Vélbáturinn Helgi VE 333

Helgi VE 333 Fórst á Faxaskeri

 

Þetta er vélbáturinn Helgi VE 333.

Hélgi VE fórst 7. janúar 1950 er hann rak vélarvana upp í Faxasker  í aftakaveðri, Hann var að koma frá Reykjavík, allir sem um borð voru fórust.

 

Hér kemur fróðleikur frá vini mínum Tryggva Sigurðssini 

Helgi VE333 var sá bátur sem átti hvað  flestar ferðir milli Islands og Englands á stríðsárunum síðari og þegar upp var staðið hafði hann siglt yfir 200 ferðir án óhappa það er því kaldhæðni örlagana að hann skyldi farast rétt við bæjardyrnar inn til Vestmannaeyja.

Þegar hann hljóp af stokkunum nýr hér í eyjum árið 1939 þá var hann stærðsta skip sem smíðað hafði verið á Islandi og mældist hann 120 tonn.

Hér kemur fróðleikur frá Sigþór Ingvarssyni:

Heill og sæll ,eg hef hug á að segja frá aðdraganda fyrstu ferðar móðir minnar til Eyja. Hún var að flytjast búferlum Til Vestmannaeyja í janúar 1950 , búslóð hennar var komin um borð í Helga VE 333 í Reykjavík , Áætluð brottför að kvöldi 6 jan. Síðdegis þann dag hefur afi ( Sigurjón Ingvarsson skógum) samband við pabba til Reykjavíkur og telur óráðlegt  fyrir foreldra mína að taka sér far með Helga vegna veðurútlits, móðir mín ófrísk og óvön sjóferðum, taldi hann ráðlegt að bíða skipaferðar nokkrum dögum seinna sem gert var . Menn vita hvernig fór um sjóferð þá, móðir mín stóð eftir allslaus sem er reyndar smámál miðað við mannskaðann. Kveðja Sigþór.Takk fyrir þetta Sigþór

 

Mér finst það skilt að nefna mennina sem töpuðu lífinu þarna í Helgaslysinu.

Hallgrímur Júlíusson skipstjóri 43 ára

Gísli Jónasson stýrimaður Siglufirði 32 ára

Jón Valdimarsson 1 vélstjóri 34 ára

Gústaf Adólf Runólfsson 2 vélstjóri 27 ára

Hálfdán Brynjólfsson matsveinn 23 ára

Sigurður Ágúst Gíslason 26 ára

Óskar Magnússon 22 ára

farþegar voru

Arnþór Jóhannson Skipstjóri Siglufirði 43 ára

Séra Halldór Einar Johnson 64 ára

Þórður Bernharðsson frá Ólafsfirði 16 ára

Gísli og Óskar komust lifandi upp í Faxasker en króknuðu á skerinu það var svo brálað veðrið að menn komust ekki að til björgunar og sömu nótt brann Hraðfrystistöðin til kaldra kola . þetta var mikil blóðtaka fyrir lítið samfélag eins og Vestmannaeyjar eru.

Tryggvi Sigurðsson


Nýjar myndir frá Bakkafjöruhöfn

Frá Adda Palla sept 2009 1Frá Adda Palla sept 2009 2

 Vel gengur að styrkja varnargarðana við Bakkafjöru og skilst mér að framkvæmdir sé á áætlun. þarna má sjá að farið er að raða grjótinu í utanverðum garðinum, hann á svo eftir að hækka töluvert.

Frá Adda Palla sept 2009 3Frá Adda Palla sept 2009 4

Á myndinni sést það sem er verið að  Frá Adda Palla sept 2009 5græða upp, og á seinni mynd sést endi garðsins og hreyfill flugvélar Flugféags Vestmannaeyja.

Frá Adda Palla sept 2009 6

Frá Adda Palla sept 2009 7

 

Myndirnar sendi mér vinur minn Arnór Páll Valdimarsson hjá Flugfélagi Vestmannaeyja.


Vestmannaeyjahöfn kringum 1950

Friðarhöfn Togari og fragtskip

En myndir eru frá vini mínum Tryggva Sigurðs. 

Austurhluti af Friðarhafnarbryggju sem var að mestu trébryggja á þessum tíma.

Heiðar Kristinsson sendir mér athugasemd hér við þessa færslu þar segir hann eftirfarandi:           Á myndunum hér að ofan giska ég á að flutningaskipið sé Lagarfoss sem var seldur í niðurrif 1949 og er ekki togarinn annar af Vestmannaeyjatogurunum.   

Og Tryggvi Sigurðsson segir að togarinn sé Bjarnarey VE 11

           

  Séð yfir höfnina Tryggvi

 

Fjöldi báta í höfn í Eyjum líklega landlega. Þarna má telja milli 50 og 60 báta. Skemmtileg mynd.


Brimið gengur yfir hafnargarð/ Leó og Muggur

Brim yfir Hafnargarðinn

 

 Myndin er af norður hafnargarðinum í Eyjum áður en hann var styttur. Þó virðist gott veður að sjá þá gengur brimið yfir allan hafnargarðinn, sem bendir til að mikil alda sé fyrir utan. Einnig virðist vera háflóð þegar myndin er tekin.

 

 

 

 

 Leó VE 400  og muggur VE 322

 

Leó VE 400 á miðri höfn ásamt mb. Mugg VE 322.

Hér áður fyr voru bátar oft settir á ból til að mála þá, líklega er verið að mála þessa báta.

 

 


Helgi Helgason VE 343

Helgi Helgason 1

Nöfnin á mönnunum á myndini um borð í Helga Helgasyni: Frá vinstri talið: 1 Þórarinn Sigurðsson skipasmiður (oft kallaður Doddi). 2 Magnús Jónsson vélstjóri. 3 Sverrir frá Siglufirði var lengi með Arnþóri skipstjóra . 4 Hannes Tómasson frá Höfn. 5 Arnþór Jóhannsson. 6 Gunnar Eiríksson  Dvergasteini. 7 Ingólfur Matthíasson. 8 Guðjón pabbi Sævars Guðjónssonar kokks . Það var landað úr Helga mest 364 tonnum af síld og bara af dekkinu voru 1500 tunnur og hann mældist 189 tonn svo hann bar vel .  Kv Tryggvi

  Helgi Helgason í smíðum

Helgi Ben stórútgerðarmaður lét smíða þetta skip og á myndinni er hann í smíðum eins og sagt er. 

Helgi Hegason VE 343 var teiknaður af Brynjólfi Einarsyni skipasmið m.m.  og sá hann sjálfur um smíði hans á árunum 1943 til 1947. Hann var 189 tonn eins og Tryggvi segir hér að ofan, ekki hefur verið smíðaður stærri tébátur á íslandi hvorki fyrr en síðar.

Hann endaði í þurrafúa og var sagaður sundur á Akureyri 1965 eða 1966 og brendur.

Kær kveðja SÞS

 


Bjarmi verslun Helga Ben

Bjarmi verslun HB

 

Þetta er Bjarmi Verslun Helga Ben við Miðstræti í Vestmannaeyjum. Gaman væri að vita hvað þarna er um að vera þar sem mikill fjöldi manna er þarna fyrir utan verslunina.

 Kannski veit einhver sem les þetta blogg hvað þarna stendur til, alla vega virðist fólkið vera að bíða þarna eftir einhverju.


Gamlar götumyndir úr Eyjum

Bárugata og snjór

 

Bárugatan að vetri til húsið til vinstri er kaupfélag vestmannaeyja og Drífandi fjær. Ég man ekki nöfnin á húsunum hægra meginn.

 

 

 

 

 

 Vestmannabraut séð vestur 2

Vestmannabraut séð í vestur, sennilega gott færi að hanga aftaní bílum á þessum tíma.

Á báðum þessum myndum er rafmagn flutt í loftlínum.

Myndirnar sendi mér Tryggvi Sigurðsson


Stakkasund á Sjómannadegi 1940

Stakkasund 1940

 

Myndin er tekin á Sjómannadegi árið 1940 þar sem fer fram stakkasund í Vestmannaeyjahöfn. Fjórir menn virðast taka þarna þátt í sundinu.

Þarna eru bátar bundnir við ból úti á miðri höfn þar sem ekki var bryggjupupláss fyrir þá.

Ég er ekki klár á hvaða bryggja þetta er en gæti þetta verið Edinborgarbryggja ? Eða hét hún ekki það bryggjan sem var bak við Hraðfrystistöðina.

 


Ágústnótt, Lag Oddgeir Kristjánsson. Ljóð Árni úr Eyjum

Ágústnótt ForsíðaÁgústnótt bakhlið

 

Ágústnótt 1Ágústnótt 3

Þessi einblöðungur með laginu Ágústnótt  lag og texta ásamt nótum, hefur liklega verið gefinn út fyrir þjóðhátíð 1952 og þá hefur verið Þórsþjóðhátíð, Teikning er merkt JAG sem ég veit ekki hver er.

 


Minning um mann. Ólafur Vigfússon skipstjóri Gíslholti

Ólafur Vigfússon 3

 

 

 

 

 

 

 

 Ólafur Vigfússon skipstjóri Gíslholti

F. 21. 08. 1891.  D. 15. 05. 1974. 

Altaf verður mér í minni

er manninn sá í fyrsta sinni

að kvöldi dags ég kom til hans.

Hélt ég þá, í heimsku minni,

 að heldur lítil afrek ynni

karlinn sá í kröppum dans.

 

En oft á hafsins úfnu bárum

við Eyjar, fyrir mörgum árum,

sýndi hann hreina sjómanns list.

Er við börðumst beint á móti

brotsjóum og ölduróti

og höfðum brattar bárur rist.

 

Óli Fúsa alltaf glaður

afbragðskarl og sómamaður

aldrei skipti skapi á sjó.

Fiskaði meir en flestir aðrir

sem fóru lengra, veðurbarðir,

hann var einstök aflakló.

 

Gamli Skúli góður bátur

gat ég oftast verið kátur

Tuxham mótor traustur var.

Alltaf gekk hann eins og klukka,

ekki var það slembilukka,

aldrei varð neitt óhapp þar.

 

Ef illfært var og afli tregur

Óli var jafnskemmtilegur,

ávalt trúði á æðri mátt.

Okkur varð svo allt að láni

þó ýfðist sjór og bylgjur gráni

sigldum við í sólarátt.

 

Hjá sömu útgerð sigldi lengi

sagt er að hann verðlaun fengi,

aflamaður alltaf var.

Hniginn er að hinsta beði

á himnum býr með sæmd og gleði,

Friðarhöfn svo fékk hann þar.

 

Eftir Benedikt Sæmundsson

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband