30.8.2009 | 14:44
Helgi Helgason VE 343
Helgi Ben stórútgerðarmaður lét smíða þetta skip og á myndinni er hann í smíðum eins og sagt er.
Helgi Hegason VE 343 var teiknaður af Brynjólfi Einarsyni skipasmið m.m. og sá hann sjálfur um smíði hans á árunum 1943 til 1947. Hann var 189 tonn eins og Tryggvi segir hér að ofan, ekki hefur verið smíðaður stærri tébátur á íslandi hvorki fyrr en síðar.
Hann endaði í þurrafúa og var sagaður sundur á Akureyri 1965 eða 1966 og brendur.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.8.2009 | 22:35
Bjarmi verslun Helga Ben
Þetta er Bjarmi Verslun Helga Ben við Miðstræti í Vestmannaeyjum. Gaman væri að vita hvað þarna er um að vera þar sem mikill fjöldi manna er þarna fyrir utan verslunina.
Kannski veit einhver sem les þetta blogg hvað þarna stendur til, alla vega virðist fólkið vera að bíða þarna eftir einhverju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.8.2009 | 22:23
Gamlar götumyndir úr Eyjum
Bárugatan að vetri til húsið til vinstri er kaupfélag vestmannaeyja og Drífandi fjær. Ég man ekki nöfnin á húsunum hægra meginn.
Vestmannabraut séð í vestur, sennilega gott færi að hanga aftaní bílum á þessum tíma.
Á báðum þessum myndum er rafmagn flutt í loftlínum.
Myndirnar sendi mér Tryggvi Sigurðsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.8.2009 | 13:17
Stakkasund á Sjómannadegi 1940
Myndin er tekin á Sjómannadegi árið 1940 þar sem fer fram stakkasund í Vestmannaeyjahöfn. Fjórir menn virðast taka þarna þátt í sundinu.
Þarna eru bátar bundnir við ból úti á miðri höfn þar sem ekki var bryggjupupláss fyrir þá.
Ég er ekki klár á hvaða bryggja þetta er en gæti þetta verið Edinborgarbryggja ? Eða hét hún ekki það bryggjan sem var bak við Hraðfrystistöðina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2009 | 21:36
Ágústnótt, Lag Oddgeir Kristjánsson. Ljóð Árni úr Eyjum
Þessi einblöðungur með laginu Ágústnótt lag og texta ásamt nótum, hefur liklega verið gefinn út fyrir þjóðhátíð 1952 og þá hefur verið Þórsþjóðhátíð, Teikning er merkt JAG sem ég veit ekki hver er.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.8.2009 | 23:06
Minning um mann. Ólafur Vigfússon skipstjóri Gíslholti
Ólafur Vigfússon skipstjóri Gíslholti
F. 21. 08. 1891. D. 15. 05. 1974.
Altaf verður mér í minni
er manninn sá í fyrsta sinni
að kvöldi dags ég kom til hans.
Hélt ég þá, í heimsku minni,
að heldur lítil afrek ynni
karlinn sá í kröppum dans.
En oft á hafsins úfnu bárum
við Eyjar, fyrir mörgum árum,
sýndi hann hreina sjómanns list.
Er við börðumst beint á móti
brotsjóum og ölduróti
og höfðum brattar bárur rist.
Óli Fúsa alltaf glaður
afbragðskarl og sómamaður
aldrei skipti skapi á sjó.
Fiskaði meir en flestir aðrir
sem fóru lengra, veðurbarðir,
hann var einstök aflakló.
Gamli Skúli góður bátur
gat ég oftast verið kátur
Tuxham mótor traustur var.
Alltaf gekk hann eins og klukka,
ekki var það slembilukka,
aldrei varð neitt óhapp þar.
Ef illfært var og afli tregur
Óli var jafnskemmtilegur,
ávalt trúði á æðri mátt.
Okkur varð svo allt að láni
þó ýfðist sjór og bylgjur gráni
sigldum við í sólarátt.
Hjá sömu útgerð sigldi lengi
sagt er að hann verðlaun fengi,
aflamaður alltaf var.
Hniginn er að hinsta beði
á himnum býr með sæmd og gleði,
Friðarhöfn svo fékk hann þar.
Eftir Benedikt Sæmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2009 | 17:24
SOS sannar frásagnir af svaðilförum, hetjudáðum og slysum
Í Vestmannaeyjum hefur gegnum tíðina verið gefið mikið út af blöðum og tímaritum, fyrir þá sem hafa gaman af grúski langar mig að minna á eitt blað af mörgum sem gefið var út a.m.k. á árunum 1957 til 1958. Það hét og heitir NÝTT SOS og fjallar um sannar frásagnir af svaðilförum, hetjudáðum og slysum. Bæði eru þetta erlendar og innlendar frásagnir en þó í meirihluta erlendar.
Í blöðunum er m.a. eftirfarandi upplýsingar um Útgefanda: NÝTT S.O.S., Vestmannaeyjum . Ritstjóri og ábyrgðarmaður er: Gunnar Sigurmundsson. - Verð hvers heftis kr10,00. - Afgreiðsla Brimhólabraut 24, Vestmannaeyjum. Í Reykjavík Óðinsgata 17 A, Prentsmiðja Eyrún hf. Vestmannaeyjum.
Ritið SOS var fyrst gefið úr 1957 ekki veit ég hvað margir árgangar voru gefnir út en sjálfur á ég flest blöðin sem gefin voru úr 1957 og 1958.
Gunnar Sigurmundsson ritstjóri SOS ( Gunnar Prentari eins og hann var oft kallaður) var fæddur 23.11.1908 Dáinn. 18.06.1991, hann var prentsmiðjustjóri í Vestmannaeyjum frá 1945 1977. Hann var mikill félagsmálamaður var meðal annars félagi í Leikfélagi Vestmannaeyja, Akóges, Karlakór Vestmannaeyja , Alþýðubandalaginu, Rótarýsvo eitthvað sé neft.
Gunnar er eftirminnilegur maður, sérstaklega man ég vel eftir honum frá þeim tíma þegar hann var að leika, oft stór hlutverk með Leikfélagi Vestmannaeyja.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 23.8.2009 kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2009 | 17:45
Þrídrangaviti við Vestmannaeyjar
Vítastæði í Þrídröngum er allt annað en auðvelt aðkomu en engu að síður var þar reistur viti árið 1939 og var hann annar tveggja skerjavita sem byggðir voru þá um sumarið. Hinn vitinn heitir Miðfjarðarskersviti í Borgarfirði, hann er byggður á skeri sem er aðeins 7 metra hátt.
Þrídrangaviti er byggður á einum af þrídröngum sem er 40 metra hár. Þessar myndir eru teknar þegar menn frá Siglingastofnun Íslands eru að þjónusta vitann, en það þarf að gera reglulega og er notuð þyrla við það verk í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2009 | 23:32
Ljósmyndanámskeið Breiðabliki
Þessir drengir voru líklega á Ljósmyndanámskeiði að Breiðabliki á árunum 1960 til 1962 man það ekki nákvæmlega. Kennari var Guðmundur Lárusson rafvirki hjá Haraldi Eirikssyni.
Talið frá vinstri fremri röð: Eiríkur Sigurgeirsson, Þorvarður Þórðarson, Sævaldur Elíasson. Aftari Röð tfv; Arnór Páll Valdimarsson, Sigmar Þór Sveinbjörnsson og Guðmundur Stefánsson.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2009 | 18:07
Löndun við Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum
Þetta var algeng sjón í þá gömlu góðu daga. Notaður var svokallaður stingur eða bara handaflið til að henda fiskinum fyrst upp úr lestinni á bátnum þaðan upp á bryggju og að síðustu upp á bíl.
Þarna virðist bóman eingöngu vera notuð til að geta sett upp segl sem á myndinni sést rifað saman fyrir ofan bómuna. Líklega er þessi bátur á línu þar sem línustampar úr tré eru þarna á bryggjunni aftan vil bátinn.
Ekki veit ég hvaða bátur þetta er en hann hefur fengið góðan afla af stórum og fallegum fiski.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)