17.9.2010 | 22:07
Guðmundur Þórarinsson (Týssi)
Myndin er úr Þjóhátíðarblaði frá 1997.
Þetta er skemmtileg mynd af Guðmundi Þórarinssyni að hanka netsteina sem notaðir voru á þorskanet í þá gömlu góðu daga.
Fyrir aftan hann eru glerkúlur sem einnig voru notaðar sem flot á þorskanet, en í stað þeirra komu seinna flothringir. Í dag eru netin feld á blíteina og flotteina, þannig að netasteinar kúlur og flothringir eru nú eingöngu á söfnum.
Því miður veit ég ekki hver tók myndina.
Viðbótarupplýsingar frá Óskari Þórarinssyni:
Týssi er þarna að hefja sína fyrstu vertíð á Atla Ve. Síðan var hann með höfðingjanum Svenna á Krissunni 38 tonna bát sem hann gerði út ásamt Guðna í Steini, Rúti Snorra og Gústa bróður sínum. Á þeirri vertíð skiluðu þeir í land rúmum 900 hundruð lestum. Ég man þreytta en ánægða drengi um lokin. Simmi, það var minnsta málið að greiða úr- á hverju neti voru 12 til 14 steinar og 24 kúlur með 10 ?, hnútum sem allir flæktust í netunum. Og síðan var allt draslið dregið afturá hekk. Enda þótti gott að draga eina trossu á 50 mínútum. Tveggja nátta var martröð. Þessvegna voru menn með 7 trossur, aldrei fleirri.
Bloggar | Breytt 18.9.2010 kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.9.2010 | 22:49
Bátur í davíðum
Við enda Bæjarbryggju í Vestmannaeyjahöfn er björgunarbátur í davíðum, báturinn eða svipaður bátur var þarna í gamla daga og var þá hluti af þeim björgunarbúnaði sem þá þótti nauðsynlegur við höfnina, báturinn var með gafl að aftan og var búinn fjórum árum og fljótlegt að sjósetja hann. Ég sá þegar forveri þessa báts var notaður við björgun á manni úr Vestmannaeyjahöfn í kringum 1960. Ekki veit ég hvenær honum var fyrst fyrir komið þarna við Bæjarbrygguna.
Nú virðist sem þessum bát sé eingöngu komið þarna fyrir til að fegra umhverfi Bæjarbryggju sem hann svo sannarlega gerir.
En til hvers er ég að skrifa um þennann björgunarbát ?, jú það er staðreynd að Vestmannaeyingar hafa verið í forusu hvað varðar öryggismál sjómanna, ekki bara hvað varðar öryggisbúnað um borð í fiskiskipum heldur einnig hvað varðar öryggi hafna. Þarna er staðsettur björgunarbátur sem gæti þurft að nota, en þó báturinn sé eingöngu ætlaður sem sýnigar eða skrautgripur er alveg með ólíkindum að menn skuli hafa borað tvö göt á byrðing hans til að troða böndum í gegnnum byrðinginn, gera hnút á böndin fyrir innann og nota þau til að halda bátnum að davíðunum. Ég segi nú eins og maðurinn forðum: Svona gera menn ekki (við báta). Allra síst í bæjarfélagi eins og Vestmannaeyjum, þetta hlítur að hafa verið gert í einhverju hugsunarleysi. Ef ég man rétt þá voru bönd eða vírar klæddir slöngu settir utan um bátinn og þannig var honum haldið að davíðunum. Vonandi verður þetta lagfært og sponnsað í þessi göt á byrðing þessa fallega björgunarbáts.
Sigmar Þór
Á þessari mynd sést nýsmíðaður Haraldur og björgunarbáturinn sem var í davíðum á Friðarhafnarbryggju fyrir margt löngu.
Fyrir nokkru síðan þá bloggaði ég þessa færslu hér fyrir ofan um þennann björgunarbát við Bæjarbryggju sem mér finnst virkilega flottur og mikil prýði af honum. Í þessari blogg færslu fannst mér alveg ótækt að bora gat á byrðingin til að koma böndum fyrir sem halda bátnum að davíðunum.
Nú í rokinu gerðist það að böndin drógu sig út úr byrðingnum og stórskemdu borðið sem hafði verið gegnumborað. Vonandi verður gert við þetta sem fyrst og gengið betur frá þessu þegar báturinn verður settur aftur upp. Myndirnar tala sínu máli en þær sendi mér góður vinur minn sem mundi eftir þessu gamla bloggi mínu, þakka ég honum kærlega fyrir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.9.2010 | 21:38
Frábær þáttur hjá Ríkissjónvarpinu Um Ómar Ragnarsson
Það var virkilega gaman að horfa og hlusta á þáttinn um Ómar Ragnarsson í tiefni af 70 ára afmæli hans sem verður eftir nokkra daga. Þetta er þvílíkur snillingur að hálfa væri nóg. Það sem Ómar hefur afrekað á sinni ævi er með ólíkindum og kom brotabrot af því fram í kvöld. Þetta var góður þáttur með góðum stjórnanda.
Sjálfur man ég vel eftir því þegar ég var í Sjómannadagsráði Vestmannaeyjm í þá gömlu góðu daga og Ómar var að skemmta fyrir okkur á Sjómannadaginn, að hann klikkaði aldrei svo ég muni. Oft var eingöngu haft samband við Ómar Ragnarsson og reddaði öllum þeim skemmtikröftum sem við þurftum frá Reykjavík á Sjómannadagsskemmtunina. Hann var ótrúlega duglegur að hjálpa okkur og man ég eftir nokkrum skemmtilegum atvikum sem gerðust þá baksviðs í Höllinni ég segi kannski síðar frá því hér á síðunni minni.
Ómar Ragnarsson til hamingju með 70 ára afmælið og þakka þér og þinni góðu konu fyrir að vera til og afreka þetta allt sem þú hefur gert á þinni ævi.
Kær kveðja
Bloggar | Breytt 13.9.2010 kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.9.2010 | 15:23
Í brúnni á gamla Herjólfi
Tfv. Undiritaður, og í miðið Gunnar Valgeirsson og sá með pípuna er Jónatan Aðalsteinsson sem var lengi háseti á Herjólfi. Á seinni myndinni er undirritaður ásamt Gerog Stanley sem einnig var háseti á Herjolfi, þetta var góður tími og skemmtilegir menn að vera með til sjós.
Ef einhver veit hvað þessi maður í miðið heitir væri gott að fá það í athugasemdir.
Bloggar | Breytt 18.9.2010 kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.9.2010 | 20:25
Þeir vinna við viðhald á vitum landsins
Þeir vinna við viðhald á vitum landsins.
Á þessum myndum er smápúst hjá strákunum, en eins og sést á myndunum þá eru þægindin ekki alveg upp á það besta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.9.2010 | 22:58
Kvennaárið var ákveðið 1975
Enn saknar maður skopmynda Sigmunds, þannig að maður verður bara skoða þær gömlu. Þessi er frá árinu 1975
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.9.2010 | 16:25
Þeir voru reyndustu bjargmenn Vestmannaeyja á sínum tíma
Elli í Ólafshúsum, Jónas í Skuld, Bogi í Sandpríði og Eyjólfur á Bessastoðum.
Allt þekkrtir menn á sínum tíma.
Myndin er tekin úr Þjóðhátíðarblaði 1981
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.9.2010 | 14:51
Sighvatur Bjarnason VE
Bloggar | Breytt 12.9.2010 kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2010 | 21:47
Góðir gestir frá Bandaríkjunum
Fyrir um 15 árum síðan fór Óskar Friðrik Sigmarsson til Bandaríkjana sem skiptinemi, hann var mjög heppinn með fjölskyldu en það eru því miður ekki allir svo heppnir sem fara út sem skiptinemar.
Á myndinni eru þau Jack og Aníta Morris ásamt Óskari Friðrik og Sigmari Benóný litla
Það hafði lengi staðið til að þessi ágætu hjón sem tóku svo vel á móti honum fyrir 15 árum kæmu til Íslans og heimsótti hann og hans fjölskyldu. Þetta varð nú að veruleika og ætla þau hjón að vera hér á landi í eina viku og ferðast um landið. því miður hefur veðrið ekki verið upp á það besta en samt hafa þau farið á Þingvöll og skoðað Gullfoss og skoðað söfn í Reykjavík.
Hjónin komu í kvöld í heimsókn til okkar Kollu og voru þá þessar myndir teknar.
Hér eru þær Júlía og Anita og á myndinni fyrir neðan er Magnús Orri Óskar Friðrik og Jack
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2010 | 15:55
Ekki lítil sprengja þetta
Búið er að gera tundurdufl óvirkt sem togbáturinn Skinney fékk í botnvörpuna við veiðar suður af Snæfellsjökli í morgun. Að sögn Landhelgisgæslunnar voru um 250 kíló af sprengiefni inni í duflinu, sem er frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.
Það er eins gott að við eigum færa menn hjá LHG sem kunna til verka, og geta gert þessar sprengjur óvirkar. Það er nefnilega ótrulega oft sem þessar sprengjur eru að koma upp í veiðarfærum skipa, þó þær séu margra tuga ára. Það er lika eins gott að sjómennirnir okkar viti hverig á að bregðast við þegar svona lagað kemur í veiðarfæri. Það hefur komið fyrir að þessar sprengur hafa sprungið við skip þó nokkuð langt sé síðan.
![]() |
Um 250 kg sprengja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)