Elliðaey eða Ellirey

 

óskar k

Óskar Kárason frá Presthúsum síðar Sunnuhól í Eyjum  gerði þetta ljóð um Elliðaey, en hann var á yngri árum lengi veiðimaður í þessari fallegu Eyju. Eins og kemur fram í ljóðinu kallar Óskar eyjuna Ellirey eins og svo margir eldri menn. Ég var um tíma á sjó með Binna í Gröf á bæði Gullborgu VE 38  og Elliðaey VE 45 og hann kallaði bæði bátinn og eyjuna aldrei annað en Ellirey, ef hann var spurður af hverju hann segði alltaf Ellirey, svaraði hann einfaldlega; hún heitir Ellirey, þannig var það útrætt mál. 

Óskar Kárason var fæddur að Vestur- Holtum undir Eyjafjöllum 09.08.1905, en fluttist 7 ára með foreldrum sinum til Eyja.  Hann lést 3.05. 1970.

Myndin hér til hliðar er af lundaveiðimönnum í Bjarnaey og Elliðaey í baksýn.

 

Lundakallar með Elliðaey í baksýn

 

 

Ellirey

Ellirey á frelsi og fegurð lista,

fugl og gróður prýða björgin ströng,

hennar fold ég ungur gerði gista

glöðum drengjum með í leik og söng.

Ég þrá hennar frelsi og dýrð að finna

fullkominn þá júlísólin skín

Þá er hún meðal draumadjásna minna

dámsamlegust paradísin mín.


300,000 flettingar á nafar blogg

300,000 flettingar eru komnar á nafar blogg.is

Ekki flaug mér í hug þegar ég opnaði þessa bloggsíðu mína að svo margir ættu eftir að koma inn á hana og skoða það sem ég er að blogga.

Það er virkilega gaman og virkar hvetjandi að svo margir skuli hafa áhuga á þessu efni sem er að miklu leiti tengt Vestmannaeyjum, gamla tímanum og mínum áhugamálum.

Mig langar að nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sem heimsækja síðuna mína fyrir heimsóknir og athugasemdir.

 

Kær kveðja SÞS

 


Nýsmíði fyrir Ós ehf er nú komið til Skagen

Nýsmíði fyrir ÓS ehf komin til Skagen

Þetta glæsilega skip er í smíðum fyrir Sigurjón Óskarsson og fjölskyldufyrirtæki hans ÓS ehf   sem gerði út Þórunni Sveinsdóttir  en það skip hefur nú verið selt. 

Nýja skipið er smíðað í Pollandi en á að innrétta það í Skagen í Danmörku. Þangað kom það fyrir nokkrum dögum og á  skipið að vera tilbúið í nóvember ef allt gengur samkvæmt áætlun.

Myndina tók ég traustataki af síðu ÓS ehf.

Kær kveðja SÞS


Falleg Eyjamynd

Falleg Eyjamynd hafnarsvæðið

 

Gullfalleg mynd af Höfninni í Eyjum og Heimakletti, ekki er ég viss um hvenær hún er tekin en þetta er nokkuð gömul mynd.

Kær kveðja SÞS


Skemmtileg helgarferð að Auðsholti í Hrunamannahreppi

IMG_5379

Um helgina fórum við hjónin ásamt vinahóp að Auðsholti í Hrunamannahreppi en það er fastur liður í því að halda hópnum að fara eina sumarferð á ári.

IMG_5382IMG_5381

Á myndunum eru Kolla, Þrúður, Víglundur, Hólmfríður, Ásta og Kristján. Þarna er setið út í garði fyrir utan Auðsholt í fallegu veðri.

IMG_5389IMG_5385

Hér var farið á listaverkasýningu sem var rétt fyrir utan Fluðir.

IMG_5395IMG_5396

Við fórum að Fluðum að versla okkur grænmeti og aðra hollustu og eru þessar myndir tekna þar, Kolla hitti Þessa fyrverandi samstarfskonu sem heitir Anna Dóra og manninn hennar, og þessi strákur sat fyrir utan samkaup Strax  og passaði þessa tvo hunda.

IMG_5400IMG_5404

Hér erum við á  Fluðum fyrir utan Samkaup Strax  en þar er hægt að fá ís frá Kjörís sá besti, t.f.v; Kristjana, Kristján, Ásta, Þrúður og Gils. Á næstu mynd er hópurinn staddur við stað sem nefndur er Álfaskeið ákaflega fallegur tjaldstaður.

IMG_5392IMG_5405

Hér er ný brú í smíðum og á myndinni eru Víglundur, Simmi og Gils á lóðinni í Auðsholti.

IMG_5412

IMG_5433

 

 

 

 

 

 

 

 

 Um kvöldið var grillað nautakjöt af bestu gerð með tilheyrandi meðlæti,góður dagur að kveldi komin,

 

img_5380_1006214.jpg

IMG_5387

Hndurinn Nökkvi fylgdi okkur stilltur og góður. Loks er hér mynd af Kristjönu að máta hálskraga á sýningu sem ég nefndi hér áður í þessu bloggi.

 


Strandveiðar eru skemmtilegar og nauðsynlegar

högni

Eitt af því jákvæða sem ríkistjórnin hefur gert er að koma á þessum svokölluðu strandveiðum, sem hafa fært mikið líf í mörg sjávarþorp sem hafa verið steindauð í mörg ár. Í starfi mínu sem skipaskoðunarmaður ferðast ég svolítið um landið og ræði við menn sem vinna við sjávarsíðuna. Margir sem ég hef rætt við hafa sagt mér að þessi strandveiði hafi virkað eins og vítamínsprauta á þessi sjávarþorp.

 En áróðurinn á þetta kerfi strandveiða er ótrúlega mikill  m.a.  vegna þess að reglurnar um standveiðar eru kannski ekki nógu fullkomnar, það þarf örugglega að sníða marga vankanta af þessu kerfi í  framtíðinni. En vonandi verður þetta kerfi til frambúðar landsbyggðinni til framdráttar.

Á myndinni er vinur minn Högni Skaftason skipstjóri og sjómaður með boltaþorska sem hann fékk í gær fyrir austan, en hann er á strandveiðum og  rær frá Stöðvarfirði. Ekkert er skemmtilegra en að vera á sjó í góðu veðri á handfærum, enda sést það greinilega á svipnum á Högna að hann er alsæll með aflan og lífið.

kær kveðja SÞS

 

högni 2


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband