Einjar J. Gíslason pretikari og skipaskoðunarmaður

Einar j Gíslason, fangalinur

Einar J Gíslason var ekki bara góður og frægur pretikari hann var líka mikill áhugamaður um öryggismál sjómanna. Verðugt er að halda minningu þessara manna á lofti sem unnu hér áður fyr gott starf að öryggismálum sjómanna.

Einar í Betel eins og hann var ávalt kallaður í Vestmanneyjum var einnig sjómaður og útgerðarmaður, hann var lengi skipaskoðunarmaður þar og skoðaði einnig ásamt bróðir sinum Óskari Gíslasyni  gúmmíbjörgunarbáta sem voru á Eyjaflotanum, þeir bræður gerðu einnig út fiskiskipið Gæfu VE. Einar skrifaði á sínum tíma blaðagreinar um öryggismál, meðferð gúmmíbáta og fl. tengt öryggimálum sjómanna.

 Vestmannaeyingar hafa lengi verið í forustu hvað varðar öryggismál sjómanna og þeir hafa þurft að hafa mikið fyrir því að koma sínum sjónarmiðum og öryggisbúnaði á framfæri, má þar nefna Gúmmíbjörgunarbátana. En það voru líka mörg smærri mál og eitt af því sem þurfti að berjast fyrir var á sínum tíma styrking fangalínu Gúmmíbjörgunarbáta.

Á þessari mynd er Einar með í sitt hvorri hendi fangalínur af gúmmíbát, en hann var einn af þeim fyrstu sem vildi styrkja þessar línur vegna þess að gúmmíbjörgunarbátar vildu slitna frá bátum á neyðarstundu. Hann lét ekki sitja við orðin tóm heldur skipti þessum línum út þrátt fyrir mótmæli frá æðri stöðum. Samkvæmt reglum átti á þessum tíma línan að hafa styrkleika upp á 180 kg en var seinna eftir miklar umræður styrkt í 360 kg eða tvöfallt meiri styrkur. Í dag er styrkur þessarar línu 1000 kg. þannig að þarna var rétt að málum staðið eins og svo oft áður.

Myndin er úr gömlu Sjómannadagsblaði mig grunar að Sigurgeir Jónasson hafi tekið myndina. Myndin hér að neðan er af þeim brærum Einari og Óskari með einn gúmmíbát í skoðun.

bræður einar og óskar


DC 3 á flugvellinum í Vestmannaeyjum

Flugvöllur og DC 3

 

 þarfasti þjónninn

 

  Þetta er gömul mynd af DC 3 flugvél á Vestmannaeyjaflugvelli  þessiar vélar  héldu uppi samgöngum milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur í áratugi, einnig flaugu þær á Skógasand og Hellu ef ég man rétt. Alla vega man ég eftir einni ferð með henni á Skógasand þá peyji í ferðalagi með Týrurum. Ég man einnig eftir að hafa flogið nokkrum sinnum til Reykjavíkur með DC 3   Þetta voru og eru traustar og glæsilegar flugvélar. Meira að segja hljóðið í mótorunum er traustvekjandiSmile

Ég læt hér fylgja með fræga auglýsingu um þarfasta þjóninn sem má finna í flestum gömlum  Vestmannaeyjablöðum, þessa auglýsingu skannaði ég úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja frá 1964. Og hér áður fyr var auglýsing í Herjólfsdal yfir Þjóðhátíð sem á stóð ég held ég muni þetta rétt: Fljúgið með Föxunum flugið er ferðamáti nútímans.

 


Vinnufélgi Einar Jóhann

IMG_0816

 

Góður vinnufélagi minn á Siglingastofnun, Einar Jóhannes Einarsson skipaskoðunarmaður með meiru við tölvuna sína.


Gamall og lúinn bátur frá Bakkafirði

100_3095

 

Árni Friðriksson NS 300 frá Bakkafirði.

Gamall og lúinn en gerði sitt gagn og hefur sennilega gegnum árin borið að landi björg í bú og þar með skapað atvinnu á þeim stað þar sem hann var gerður út hverju sinni.


Góðir að grilla bræðurnir

Bólstaður

 Um síðustu helgi var okkur hjónum boðið til grillveislu í Fljótshliðinni nánar titekið í Bólstað hjá Sigurði Óskars og Sigurbjörgu Óskarsd. Við grillið stóð sjálfur Sigurður og er ekki að orlengja það að  maturinn var frammútskarandi góður og vel tilreiddur með tilheyrandi góðu spjalli á eftir. Ég náttúruleg mátti til að smella mynd af grillaranum meðann við biðum eftir matnum.

IMG_5844

 Hér fyrir netan er mynd af Fririk Inga mági mínum við grillið en myndina tók ég fyrir margt löngu en þá var hann nokkrum kílóum léttari en við erum í dag.

 Friðrik Óskarsson grillar


Frábær í alla staði

 Þau hafa verið kölluð Nóbelsverðlaun tónlistarinnar, Polar-verðlaunin sænsku, og er það ekki að ósekju. Þessi verðlaun hafa nú verið veitt síðan 1992, en þá hlotnaðist Paul McCartney og Eystrasaltslöndunum Eistlandi, Lettlandi og Litháen heiðurinn.

Björg Guðmundsdóttir er frábær hvernig sem á hana er litið, nú er hún enn einu sinni að slá í gegn með því að fá þessi mikilsmetnu verðlaun. Og enn einu sinni minnir hún umheiminn á Island á jákvæðan hátt, við meigum vera stollt af þessari nú heimsfrægu listakonu.

Til hamingu með þessi verðlaun Björk Guðmundsdóttir


mbl.is Mér líður eins og ég sé rétt að byrja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir eftirminnilegir skipsatjórar úr Eyjum

Guðjón Kristinsson skipstjóri frá MiðhúsumHjalli á Enda

Guðjón Kristinsson Skipstjóri frá Miðhúsum var stundum kallaður Gaui á Hvoli.

Hjálmar Jónsson skipstjóri  á Erlingi VE oft kengur við húsið Enda þá kallaður Hjalli á enda.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband