Skemmtilegur veiðitúr í Reykjanesbæ

Maggi Orri 004
 
Við Magnús Orri fórum skemmtilegan túr til  Reykajanesbæjar í dag, þar sem við fórum að veiða á bryggjunni í Njarðvík. Veður var gott og gaman að veiða þegar vel gengur. Við fengum 7 Makril fiska, þrjá Murta, nokkur smáþorskseiði sem við slepptum... og einn Marhnút sem Magnúsi leist ekki vel á, vildi ekki sjá að koma við hann enda ljótur fiskur. Á heimleiðinni fórum við til Grindavíkur að kíkja á bryggurnar, en frekar lítið var þar að vera þannig að við stoppuðum stutt við þar.
Við fórum af stað um kl. 10 í morgun og komum aftur heim um þrjúleitið .
Skemmtileg ferð og stæðsti aflatúr sem Magnús Orri hefur komist í að hans sögn.
  
 
Maggi Orri 005 
 
Aflinn kominn í fötuna, mest var af Makril, svo komu líka smátittir á milli. 
 
Maggi Orri 009
 
Þegar heim kom var gert að aflanum en fyrst var tekin mynd af aflamanninum og fiskunum. 
 
 
Maggi Orri 017
 
Dágóður afli eftir daginn, Magnús Orri stoltur við alla fiskana sem við komum með heim. 
 
 
Maggi Orri 018 

Myndir úr Sumarfríinu 2014

Sumarleyfi austurland 069

Á Vopnafirði dvöldum við í tvær nætur hjá Gísla, Hrund og fjölskyldu, þar áttum við góða daga og hef ég þegar sagt frá ferð okkur með þeim hjónum og Matta á Langanesið og Font. Það er fallegt á Vopnafirði ekki síst í góðu veðri eins og við fengum þar.

Sumarleyfi austurland 070

 Við Lögðum Hjólhýsinu á lóðina hjá Gísla og Hrund á Lónabraut 34. Þarna eru við ferðbúin með Hjólhýsið aftan í Rafinum.

Sumarleyfi austurland 067Sumarleyfi austurland 068
 
Gísli, Hrund og Kolla í eldhúsinu á Lónabraut 34
 
 
Sumarleyfi austurland 072Sumarleyfi austurland 074

Myndir teknar á leiðinni til Hornafjarðar, Fagridalur og Stöðvarfjörður þar sem við tókum bensín. Svona ferðalag um landið styrkir olíufélögin svo um munar :-) 

Sumarleyfi austurland 073Sumarleyfi austurland 076

 Stndum lentum við í rigningu og þoku á leiðinni til Hafnar í Hornafirði.

Sumarleyfi austurland 077Sumarleyfi austurland 078

Komin á Djúpavog þar sem við hittum Siggu og Guðmund á húsbílnum, stoppuðum þarna stutta stund hjá þeim, en héldum svo ferð áfram til Hornafjarðar.

Sumarleyfi austurland 079

Sumarleyfi austurland 080
 
 Myndirnar eru frá Djúpavogi
 
Sumarleyfi austurland 089Sumarleyfi austurland 095
 
Komin til Hafnar í Hornafirði, fengum gott stæði fyrir Hjólhýsið og bílin með góðu útsýni, en það er mjög falleg fjallasýn frá tjaldstæðinu á Höfn. Það má líka hiklaust mæla með þessu tjaldstæði, góð aðstaða og þjónusta á svæðinu. Stoppuðum þarna í tvær nætur.
 
Sumarleyfi austurland 097Sumarleyfi austurland 101
 
Minnismerki um sjómenn og sjósókn Hornfirðinga og Austfirðinga  stórt og myndarlegt minnismerki. 
 
Sumarleyfi austurland 102Sumarleyfi austurland 103
 
 Guðmundur með myndavélina og Sigga og Kolla með prjónana. En þau komu frá Djúpavogi og við vorum saman á tjaldstæðinu í sólarhring. Flott veður og Guðmundur vakti áhuga minn á fuglaskoðun.

 
 

Myndir teknar um borð í Hannes Lóðs fyrir margt löngu

Hannes lóðs

Þessar skemmtilegu sjóaramyndir eru allar teknar um borð í Hannesi Lóðs Stefán Einarsson á og tók myndirnar, hann gaf mér leyfi til að setja þær hér á bloggið mitt. 

 Björn Bergmundsson frá Nýborg að brýna á hverfisteini, skemmtileg mynd af kalli. Björn var fæddur 26.september 1914 hann lést 26. mars 1981.

 

Hannes lóðs (3) 

 Stefán Einarsson í aðgerð, þetta var fyrir tíð þvottakara og takið eftir lestarlúgunum :-)

 

Heimaey 15 

 Jón Bóndó í brúnni á toginu, ekki gott að vita á hvaða bleiðu þetta er ?

 

Hannes Lóðs (4) 

Þetta er sérstaklega skemmtileg mynd það sem setið er á lestalúgunni á Hannesi lóð og drukkið kaffi og hlustað á ferðaútvarp, þvílíkt tæki. Á myndinni eru t.f.v: Eiður Sævar Marínósson f. 30. ágúst 1939. Hann lést þar af slysförum 16. desember 2000. Sigurður Georgsson, Björn Bergmundsson og Magnús Sveinsson oft nefndur Maggi á Kletti. 

 


Jón Valgarð Guðjónsson skipstjóri

Gæsi

Jón Valgarð Guðjónsson Skipstjóri Gæsi eins og hann var oftast kallaður fæddist í Vestmannaeyjum 8. október 1931, hann lést 28. nóvember 2005.

Myndina tók Stefán Einarsson 


Miskunarleysið er ótrúlegt

Lömuð en kemst ekki frá Gaza

Maha er sjö ára. Hún er lömuð fyrir neðan háls. stækka

Maha er sjö ára. Hún er lömuð fyr­ir neðan háls. Skjá­skot af vef Sky-news

„Við sát­um heima þegar við heyrðum hljóðið. Við fór­um und­ir stig­ann og það var þar sem við slösuðumst.“ Þetta seg­ir Maha, sjö ára stúlka, frá Gaza sem er nú lömuð fyr­ir neðan háls. Hún syrg­ir einnig móður sína og syst­ur, en þær létu lífið í loft­árás sem gerð var á hús fjöl­skyld­unn­ar.

„Mér finnst eins og ég geti ekki gert neitt með lík­ama mín­um. Og þegar ég hreyfi mig, finn ég lík­amann ekki hreyf­ast,“ seg­ir Maha en í dag eru 22 dag­ar frá árás­inni.

Fjöl­skyld­an bíður nú eft­ir lækn­isaðstoð er­lend­is frá. Lækn­ar á þrem­ur sjúkra­hús­um vilja gera aðgerð á stúlk­unni, í Þýskalandi, Tyrklandi og í Banda­ríkj­un­um. Sjálf­boðaliði hef­ur einnig boðist til að greiða kostnaðinn við aðgerði.

Ekki lít­ur þó út fyr­ir að Maha kom­ist úr land­inu í bráð, en leyfi þarf frá Ísra­el svo hægt verði að flytja stúlk­una. 

Um­fjöll­un Sky-sjón­varps­stöðvar­inn­ar.


mbl.is Lömuð en kemst ekki frá Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kafbátur framleiddur í Kópavogi

Bryggja og Bolstaður 004

 

Það er ýmislegt sem maður sér þegar maður fer bryggjurúntinn. Þessi græja var rétt ofan við bryggjuna í Kópavogi á leið í prufutúr, en þessi græja er smíðuð í Kópavogi. Þetta er neðansjávarkáfbátur fjarstýrður. Hann er notaður til ýmisa rannsókarstarfa t.d. í olíuiðnaðinum. Hann tekur t.d. nákvæmar myndir af hafsbotninum og kemst niður á 1000 m dýpi. Hann getur verið í marga klukkutíma í kafi, en þó misjafnt eftir verkefnum. Eins gott að stjórnandin tíni honum ekki eða flæki hann í netadræsu því svona verkfæri kostar nokkuð margar krónur.

 Bryggja og Bolstaður 003


Skemmtileg bílferð að Fonti á Langanesi

lc5AUHcU7E3XLvSsnKQ-QFZtIgXSi4psQO2mx4WIroo

 Í júli s.l. fórum við Kolla skemmtilega ferð með Gísla okkar, Hrund og Matthísi út á Font á Langanesi og skoðuðum vitan og aðra skemmtilega staði á nesinu. Þarna erum við stödd við nýjan útsýnispall sem skemmtilegt er að far út á og taka myndir og skoða fuglalífið í berginu og drang sem er þarna rétt við. Mikið er af fugli þarna, margar tegundir fugla sem mikið er myndaðir. Það kom manni á óvar að töluvert af fólki er þarna á ferðinni um Langanes, en út á Font er varla fært nema sæmilega stórum jeppum. 

hqGR1HYchCn_hJeyIgChkXnmnLXawu3coUHdBKhWhgw

 Að sjálfsögðu var stoppað og fengið sér kaffi og brauð í góða veðrinu við útsýnispallinn.

FrHeJX-AOxIAxbf7NHauFmBzEMoctaljbwuaPZb02ms

 Ótrúlegt magn af rekaviði er þarna í fjörunum sem sjórinn eða öldurnar hafa hlaðið upp á stórum kafla. Spurnig hvort ekki mætti nýta allt þetta timbur. Ekki er ég viss um hvað þessi kofi hefur verið notaður í en hann var staðsettur þar sem mest var af rekavið í fjörunni. 

bKbYkRS4cKEV8vSFH-gnSt44nYmwquOkRAaz7OmlmVM

Mikið verðmæti hlýtur að vera í öllum þessum við sem þarna hefur rekið á land.

9F_tbZJCvyDlNd0G-qWY8ga8V0tX8WDz2RGXcJpoaGY

 Þarna erum við komin út að Font yst á Langanesi, Kolla, Hrund, Gísli og Matthías við bilinn sem Gísli og Hrund eiga. Það er frábært að ferðast í svona bil um vegina á langanesi sem eru nánast torfærur á köflum.

h4XrCUC94IZYg1jTiEbZdSwWWkpnzu3K1ePnH5dC7X8

 0wYmuz3QT3BHzl8olsAXYl1nFuUrp16u2h8hRxaRHqs

 Langanesviti er siglingarviti sem á að sjást 10 sjómílur, hann er 9,5 metrar á hæð og ljóshæð frá sjávarmáli er 53 metrar. Vitinn var byggður 1950 og er úr steinsteypu. Í vitanum er sjálfvirk veðurathugunarstöð. Árið 1910 var fyrst reystur viti á Fonti á Langanesi, það var svokallaður stólpaviti.

Krossinn er ekki þarna út á Fonti heldur rétt áður en maður kemur að Skála, en hann er til minningar að mig minnir breta sem jarðaðir eru á þessum stað. 

 aaLRKtL8rH2SwdHeGq9yhDl9AbiPMNpMkjLkcEnm7mE

 Hæt var að komast inn í vitann og fara í stiga efst upp að ljóshúsi til að skoða útsýnið. Þarna eru þau Hrund og Matti komin upp til að virða fyrir sér útsýnið. 

 tEXGRARr_ewjreATQZv25GJpH_uxsst4EoQa-9rkyF8

 Ströndin er víða með stóru grjóti eða eða háu bergi, ekki er mikið um sandfjörur á þessari leið norðan við Langanesið, en virkilega fallegt og gaman að keyra þarna út á nesið.

Zo37xstH-kWKGnfU7yVmwFEnzww5ccl0LrAx9hzjywo

 Hér erum við komin utarlega og sunnanvert við Langanesið á stað sem heitir Skálar. Nesið geymir víða minjar um búsetu fólks og athafnalíf sem sumar hverjar eru stórmerkilegar.
  Hér við ysta úthaf var á fyrri hluta 20. aldar blómlegt sjávarþorp. Nú er útnesið allt komið í eyði og á Skálum standa aðeins minjar um aðra tíð. Þetta er gaman að skoða og þarna hefur verið komið upp snyrtilegri klósettaðstöðu, þetta er að mínum dómi til fyrirmyndar.

1y4CgyQI0vL51gwR6vYz38gqYhMfrISbiA6_b8W26HY

Við gáfum okkur góðan tíma til að skoða þennan stað. Það er merkilegt að það hafi fyrir ekki svo löngu verið þarna blóleg byggð, en sennilega eru það nálægðin við góð fiskimið sem hefur ráðið því að þarna voru gerðir út fjölmargir bátar við ekki svo góðar aðstæður.

OHUdwndPNVWEtVT27mxtCA6yj9nFflqlRvdS1rlwmrE 

 Þarna á miðri mynd má sjá hreinlætisaðstöðu sem þarna hefur verið komið upp.

M2UCnnXtH0qkZgvt1zb8a3lmKfQ3pGf5HW8MoN2cFDk

 Við enduðum þessa frábæru ferð um Langanesið með því að fara upp á Heiðarfjall. Á miðju nesinu rís Heiðarfjall en þaðan er stórkostlegt útsýni í allar áttir. Vel sést út Langanesið og inn til Bakkaflóa og allt austur að fjöllunum við Héraðsflóa.

WQh-j1IC3bRSA90W_GiDv77YfwIddIPxAPNCIUEhrCs

 Þarna má sjá minjar frá veru bandariska hersins en hann var með mikla starfsemi á fjallinu á sínum tíma. Aðeins eitt hús er uppistandandi þarna uppi og er það fullt af drasli, en annars er þarna að öðru leiti umhverfið í lagi.

W6YstL1V-T4r7zcQ8hNchErzQ9135rmhwdnPQYt5SWg 

 Útsýnið er frábært eins og ég hef áður sagt frá hér að ofan.

Bq1HQhp435-g8dPbKe0eoUG9IR4Av1GZKUMUToIsRtw 

 

Af Heiðarfjalli var haldið aftur til Vopnafjarðar og þegar þángað kom var grillað með tilheyrandi góðgæti. Ferðin frá Vopnafirði út á Langanes og aftur til Vopnafjarðar tók hátt í 7 tíma. Það er gaman að skoða þá staði á Íslandi sem maður hefur aldrei komið á en nokkrum sinnum siglt framhjá. En til að fara svona ferðir verður maður að vera á góðum bílum sem þola þessa torfæruvegi. Þessi ferð um Langanes var meiriháttar skemmtilegur.

 

Hér kemur fróðleg og skemmtileg athugasemd frá bloggvini mínum Jóhanni Eliassyni.

Komdu sæll Sigmar!  Það var mjög gaman að skoða myndirnar og lesa frásögnina.  Ég bjó á Þórshöfn, frá tveggja ára aldri og þar til ég var rúmlega 18 ára og á ættir að rekja á Langanesið  Skyldmenni mín eru oftast kennd við bæ úti á "nesi" sem heitir Læknesstaðir en í gegnum árin hefur nafn bæjarins breyst í Læknisstaði (en ég veit ekki hvers vegna það er).  Nú orðið eru  aðeins tveir bræður móður minnar búsettir á Þórshöfn.  Ég má til að nefna það fyrst þú talaðir um Skála, sem var mjög merkilegur staður í sögu Langaness á sínum tíma.  Fyrst er talað um Skála um 1895 er Magnús Jónsson bóndi á Skálum átti viðskipti við Færeyska sjómenn.  En þetta sumar fengu 20 Færeyskir sjómenn leyfi til landvistar á Skálum (en vitað er að bændur á utanverðu Langanesi höfðu átt viðskipti við erlend sjómenn öldum saman þessir sjómenn voru frá Þýskaland, Hollandi, Englandi, Frakklandi og Færeyjum senna bættust svo Norðmenn við og urðu þeir umfangsmiklir í útgerð og verslun).  Færeyingar veiddu síld og notuðu í  beitu.  Erfiðlega gekk að geyma hana og þá byggðu nokkrir útvegsbændur, á utanverðu Langanesi, fyrstu íshúsin, sem heimildir eru til um, þetta voru niðurgrafin torfhús með þykkum veggjum og lofti.  Á veturna voru þessi íshús fyllt af snjó en á sumrin var Færeyingum seldur ísinn til kælingar á síldinni.  Á öðrum áratug aldarinnar varð til vísir að sjávarþorpi á Skálum og varð uppgangurinn þar ævintýralegur.  1911 eru heimildir um byggð 20 manna á Skálum en flestir urðu íbúarnir 118 árið 1923 eftir það fækkar þeim og eru orðnir 87 árið 1933 og byggð leggst þar alveg af 1945.  Helsta ástæða þess að byggð lagðist þar af, var sú að í seinni heimstyrjöldinni rak mikið af tundurduflum á land á Skálum og sprungu þau í fjörunni fyrir neðan þorpið.  Ekki er vitað um manntjón af þeirra völdum en miklar skemmdir urðu á íbúðarhúsum og öðrum mannvirkjum og svo fór að íbúar flúðu flestir til Þórshafnar.  Mjög erfitt var orðið með aðföng og fleira á Skálum þegar þarna var komið sögu og aðeins tímaspursmál hvenær þorpið færi í eyði og þessir atburðir flýttu þessari þróun.  Það er búinn að vera draumur hjá mér lengi að fara á Langanes og vera þar í nokkra daga því þar á ég ræturnar og alveg ótrúlega mikil saga þar.  Ég vona að þú hafir haft gaman af þessum litlu fróðleiksmolum mínum en mesta mína visku hef ég úr tveimur bókum "Langnesingsaga l og ll" eftir Friðrik G. Olgeirsson, gefnar út af Þórshafnarhrepp árið 2000. 

 


Ákveðin að vera jákvæður í dag

Ákveðin að vera jákvæður í dag

 

Ég vakna þennan  morgun og vel að vera góður

vel að hann sé yndislegur, myrkur og hljóður

ég vel að kúra um stund og staðnæmast við það

hve stórkostlegt sé lífið ef fátt amar að.

 

Ég vel því að velja að vandamálin fá

vistuð séu hjá mér til þess eins að ljá

tilverunni  ennþá fleiri tilbrigði og fleti

ég tek þeim opnum örmum svo nýtt mér þau ég geti.

 

Og eftir litla stund ég vel að fara á fætur

faðma þennan morgun og allar hans rætur

hita mér gott kaffi af kærleik þess ég nýt

kex smyr með osti í blöðin svo ég lít.

 

Að endingu ég segi við þig sem þetta lest

þetta er góður dagur, hafðu það sem best

ég óska þess að hugsanir fallegar þig finni

ég faðmlag þér sendi og kveð þig að sinni.

 

 

Höfundur ókunnur


Gamlar myndir frá Þjóðhátíð

Þjóðhátíð Siggi sig 1

Þarna var mikið að aðkomutjöldum og margir litir á tjöldunum. Þarna er einig Vatnspósturinn

Þjóðhátíð Siggi sig 2

 Ekki er ég viss hvort þetta er Þjóðhátíð hjá Týr eða Þór

Þjóðhátíð Siggi sig 3 

Myndirnar lánaði mér Sigurður Sigurðsson frá Stakkagerði. 


Gaman að þessum myndum frá Þjóðhátíðinni

 Þó alltaf sé gaman á þjóðhátíð Vestmannaeyja þá skiptir veðrið miklu máli, það er ekki laust við að manni langi að vera í Eyjum á þessari flottustu hátíð landsins. :-)

 Frétt af mbl.is

Mikil gleði og frábært veður
Innlent | mbl.is | 2.8.2014 | 15:44
Eyjamenn kveiktu eldana, venju samkvæmt.
„Allt gekk mjög vel í dalnum í gær, veðrið var frábært og flestir til mikillar fyrirmyndar,“ segir Hörður Orri Grettisson í Þjóðhátíðarnefnd. Hann segir einhverja pústra og fíkniefnamál hafa komið upp í nótt, en gæslan sé góð og mikið og öflugt eftirlit skýri þann fjölda mála sem upp kom.


mbl.is Mikil gleði og frábært veður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband