15.8.2009 | 17:47
Magnús Orri 4. ára
Þessi ungi maður Magnús Orri Óskarsson hélt upp á fjagra ára afmælið sitt í dag en hann verður fjagra ára 17 ágúst.
Hann er mikill áhugamaður um bíla og vinnuvélar.Á myndinni er hann við stjórntæki á lítilli gröfu sem við skoðum reglulega þegar við förum í bíltúr saman.
kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.8.2009 | 00:04
Limra eftir Jóhannes S. Hannesson
Það er eitt sem ég aldrei get skilið:
ef ég ætla að ganga upp þilið
losna iljarnar frá
og fæturnir ná
ekki að fylla að gagni upp í bilið
Jóhann S. Hannesson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2009 | 23:45
Eyjarnar suður af Heimaey
Sólsetur er fallegt í Vestmannaeyjum.
myndirnar tók Egil Egilsson
Heimaey.
Meðan báran á berginu gnauðar
um börnin þín stendur þú vörð
þú ert umvafin ólgandi hafi
og angan frá gróandi jörð.
Á sólbjörtum sumarsins degi
sælt er að koma á þinn fund.
Þá fagna mér útsker og annes
Eyjarnar, drangar og sund.
Þú er fögur í floskirtli grænum
fóstra hins bjargsækna manns.
Ert demantur drottins í sænum
Og djásnið í möttlinum hans.
Eftir Hafsteinn Stefánsson
Ráðhús og Safnahúsið í Eyjum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.8.2009 | 18:28
Kruzenshtern í Reykjavíkurhöfn
http://en.wikipedia./wiki/Kruzenshtern_(ship)
Myndarlegt seglskip í Reykjavíkurhöfn.
Í gær fór ég minn vanalega bryggjurúnt um hafnir á Reykjavíkursvæðinu, í þetta skiptið gat ég farið um borð í þetta myndarlega seglskip sem lá við Ægisgarð. Því miður mátti ekki fara niður eða inn í skipið aðeins skoða það sem er ofandekks. Það gerði ég og tók við það tækifæri meðfylgjandi myndir.
Allt þarna um borð er mjög stórt og sterklegt, eins og möstur og allt þeim tilheyrandi.
Ég hafði nú svolítin áhuga á öryggisbúnaði skipsins, þess vegna eru margar myndir tengdar þeim búnaði, en myndirnar tala sínu máli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2009 | 12:41
Drengir á leið í sund
Myndin er af hóp drengja sem er að bíða eftir að fara í sund í gömlu sundlaugina á Miðhúsatúni á því herrans ári 1949. Sú sundlaug var með hreinum sjó og náttúruleg. óyfirbyggð
Þarna fremst má sjá nokkur þekkt andlit eins og Richard Sighvatsson í Ási, Bjarna Jónasar, Sævar Jóhannesson, Gústa Hregg, Gísla Sigmarsson og fl.
Ekki veit ég hver hefur tekið myndina en það gæti verið Friðrik Jesson, myndin er í gömlu Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2009 | 20:57
Fallegar myndir frá Vestmannaeyjahöfn
Vestmanneyjahöfn .
þetta eru myndir frá höfninni, svolítið óvenjuleg stemming sem þessar myndir lýsa. Spegilsléttur sjórinn og skipin og Heimaklettur speglast í haffletinum og allt á rólegu nótunum.
Myndirnar tók Egill Egilsson og gaf hann mér leyfi til að setja þær hér á bloggið mitt.
Heimaklettur og höfnin upplýst.
Mb. Léttir hafsögubátur sem þjónað hefur Vestmannaeyjahöfn vel í tugi ára.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.8.2009 | 16:23
Sólarlag í Klaufinni í Eyjum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.8.2009 | 18:11
Brekkusöngur í Herjólfsdal er frábær
Það er merkilegt hvað nokkrum mönnum gengur illa að sætta sig við að Árni Johensen skuli hafa þessa frábæru hæfileika til að ná fram stemmingu og mikilli skemmtun við brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, reyndar alstaðar þar sem hann kemur fram sem forsöngvari. Þetta gerir hann og getur vegna þess að hann kann að ná til fólksins, spila og syngja þau lög sem við Íslendingar kunnum og viljum syngja þegar við erum í stuði að skemmta okkur. Menn skulu líka hafa það í huga að Árni hefur þróað þennan brekkusöng gegnum árin og gert hann vinsaælan, já það vinsælan að mjög margir sem koma á Þjóðhátíð Eyjamanna segja að brekkusöngurinn með Árna Johensen sé toppurinn á þjóðhátíðinni.
Það eru líka margir sem vildu vera í hans sporum að stjórna fjöldasöng þrettán til fjórtan þúsund manna og standa sig frábærlega vel og fá klapp og hrós þúsunda manna úr brekkum Herjólfsdals.
Ég held að þeir menn sem eru endalaust að hnýta í Árna Johensen séu oft pólitískir andstæðingar hans eða menn sem hreinlega öfunda hann af þessum hæfileikum að geta hrifið fólk með sér í söng og gleði.
Vonandi verður vinur minn Árni Johensen með brekkusönginn eins lengi og hann sjálfur vill.
kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2009 | 20:59
Til hamingu Gísli H.
Nú hefur Gísli H. Frigeirsson lokið við að róa kajak kringum Ísland, þetta er mikið afrek fyrir mann á hans aldri, og þetta gera ekki menn nema þeir hafi gott þrek og mikinn viljastyrk. Ég óska þér Gísli H. Friðgeirsson innilega til hamingju með þetta mikla afrek sem örugglega verður lengi í minnum haft.
kv
![]() |
Eins og að vera búinn í prófi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)