31.7.2010 | 23:41
Gömul mynd af Stakkagerðistúninu ( Stakkó)
Bloggar | Breytt 4.8.2010 kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.7.2010 | 22:31
Skemmtileg ferð til Skagen i Danmörku
Síðasta hálfa mánuðinn höfum við hjónin verið í Danmörku í heimsókn hjá Hörpu dóttir okkar, Þór og Kolbrúnu Soffíu, Við komum heim í gærkvöldi, þessi heimferð og 8 klukkutíma seinkun á flugi til Íslands frá Billund er kannski tilefni til sérstakrar bloggfærslu, en maður er ótrúlega fljótur að gleyma svona vandræðum ef maður setur sig bara í jákvæðisgírinn og hugsar um það skemmtilega sem gerðist í ferðinni til Danmörku og góðan endir á fluginu til Íslands.
þann 18 og 19 juli s.l. forum við til Skagen að hitta Sigurjón og Sigurlaugu ásamt Þóru Hrönn og börnum hennar Óliver og Sunnu, en þau búa þar timabundið meðan verið er að smíða nýja Þórunni Sveinsdóttir. Þarna var tekið vel a móti okkur eins og þeirra hjóna er von og visa. Sigurjón keyrði með okkur Þór um Skagen og sýndi okkur allt hafnarsvæðið eins og það leggur sig og nýja skipið sem er hið glæsilegasta. Verið er að setja niður spil og vélar, en í Danmörku eru sumarfrí í algleymingi þannig að verkið er ekki alveg komið á fulla ferð þegar við vorum þarna á ferðinni. Ég set sérstakt blogg um þessa nýsmíði og myndir sem teknar voru í ferðinni.
Heima hjá þeim hjónum t.f.v Sigurlaug, Sigurjón og Þóra Hrönn og á næstu mynd er Þóra Hrönn , Harpa , Þór og Kolla. Á mynd hér fyrir neðan er Óliver, Kolbrún Soffía og Sunna og þau hjón Sigurjón og Sigurlaug.
Að sjálfsögðu var farið út að borða og borðaður góður matur á skemmtilegum matsölustað, og myndin hér að ofan er af þeim Kolbrúnu og Sigurlaugu.
Hér eru við Sigurjón að grilla fyrir heimilisfólkið, en eins og kannski sést á myndinni er grillið nokkuð flókið apparat þanniga að Sigurjón þurfti að hringja í vin ( Daða) til að fá upplýsingar um hvernig ætti að nota það, þetta gekk allt upp fyrir rest þannig að grillið virkaði og indælis pulsulykt angaði um nágrennið. Það sem klikkaði var að kvennpeningurinn hafði bara ekki löngun til að borða pulsurnar, dömurnar voru nefnilega nýkomnar úr bænum þar sem þær fengu sér nýbakaðar vöfflur með ís eða rjóma.
Við vorum sammálaum um það að Þessi dagar í Skagen með Sigurjóni; Sigurlaugu, Þóru Hrönn Óliver og Sunnu voru með bestu dögum ferðarinnar til Danmörku, hafi þau þökk fyrir skemmtilega og eftirminnilega daga á Skagen.
Sunna, Kolbrún Soffía og Óliver.
Meðfylgjandi myndir segja meira en mörg orð um þessa ferð okkar til Skagen.
Bloggar | Breytt 1.8.2010 kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.7.2010 | 17:13
Fleiri ljóð eftir Pál H. Árnason Þorlaugargerði
Við garðplægingu vorið 1977
Hún kom áðan svífandi frá hólnum,
svo sviflétt og hraðfleig og nett,
Og skartar á bláhvíta brúðarkjólnum,
brosleit og hoppandi létt.
Með húfuna svarta og silkigljáa,
síkvikt og langfjaðrað stél,
og vangi, er sveifl enni í heiðið háa.
Þá hamingju skiljum við vel.
Hún hreiður sér byggir, allt leikur í lyndi,
og lífsgleðin skín henni af brá.
Eins og traktorinn suðandi sé hennar yndi,
hún sest aðeins tvo metra frá.
Svo fylgir hún traktornum garð frá garði,
sig gleður við orma og strá.
Ég oftlega hugfanginn á hana starði,
hún eykur mér vorhug og þrá.
,, Abstraktið og skaparinn.
Abstraktið er hvaðan? Hvort kannt þú á því skil.
Ég hvergi skýring finn, svo mér líki.
Er Guðskapaði heiminn, hann vissi ei væri til,
slíkt verðmæti, í afmyndana heimi.
En inn í lífið skaust það og lítið ekki lét,
og léreftin hjá meisturunum prýddi,
með alkyns horn og klaufir,svo naumast nefnt ég get
en nöfnin sögðu til, hvað dótið þýddi.
Hann guð var eitt sinn leiður, ný gull hann tók að þrá,
nú gladdist hann og strauk af augum glýju:
,, Loks gátu börnin kennt mér, það er gaman þetta að sjá,
ég geri flóð og skapa allt að nýju,,.
Og svo fór hann að hugsa, hvernig hafa ætti menn,
og hnettina, og jörðina og blómin.
og úthöfin, og kvöldroðan, og ótal fleira enn.
Abstraktið, já það var meiri sóminn.
En senn féll ský á brána, og sinnið virtist sært,
Hann sveipaðist í bláu himintjöldin:
,, Úh, ég er orðin gamall og get ekki lært,
Ég gef þeim kannski meisturunum völdin.,,
En ég ætla að biðja Hann, að stjórna alla stund,
og standa fast, við guðlíking mína,
við stjörnurnar og blómin og geisla gullin sund,
en grafa abstrakt í ruslakistu sína.
Við stjórnarmyndun
Þeir starta allir með stjórnvisku skráða
og stefnur, í munninum.
En láta svo hagsmunahópana ráða
og heyskjast, á grunninum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2010 | 09:53
Kirkjuvegur malbikaður
Gömul mynd af neðsta hluta Kirkjuvegar, húsin sem eru til hægri á myndinni fóru undir hraun í gosinu 1973.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.7.2010 | 19:23
Jón í Sjólyst
Jón Guðmundsson Sjólyst um borð í bát sínum Hlýra VE 305.
Jón Maríus Guðmundsson fæddist í Vestmannaeyjum 9. febrúar 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 27. apríl 2006.
Myndina tók ég 1998.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.7.2010 | 11:17
Móðgandi skrif blaðamans Frétta
Furðuleg skrif blaðamans Frétta að segja að maðurinn hafi heilsað lögreglu að sjómannsið, eða með öðrum orðum, þarna er fullyrt að það sé siður sjómanna að heilsa fólki með því að gefa því á kjaftinn. Varla trúi ég því að þetta hafi verið skráð þannig í lögreglubækur, og ekki kemur fram í fréttinni hvort umræddur maður hafi verið sjómaður.
Ég vil sem fyrverandi sjómaður mótmæla harðlega svona áróðri á sjómenn, og það er ekki viðeigandi að Fréttir í Vestmannaeyjum móðgi sína sjómenn með þessum hætti.
Fréttin sem er í blaðinu Fréttum
Einn aðili var kærður fyrir ofbeldi gegn lögreglu en sá sló lögreglumann hnefahöggi í andlitið svo á sá. Lögreglan hafði bankað upp á hjá manninum þar sem kvartað hafði verið undan hávaða frá íbúð hans. Maðurinn brást hins vegar illa við heimsókn lögreglunnar og heilsaði að sjómannssið. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.Sló lögreglumann í andlitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
12.7.2010 | 23:38
Góð frétt fyrir alla
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF er komin til starfa að nýju eftir að hafa verið um hríð í reglubundinni skoðun. Landhelgisgæslan hefur nú tvær Super Puma-þyrlur til umráða. Auk TF-LIF er TF-GNA notuð við leit og björgun, löggæslu og eftirlitsstörf Gæslunnar.
Þetta er ein af góðu fréttunum sem aldrei er of mikið af. Að fá TF-LÍF aftur til starfa er frábært og mun auka öryggi sjómanna og allra landsmanna. TF-LÍF flýgur ekki sjálf við eigum sem betur fer frábæra vel þjálfaða flugmenn og flugliða á þessar flugvélar, það skulum við líka muna eftir og meta.
Þyrlurnar gegna ýmsum störfum, hér er þyrla LHG að störfum við þrídranga, en vitinn í þrídröngum er þjónustaður með því að senda menn og búnað í hann með þyrlum.
TF-LIF á loft að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2010 | 23:43
Skrapp í Fljótshlíðina
Í fyrradag skuppum við í Fljótshlíðina til Sigurðar Óskarssonar gluggasmiðs og Sigurbjörgu Óskarsdóttur á Bólstað.
Þarna fengum við indælis veður gott spjall og að sjálfsögðu gott með kaffinu. Alltaf nóg að borða hjá þeim hjónum það vantar ekker upp á það .
Við mældum hæðina á öspunum sem þau hjón gróðursettu um árið og reyndist hæðsta tréð rétt um 6 metrar á hæð.
Á myndinni er t.f.v; Kolla , Siggi og Sissa þau sitja á veröndinni á Bólstað.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 12.7.2010 kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2010 | 14:28
Ljóð eftir Páll H. Árnason í Þorlaugargerði
Páll H. Árnason fæddist á Geitaskarði í Langadal 5. ágúst 1906. Hann flutti til Vestmannaeyja frá Húnavatnssýslu 1951 með Guðrúnu Aradóttur konu sinni og sonum. Hann bjó að Þórlaugagerði vestra , einum af ofanbyggjarabæjum í sveitinni í Eyjum. Í Þórlaugargerði bjuggu þau Páll og Guðrún til 1985 er þau fluttu sig um set niður í bæ eins og sagt er.
Páll lést í janúar 1991.
Eldri Eyjamenn muna örugglega vel eftir Páli í Þorlaugargerði en hann ferðaðist um bæjinn á dráttarvélinni sinni. Eftirminnilegur maður sem gerði að mér er sagt mörg ljóð og vísur sem því miður eru ekki allar til á blaði, en þessi eru geymd í umræddi Þjóðhátíðarblaði.
Ljóðin; Þjóðhátíð '80 og Segulbandstjórinn.
Þjóðhátíðardraumur 80
Sumargleði sanna bera
í sælu Dalnum piltur, freyja.
Fágað allt sem fremst má vera,
á friðarhátíð Vestmannaeyja.
Aldursþroski og friðarblómi,
að ævintýrum vinna snjöllum.
Alsgáð skemmtun ein, er sómi,
okkar jarðar töfrahöllum
Segulbandsstjórinn
Hljómleika hann heldur
því hann á segulbönd
og vorstraumum hann veldur,
sem verma hugans lönd.
Frá Grímsey norðan gekk hann ,
sú girt er íshafs mar,
í nestið náttsól fékk hann,
af nægtum skín hún þar.
Hann lætur ljúfar drósir
hér leika og syngja kátt,
þær anga einsa og rósir
og æfa hörpuslátt.
Hann lúinn öldung yngir,
svo ærslast nikkan hans,
en kátt hvert lagið klingir
og hvetur alla í dans.
Fljúg þú, fljúg þú klæði,
já fljúg þú loftin blá.
Syng þú, syng þú kvæði
já syng um ást og þrá.
Slá þú, slá þú strengi
já slá þú skæran hljóm.
Vinn þú, vinn þú lengi
já vinn þú burt hvert tóm.
P.H.Á.
Ljóðin fann ég í gömlu Þórs Þjóðhátíðarblaði frá 1980.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.7.2010 | 15:10
Róið á þurru landi
Stefán Guðlaugsson frá Gerði, sem var formaður í Eyjum í 47 vertíðir, situr hér undir árum á þurru landi með tveimur sonarsynum sínum þeim. Þeim Stefáni Stefánssyni við stýrið og Stefáni Geir Gunnarssyni.
Ekki er ég viss um úr hvaða blaði þessi úrklippa mín er, en í texta undir myndinni stendur: Mynd þessa fann Gísli Grímsson í filmusafni sínu og mun hún tekinn árið 1958.
Öll þessi hús sem þarna sjást og þetta lendsvæði fór undir hraun 1973.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)