31.8.2010 | 21:46
Bátur án nafns
Þessi mynd er svolítið sérstök fyrir það að báturinn er algjörlega ómerktur.
Ekkert nafn eða umdæmisnúmer og ekki skipaskrárnúmer, en kannski var það ekki komið á báta þegar þessi mynd var tekin.
Myndin er tekin í Vestmannaeyjahöfn og ég held að þetta sé Huginn VE ef svo er ekki þá vinsamlegast leiðréttið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2010 | 23:09
Hún á afmæli í dag Guðlaug Sigurðardóttir
Hún á afmæli í dag hún Guðlaug Sigurðardóttir og er 34 ára, Við hér á Heiðarhjallanum óskum henni til hamingju með daginn þó hann sé senn á enda.
Myndina af þeim hjónum Óskari Sigurðsyni gluggasmið og Laugu tók ég einhverntíma á góðri stund.
Myndin er af tveimur af börnum Óskars og Laugu en þau heita Sigurbjörg og Sigurður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2010 | 21:57
Sólsetur við Kópavogshöfn
Það getur verið fallegt að fylgjast með þegar sólin sest við sjóndeildarhringinn.
Myndirnar tók vinur minn Ómar Kristmannsson við Kópavogshöfn nú í ágúst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2010 | 16:53
Myndir af sjónum teknar 1965 um borð í Leó VE 400
Þessar myndir eru allar teknar um borð í Leó VE 400 og hafa áður komið hér á blogginu mínu þá mjög litlar. Þarna er 'Oskar Matthíasson þá skipstjori á Leó, Hann er þarna með matarfat með hangikjöti skreytt eins og víkinaskipið sem aflakóngar fengu á sínum tíma fyrir að vera aflahæðstir á vetrarvertíð, þetta listaverk gerði Siggi kokkur. Á næstu mynd er verið að steina niður aftur á hekki á Leó t.f.v Jón í Vorssabæ, Guðjón síðar lögga á Selfossi og Andres Þórarinsson.
3. mynd Elvar Andresson frá Vatnsdal og með stórlúðuna er Óskar Matt og við hlið hans tendur Guðjón.
Því miður man ég ekki nafnið á þessum strák sem er að draga af spilinu hér fyrir neðan en á næstu mynd er Ísleifur II. á þorsknót vestan við Eyjar
Hér fyrir neðan er frændi minn Sveinn Ingi Pétursson en hann var á Leó í það minsta 2 vertíðir ef ég man rétt. Að síðustu er mynd þar sem ágætt fiskirí er í trollið t.fv: Undirritaður, Sigurður Ögmundsson og Elvar andresson, er ekki alveg klár á nöfnum þeirra tveggja sem eru að bæta trollið og standa þarna aftast á dekkinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2010 | 00:04
Iceland Express 9 tíma seinkun
Talsvert mikil seinkun varð á flugi flugfélagsins Astraeus, sem rekur m.a. flugvélar Iceland Express, til og frá Bretlandi í júnímánuði, samkvæmt nýrri skýrslu frá flugmálastjórn þar í landi. Að meðaltali varð 110 mínútna seinkun á kom véla félagsins til Gatwick-flugvallar frá Keflavík en tæprar klukkustundar töf að jafnaði á brottför þaðan til Keflavíkur.
Það er nú ekki bara seinkun í ferðum þessa félags frá Bretlandi. Ég get ekki stillt mig um að tjá mig um mína reynslu í sumar af þessu flugfélagi. Ég átti flug frá Billund í Danmörku föstudaginn 30. júli s.l. og áttum við að fara í loftið 1330, strax og við komum á flugvöllinn stóð á brottfaraskjá að vélin færi 1330 eða á réttum tíma. Þegar við vorum búin að skrá okkur inn og komin inn í flugstöð leið stuttur tími þar til seinkun var tilkynnt til 1540. Og síðan var aftur seinkun til 1630 þá var búið að taka vélina sem við áttum að fara með frá rampinum og færa hana á biðstæði sem auðsjáanlega var notað fyrir bilaðar vélar, enda var okkur tilkynnt að vélin væri biluð og það kæmi ný vél frá London eftir 4 til 5 tíma. Þetta stóðst þannig að siðasata seinkun var til 22,00 og var farið í loftið kl. 2230 eða 9 tímum eftir aulýstan brottfarartíma. Farþegar fengu um miðjan dag 75 kr danskar fyrir kaffi ,máttu nota þennan pening að eigin vali í Flugsöðinni. Og kl 1900 var öllum farþegum boðið að borða einnig á kosnað flugfélagsina þannig að maður var ekki matarlaus eða svangur þennann biðtíma. Það var reynt að upplýsa farþega um gang mála þó það hefði mátt vera betra. Þarna beið fólk með mörg börn og það er merkilegt hvað fólkið var yfirleitt rólegt og tók þessu með jafnaðargeði. En vélin sem kom frá London var nýleg vél sem var mjög gott að ferðast með til Íslands og á ég þar við bæði flugvél og gott starfsfólk.
Ég held að ástæðan fyrir því að oft er seinkun hjá Iceland Express sé að félagið er með gamlar flugvélar innanum og þær eru oft að bila og þar með að valda seinkunum. Það var langt frá því gott að ferðast með þeirri eldgömlu vél sem flutti okkur frá Íslandi til Billund 16. júli s.l.
Við höfum nokkrum sinnum flogið með þessu félagi og oftast hefur það gengið vel, en flugfélagið virðist vera á niðurleið hvað þjónustu og að standast tímaáætlanir. Það er slæmt mál því nauðsynlegt er að hafa samkeppni í þessu farþegaflugi.
Mikil seinkun á flugi um London í júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2010 | 23:22
Fjórar myndarlegar stelpur
Þær eru fínar þær vinkonur Hrafnhildur, Harpa, Katrín og Ásdís á svölunum að Heiðarhjalla.
Myndina af stelpunum tók ég fyrir þremur árum í útskriftarveislu þegar Harpa útskifaðist sem táknsmálsfræðinur úr HÍ
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.8.2010 | 16:38
Nýjar myndir frá nýsmíði Þórunnar Sveinsdóttur VE í Skagen
Þesar myndir sendi Sigurjón frændi mér af skipinu Þórunni Sveinsdóttir sem er í smiðum í Skagen, af þessum myndum að dæma er töluvert búið að gera frá því við heimsóttum Skagen og skoðuðum skipið fyrir einum mánuði. Þarna á fyrstu mynd er Viðar Sigurjónsson Skipstjóri að virða fyrir sér hluta af spilbúnaðinum sem er allur drifin með rafmagni.
Mikil vinna er fólgin í því að byggja svona nýtísku skip með miklum tækjum og vélbúnaði. Líklega er hægt að mæla rafleiðslur og kappla í tugum kílómetra. Á þessum myndum er verið að prófa að koma fyrir akkeriskeðjum sem liggja þarna á bryggjuni en þær eru líklega nokkur hundruð metrar báðar til samans. Þá er mikil vinna við að einangra svona skip bæði fyrir kulda, raka og hljóðeinangun.
Ég þakka Sigurjóni fyrir þessar myndir og leyfi til að birta þær hér á síðunni minni. Það er gaman að fá að fylgjast með smíði þessa nýja skips.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.8.2010 | 13:25
Hún Kolbrún Soffía á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag hún Kolbrún Soffía Þórsdóttir og er 3 ára. Myndirnar eru allar frá því í sumar nema eins árs afmælismyndin þar sem hún er með kórónuna. Hún er mikið fyrir eldamennsku eins og sést á þessari fyrstu mynd. Kolbrún Soffía býr nú í Danmörku.
Þetta er dugleg stelpa og þæg sérstaklega ef hún fær ís eins og sést hér á myndinni að ofan, þarna er hún með Þór pabba sínum.
Á þessari mynd er Harpa mamma hennar og Kolbrún amma hennar og nafna.
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ KOLBRÚN SOFFÍA MÍN
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.8.2010 | 11:31
Óhapp við höfnina fyrir margt löngu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2010 | 21:30
Ótrúlegt ef þetta er rétt
Markvisst og meðvitað er unnið að því hjá lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu að fegra stöðu mála í nýlegri ársskýrslu. Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna segir að borið hafi á því að skýrslum lögreglumanna sé breytt til að draga úr alvarleika mála sem þeir sinna.
Þetta er ótúleg frétt ef rétt er, ég bíð nú eftir viðbrögðum lögreglustjóra eða æðstu embættismanna við þessari frétt. Ef þetta er rétt, hvað er þá að marka aðrar opinberar skýrslur sem út koma um hin ýmsu mál á hverju ári ??? . Svo er talað um að það sé lítil eða engin spilling í okkar góða landi Íslandi.
Ég segi nú eins og maðurinn. ER þetta ekki lögreglumál ?????
Viðbót við færslu: Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir ekkert hæft í ásökununum, það séu lögreglumennirnir einir sem komi nálægt skráningunum. Þetta er algjörlega úr lausi lofti gripið, það er enginn að breyta neinum skráningum eftir á og engin fyrirmæli sem við höfum gefið um að slíkt sér gert."
Annar hvor segir ekki satt, þess vegna verður að komast til botns í þessu máli og það strax. Svona uppákoma er mjög slæm fyrir lögregluna og vatn á millu þeirra sem hafa verið hvað harðastir í að gagrýna lögregluna.
Á efri myndinni sem er gömul mynd af lögreglumönnum í Vestmannaeyjum eru t.f.v: Sveinn, Ragnar, Pétur, Stefán yfirlögregluþjónn, Sigurgeir, Jóhannes og Óskar. Á neðri myndinni eru sömu menn við lögreglubílin sem nefndur var Græna Maía
Segir skýrslum lögreglu breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.8.2010 kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)