Góður þátturinn Tónaflóð

Frábær þátturinn Tónaflóð sem sendur var út frá Bolungarvík í gær, allir sem komu þarna framm stóðu sig vel og Helgi Björns var auðsjáanlega í banastuði, hann klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. þá má hrósa fólkinu í salnum sem gerði sitt til að halda uppi fjörinu. Vestfirðingar kunna þetta, takk fyrir frábæra skemmtun :-)


Gaman að sjá Björgvinsbelti við Djúpalónssand

IMG_6472IMG_6465IMG_6467Björgvinsbelti við Djúpalónsand.

Djúpalónssandur er bogamynduð. grunn vík, með sandi í botni og klettakví þar upp af. Vík þessi er með ströndinni milli Einarslóns og Dritvíkur, fyrir neðan Beruvíkurhraun og fyrir vestan Purkhóla á vesturströnd Snæfellsness. Hraunið gengur í sjó fram og djúpar gjár ganga inn í það þar sem brimið étur sig inn í hraunið. Við sandinn er sérkennilegur klettur sem kallast Gatklettur og við hann er tjörnin Svörtulón. Djúpalónssandur var verstoð og þar þótti reimt og heitir hellir einn þar Draugahellir. Djúpalónssandur er um 10 km frá Hellnum. Þarna er einnig Tröllakirkja, sérkennileg hellisglufa inn í hamravegginn. Vinsæl og auðveld gönguleið liggur á milli Djúpalónssands og Dritvíkur. Hún er tæplega 1 km. Á Djúpalónssandi eru steintök sem vermenn reyndu afl sitt á, en til þess að fá pláss á báti þurfti viðkomandi að geta lyft þeim öllum. Fjórir aflraunasteinar liggja undir Gatkletti þegar komið er niður á sandströndina. Þeir eru Fullsterkur 155 kg, Hálfsterkur 100 kg, Hálfdrættingur 49 kg og Amlóði 23 kg. Frá aflraunasteinum þessum er stutt yfir í sjálfa víkina og þar fyrir ofan malarkambinn eru ferskvatnslón þau tvö og djúp sem víkin dregur nafn sitt af. Breski togarinn Epine GY 7 frá Grimsby fórst fyrir utan Djúpalónssand í mars 1948 og liggur járn úr skipinu á við og dreif um sandinn. Fimm skipsverjar lifðu slysið af en 14 fórust.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband