

Þrídrangar 2Þrídrangar 12 B

 

 

 Vítastæði í Þrídröngum er allt annað en auðvelt aðkomu en engu að síður var þar reistur  viti árið 1939 og var hann annar tveggja skerjavita sem byggðir voru þá um sumarið. Hinn vitinn heitir Miðfjarðarskersviti í Borgarfirði, hann er byggður á skeri sem er aðeins 7 metra hátt.

Þrídrangaviti er byggður á einum af þrídröngum sem er 40 metra hár. Þessar myndir eru teknar þegar menn frá Siglingastofnun Íslands eru að þjónusta vitann, en það þarf að gera reglulega og er notuð þyrla við það verk í dag.

Þrídrangar 3Þridrangar 3

 

Þridrangar 6Þridrangar 5


Ljósmyndanámskeið Breiðabliki

Ljósmyndanámskeiði á BreiðablikiÞessir drengir voru líklega á Ljósmyndanámskeiði að Breiðabliki  á árunum 1960 til 1962 man það ekki nákvæmlega. Kennari var Guðmundur Lárusson rafvirki hjá Haraldi Eirikssyni.

Talið frá vinstri fremri röð: Eiríkur Sigurgeirsson, Þorvarður Þórðarson, Sævaldur Elíasson. Aftari Röð tfv; Arnór Páll Valdimarsson, Sigmar Þór Sveinbjörnsson og Guðmundur Stefánsson.

 

Kær kveðja SÞS


Löndun við Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum

Löndun við Básaskersbryggju

 Þetta var algeng sjón í þá gömlu góðu daga. Notaður var svokallaður stingur eða bara handaflið til að henda fiskinum fyrst upp úr lestinni á bátnum  þaðan upp á bryggju og að síðustu upp á bíl.

Þarna virðist bóman eingöngu vera notuð til að geta sett upp segl sem á myndinni sést rifað saman fyrir ofan bómuna. Líklega er þessi bátur á línu þar sem línustampar úr tré eru þarna á bryggjunni aftan vil bátinn.

Ekki veit ég hvaða bátur þetta er en hann hefur fengið góðan afla af stórum og fallegum fiski.

Kær kveðja SÞS


Magnús Orri 4. ára

orri situr í kött

Þessi ungi maður Magnús Orri Óskarsson hélt upp á fjagra ára afmælið sitt í dag en hann verður fjagra ára 17 ágúst.

Hann er mikill áhugamaður um bíla og vinnuvélar.Á myndinni er hann við stjórntæki á lítilli gröfu sem við skoðum reglulega þegar við förum í bíltúr saman.

kær kveðja SÞS


Limra eftir Jóhannes S. Hannesson

Það er eitt sem ég aldrei get skilið:

ef ég ætla að ganga upp þilið

losna iljarnar frá

og fæturnir ná

ekki að fylla að gagni upp í bilið

 

 Jóhann S. Hannesson

 


Eyjarnar suður af Heimaey

Suðureyjarnar Egill

 

 Sólsetur er fallegt í Vestmannaeyjum.

myndirnar tók Egil Egilsson

 

 

 

 

 

 

  

 

 

 

 

Heimaey.

 

 

Meðan báran á berginu gnauðar

um börnin þín stendur þú vörð

þú ert umvafin ólgandi hafi

og angan frá gróandi jörð.

Á sólbjörtum sumarsins degi

sælt er að koma á þinn fund.

Þá fagna mér útsker og annes

Eyjarnar, drangar og sund.

Þú er fögur í floskirtli grænum

fóstra hins bjargsækna manns.

Ert demantur drottins í sænum

Og djásnið í möttlinum hans.

 

Eftir Hafsteinn Stefánsson

 

Ráðhús Egill

 

 Ráðhús og Safnahúsið í Eyjum

 

 

 

 

 

 

 


Kruzenshtern í Reykjavíkurhöfn

http://en.wikipedia.IMG_3477/wiki/Kruzenshtern_(ship)

Myndarlegt seglskip í Reykjavíkurhöfn.

Í gær fór ég minn vanalega bryggjurúnt um hafnir á Reykjavíkursvæðinu, í þetta skiptið gat ég farið um borð í þetta myndarlega seglskip sem lá við Ægisgarð. Því miður mátti ekki fara niður eða inn í skipið aðeins skoða það sem er ofandekks. Það gerði ég og tók við það tækifæri meðfylgjandi myndir.

Allt þarna um borð er mjög stórt og sterklegt, eins og möstur og allt þeim tilheyrandi.

 

Ég hafði nú svolítin áhuga á öryggisbúnaði skipsins, þess vegna eru margar myndir tengdar þeim búnaði, en myndirnar tala sínu máli.

IMG_3484IMG_3489

 

IMG_3490IMG_3491

IMG_3488IMG_3493

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_3496IMG_3499

IMG_3502IMG_3504


Drengir á leið í sund

Drengir í Sundkennslu

Myndin er af hóp drengja sem er að bíða eftir að fara í sund í gömlu sundlaugina á Miðhúsatúni á því herrans ári 1949. Sú sundlaug var með hreinum sjó og náttúruleg. óyfirbyggð

Þarna fremst má sjá nokkur þekkt andlit eins og Richard Sighvatsson í Ási, Bjarna Jónasar, Sævar Jóhannesson, Gústa Hregg, Gísla Sigmarsson og fl.

Ekki veit ég hver hefur tekið myndina en það gæti verið Friðrik Jesson, myndin er í gömlu Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja.

Kær kveðja SÞS


Fallegar myndir frá Vestmannaeyjahöfn

Höfnin í Sólroða Egill

 

 Vestmanneyjahöfn .

þetta eru myndir frá höfninni, svolítið óvenjuleg stemming sem þessar myndir lýsa. Spegilsléttur sjórinn og skipin og Heimaklettur speglast í haffletinum og allt á rólegu nótunum.

Myndirnar tók Egill Egilsson og gaf hann mér leyfi til að setja þær hér á bloggið mitt.

 

 

  

Heimaklettur og Klif Egill

 

 Heimaklettur og höfnin upplýst.

 

 

 

 

 

 

 

Klettur,bátar,höfn Egill

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Léttir í Sólroða Egill

 

 

Mb. Léttir hafsögubátur sem þjónað hefur Vestmannaeyjahöfn vel í tugi ára.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband