20.7.2009 | 17:33
Nýjar myndir frá Bakkafjöruframkvæmdum.
Að sjálfsögðu var farið niður að Bakkafjöru til að skoða hvernig gengi að keyra efni í varnargarðana.
Á föstudag var staðan þannig að það átti eftir að keyra út 8 metrum í annann garðinn en 20 metrum í hinn, þá er átt við kjarnan. Mikil vinna er enn eftir í að keyra grjóti þarna niður eftir en að sögn Helga Gunnarsonar þá eru framkvæmdir vel á undan áætlun.
Gott veður hefur unnið með verktökum, þegar við vorum þarna niðurfrá var algjör ládeyða.
kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.7.2009 | 16:25
Frábær þjónusta hjá TOYOTA.
Frábær þjónusta hjá TOYOTA.
Ég hef verið í fríi að undanförnu og þá aðalega á Suðurlandi. Eins og gengur þarf maður náttúrulega að fara stundum út af malbikinu og inn á blessaða malarvegina sem margir eru mjög grófir. Eftir akstur á einum slíkum vegi tók ég eftir að annað stefnuljósið hafði losnað og hékk útan á brettinu á TOYOTA Raf bílnum mínum, við nánari skoðun kom í ljós að festing sem átti að halda ljósinu hafði gefið sig. Það var því ekkert annað að gera en að líma þetta með límbandi þar til komið var í bæinn.
Ég fór síðan í morgun með hann í umboðið og spurði þá góðu menn hvort ekki væri hægt að fá þetta lagfært. Þjónustufulltrúinn tók lyklana og sagði skyldi skoða þetta og vita hvað hann gæti gert. Ég settist niður og fékk kaffi og nýtt vínarbrauð meðan ég beið. Það liðu 20 mín frá því ég kom inn og þar til hann kom aftur með bílinn, þá búinn að skipta um bæði hægri og vinstri stefnuljósin. Billinn er um tveggja ára þannig að viðgerðin féll inn í ábyrgðina.
Svona þjónusta eins og TOYOTA veitir er ein af mörgum ástæðum fyrir því að maður velur aftur og aftur bil frá þessu umboði.
Það er rétt að minna einnig á það sem vel er gert.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.7.2009 | 18:34
Ferðafélgag Íslands árbók 2009 Vestmannaeyjar
Árbók 2009 er að þessu sinni full af fróðleik um Vestmannaeyjar með mörg hundruðum mynda frá Vestmannaeyjum, mannlífi, úteyjum, dröngum og skerjum.
Texti er eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson en auk hans skrifa um jarðsögu Vestmannaeyja þeir Ingvar A. Sigurðsson og Sveinn P. Jakobsson. Um fuglalíf Vestmannaeyja skrifar Jóhann Óli Hilmarsson. Ritstjóri er Jón Viðar Sigurðsson.
Ég fullyrði að þetta er ein glæsilegasta bók sem skrifuð hefur verið um Vestmannaeyjar, og þarna er samankominn mikill fróðleikur um þessar fögru Eyjar. Það er t.d. sérstakir kaflar um allar úteyjar með sögu þeirra og örnefnum.
Guðjón Ármann Eyjólfsson er aðalhöfundur texta að öðru leiti en teksta um jarðsögu og fuglalíf þar sem sérfróðir menn skrifa.
Mig langar að óska þessum mönnum sem að þessari Árbók stóðu til hamingju með frábært verk sem eflaust á eftir að auka enn áhuga manna á Vestmannaeyjum..
Því miður má ekki setja mynd af Árbókinni hér á netið nema með skriflegu leyfi höfunda, en forsíða Árbókarinnar er með loftmynd af Vestmannaeyjum.
Ferðafélag Íslands; til hamingju með þessa glæsilegu Árbók um Vestmannaeyjar.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2009 | 09:52
Nýjar loftmyndir af Bakkafjöruhöfn.
Hér koma nýjar myndir af framkvæmdum við Bakkafjöruhöfn. Eins og sést vel á þessum myndum gengur vel að keyra efninu í garðana og er að koma mynd á þetta þó enn sé mikið eftir að gera til að styrkja varnargarðana þarna í fjörunni.
Hér á mynd 5 sést vel hve mikið mannviri þetta er ef við miðum við bílana og bátinn. Mjög mikið efni á enn eftir að koma í varnargarðana.
Þessar myndir sendi mér vinur minn Arnór Páll Valdimarson ( Addi Palli) hjá Fugfélagi Vestmannaeyja og þakka ég honum kærlega fyrir.
Þessi teikning er úr áfangaskýrslu SÍ um Ferjuhöfn í Bakkafjöru.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.7.2009 | 21:03
Til Vonarinnar eftir SR. Þorsein L. Jónsson
Lífsins vaki, vonin milda
vekur gleði og efnd á borði,
annars væri einskis virði
að ætla sér að gefa og njóta.
Hún er guðsgjöfin besta ,
göfgar, fegrar, eykur þrekið,
ræður dauðans rún og sorgar,
reisir hallir sólskinsbjartar.
Þorssteinn L. JónssonBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2009 | 14:12
Minnig um mann. Magnús K. Magnússon
Magnús Kristleifur Magnússon var f. 4. nóvember 1890 d. 25.maí 1972.
Magnús Kristleifur Magnússon var fæddur að Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd á Suðurnesjum og byrjaði ungur að róa á áraskipum sumar og vetur frá heimabyggð sinni.
Til Vestmannaeyja kom Magnús fyrst til vertíðarstarfa árið 1918 og var þá með Guðjóni á Sandfelli. Magnús og Þórður Gíslason stofnsettu fyrsta netaverkstæðið í Vestmannaeyjum árið 1939 þeir nefndu það Netagerð Magnúsar og Þórðar en síðar fékk þetta fyrirtæki nafnið Veiðafæragerð Vestmannaeyja. Magnús var mikill sómamaður sem vann að sjávarútveginum alla ævi bæði á sjó og í landi. Hann kenndi lengi ungum eyjamönnum verklega sjóvinnu, fyrst við verknámsdeild Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum þar sem kennd var netabæting og felling neta. Við stofnun Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum 1964 kenndi hann ásamt sonum sínum og Hallgrími Þórðarsyni fjölbreytta verklega sjóvinnu fram á síðustu æviár. Kona Magnúsar var Þuríður Guðjónsdóttir.
Á myndinni er Magnús Kristleiifur Magnúson brosmildur með tertu sem á stendur Sjóvinnunámskeið 1961.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)