Athygliverð grein eftir Mikael Torfason

1.460 Ísraelar og 63 Palestínumenn

Fastir pennar
kl 11:33, 02. ágúst 2014
1.460 Ísraelar og 63 Palestínumenn

Ímyndum okkur ef búið væri að drepa eitt þúsund fjögur hundruð og sextíu Ísraelsmenn – mest börn og saklausa borgara – og sextíu og þrjá Palestínumenn – mest vopnaða Hamas-liða. Já, dokum við og hugsum aðeins um hver afstaða heimsins til þessara átaka fyrir botni Miðjarðarhafs væri þá. Verðlaunablaðamaðurinn Robert Fisk orðaði þessa spurningu í bresku stórblaði í vikunni. Hann hafði svör á reiðum höndum og taldi sig vita að við slíka morðöldu af hendi Palestínumanna væri ekki unað.

Og hvað ætli utanríkismálanefnd Alþingis myndi segja? Eða Bandaríkjaforseti? Í fyrradag mótmæltu á þriðja þúsund manns fyrir framan bandaríska sendiráðið á Íslandi. Sveinn Rúnar Hauksson, einn forsprakka mótmælanna og formaður Íslands-Palestínu, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ábyrgð Bandaríkjanna væri mikil og því hefði verið mótmælt fyrir utan sendiráð þeirra:

„Enn þann dag í dag byrja ræður leiðtoga Bandaríkjanna á því að endurtaka skilyrðislausan stuðning við Ísrael og árétta rétt ríkisins til að verja sig,“ sagði Sveinn í blaðinu í gær og bætti því við að „aldrei minnist nokkur maður á rétt Palestínu til að verja sig“.

Ætli allar ræður leiðtoga í Bandaríkjunum myndu hefjast á skilyrðislausum stuðningi við rétt Palestínumanna til að verja sig ef búið væri að drepa nærri fimmtán hundruð manns í Ísrael? Nei, ætli það.

Í tilkynningu vegna mótmælanna á fimmtudag kom fram að á árunum 2009 til 2013 fluttu bandarísk stjórnvöld vopn að verðmæti sjö hundruð og þrjár milljónir átta hundruð og fimmtíu og þrjú þúsund átta hundruð tuttugu og sex Bandaríkjadala til Ísraels. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað það væri erfitt að lesa úr þessari upphæð ef hún væri í íslenskum krónum. Sameinuðu þjóðirnar halda utan um hvaða vopn þetta eru. Jú, fimm hundruð níutíu og sex brynvarin farartæki, hundrað fjörutíu og eitt flugskeytakerfi, hundrað níutíu og tvær herflugvélar, hundrað tuttugu og átta herþyrlur og þrjú þúsund átta hundruð og fimm flugskeyti og eldflaugavörpur.

Jæja. Eigum við að ímynda okkur eitt í viðbót? Það að Palestínumenn væru búnir að sprengja upp skóla Sameinuðu þjóðanna í Ísrael og kannski sjúkrahús Sameinuðu þjóðanna líka. Í gær birtum við einmitt viðtal á Vísi við starfsmann Sameinuðu þjóðanna sem brotnaði niður og hágrét í beinni útsendingu. Hver ætli viðbrögð heimsins væru ef það viðtal hefði snúist um blóðbað í Ísrael af völdum sturlaðra Palestínumanna sem væru búnir að múra almenning í Ísrael inn í rafmagnslaust gettó og hikuðu ekki við að drepa börn og óbreytta borgara?


'A ferð með Liselotte og Heribert um Akranes og Hvalfjörð

 Við fórum í bíltúr upp á Akranes og til baka um Hvalfjörð þarna er verið að leggja af stað.

Akranes Hvalfjörður 001

 Við komum við hjá Friðrik mág og Guðlaugu. Friðrik Ingi með Perlu Heribert og Kolla

Akranes Hvalfjörður 008

Þarna erum við komin á Akranes og erum við vitann og listaverk sem ég man ekki hvað heitir.

Kolla og Liselotta skoða listaverkið. 

 Akranes Hvalfjörður 010

 Eins gott að klæða sig eftir veðrum og vindum hér út við sjóinn.

Akranes Hvalfjörður 012 

 Hér var skoðuð merkileg brú innarlega í Hvalfirði og nefnist hún Brú á Bláskeggsá, þessi staður á sér merkilega sögu sem ekki verður rakin hér.

Akranes Hvalfjörður 018

Brúin yfir Bláskeggsá er hér á miðri mynd inni í þessum fallega dal. 

Akranes Hvalfjörður 016

Liselotte að mynda við Akranes, sennilega að taka mynd af  stóra vitanum. 

Akranes Hvalfjörður 009 

 

Bílastæðið við Álafossverslunina. 

Akranes Hvalfjörður 021 

Við enduðum ferðina í verslun Álafoss, þar er gaman að koma og skoða minjagripi og fallegar íslenskar peysur og margar aðrar prjónavörur. 

Akranes Hvalfjörður 022

 Álafossbúðin, en þarna er skemmtilegt svæði í Álafossreitnum.

Akranes Hvalfjörður 025

 Skemmtilegt umhverfi þarna vi Álafoss.

myndband og fl 003myndband og fl 004

 En stundum tókum við það bara rólega skoðuðum blöð og bæklinga og fórum á netið.

myndband og fl 018

 Harpa, Þór ásamt  Kolbrúnu Soffíu og Klöru Hlín komu í heimsókn og heilsuðu upp á Heribert og Liselotte.

myndband og fl 007 

Eftir lambasteikina er gott að fá ís á eftir 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband