19.6.2014 | 10:30
Vestmannaeyjahöfn fyrir 1960
Myndir frá Sigurgeir Jóhannssyni af Vestmannaeyjahöfn, Myndirnar eru örugglega teknar fyrir árið 1960, þarna er Vinnslustöðin hf er þarna í byggingu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2014 | 19:59
Bæjarbryggjan í Vestmannaeyjum
Gömul mynd af Bæjarbryggjunni í Vestmannaeyjaum ásamt vélbátum og árabátum.
Myndina á Sigurgeir Jóhannsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2014 | 12:55
Gömul mynd frá Sjómannadegi ?
Þessi mynd frá Sigurgeir Jóhannssyni er líklega tekin á Sjómannadegi, en hvar hún er tekin vet ég ekki, ég held að þetta sé ekki í Eyjum. Kannast einhver við staðinn ?.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2014 | 09:41
Gamlar Þjóðhátiðarmyndir úr Herjólfsdal
Þessar gömlu fræbæru myndir frá þjóðhátíðí Eyjum á og lánaði mér Sigurgeir Jóhannsson kokkur m.m. ég set hér inn fleiri myndir frá honum á næstunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.6.2014 | 00:40
Nýr Gúmmíbjörgunarbátur frá Víking og nýr litur
Í dag fór ég í heimsókn í fyrirtækið Víking Björgunarbúnaður, en þangað er alltaf gaman að koma og skoða allan þann björgunarbúnað sem þar er á boðstólum, og ræða við Einar og strákana sem þarna vinna. Víking er alltaf að þróa sinn björgunarbúnað og oft að koma með nýungar.
Á meðfylgjandi myndum má sjá nýja gerð af 16 manna gúmmíbjörgunarbát sem eru ekki með toppinn á miðju þakinu heldur til hliðar. Þetta gerir það að verkum að mun léttara er að rétta gúmmíbátinn við. Einn maður getur rétt bátinn við ef hann lendir á hvolfi þó maðurinn sé lítill og léttur. Eða eins og einn starfsmaðurinn sagði sem sýndi mér nýja gummíbjörgunarbátinn:, það þarf ekki hundrað kílóa mann til að rétta þennann gúmmíbát. Fleiri breytingar hafa verið gerðar, t.d betra aðgengi upp í bátinn.
Betra aðgengi að inngangsopi gúmmibjörgunarbátsins
Önnur breyting sem verið er að gera hjá Víking er að breyta litnum á Gúmmíbátunum og reyndar björgunarvestum og björgunargöllum einnig, nú eru þei gulir. Þetta er gert vegna þess að talið er að guli liturinn sjáist mun betur á sjónum, þetta er líklega rétt ávörðun eða hvað finnst mönnum þegar þeir sjá samskonar gúmmíbát með gamla litnum við hliðina á þeim gula.

Það eru mjög stórir ballestpokar á þessum gúmmíbjörgunarbátum, þeir sjást vel á þessum myndum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2014 | 23:30
Óvenjuleg flugvél á Reykjavíkurflugvelli í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2014 | 20:30
Lítið úthald
Frétt af mbl.is
Mótmælandinn farinn úr Hval 8
Innlent | mbl.is | 5.6.2014 | 19:17 Þýskur ferðamaður, sem kom sér fyrir á útsýnispalli hvalveiðiskipsins Hvals 8 í Reykjavíkurhöfn, til þess að mótmæla veiðum Íslendinga á langreyði virðist hafa yfirgefið skipið. Það má sjá á mynd sem blaðamaður mbl.is tók af skipinu í kvöld.
Askoti hefur hann lítið úthald þessi mótmælandi, ætlaði hann ekki að vera þarna í tvo sólarhringa. Þetta var sterkur leikur hjá þeim á Hval að leyfa honum bara að hanga í tunnunni eins lengi og hann vildi. Hann hefur líklega haldið að hann yrði fjarlægður með látum frá borði.
![]() |
Mótmælandinn farinn úr Hval 8 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.6.2014 | 13:23
Öryggismál JC-Vestmannaeyjar
Öryggismál þurfa helst mikla umræðu.

Öryggismál útgefandi J.C. Vestmannaeyjar
Hvernig getum við vakið upp aftur áhuga manna á Öryggismálum. Það er eins og almenningur og þá sérstaklega fjölmiðlar hafi nánast engan áhuga á umfjöllun um öryggismál yfirleitt, þá á ég bæði við til sjós og lands. Kannski er ekki rætt um sjóslysin vegna þess að dauðaslysum á sjó hefur fækkað verulega á síðustu árum, voru að meðaltali 2 á ári á síðustu 10 árum.
það er mikill misskilningur að nú sé ekki mikil ástæða til að vera að hugsa um öryggismálin, þetta sé allt komið á breiðu götuna og allt í fína lagi. Á síðustu 10 árum eru á meðaltali 67 slys sem koma til Rannsóka nefnadar Samgöngustofu sjá meðfylgjandi mynd.
![Yfirlit%202013%20a[1] Yfirlit%202013%20a[1]](/tn/300/users/0a/nafar/img/yfirlit_202013_20a_1.png)
Að mínu mati sem ég byggi á staðreyndum, hafa öryggismál sjómanna farið aftur á bak síðustu ár því miður, og gæti ég nefnt hér mörg dæmi um það og skrifa kannski um það síðar.
Ég sakna þess að Vestmannaeyingar skuli ekki vera meira áberandi í þessum málum, því Eyjamenn voru í tugi ára í forustu hvað öryggismál varðar, og áttu stórann þátt í því að fækka slysum á sjómönnum.
Það er gaman að rifja upp þessi ár þegar áhuginn var sem mestur í Eyjum og lesa greinar um þá baráttu sem Eyjamenn háðu til að koma í gegn ýmsum nýungum sem stuðluðu að fækkun slysa á sjó og í landi.
Eitt af því sem mér er minnistætt frá þessum árum er útgáfa á blaði sem gefið var út 1987, blaðið hét einfaldlega ÖRYGGISMÁL og var gefið út af JC- Vestmannaeyjar. Þarna eru öryggismálin rædd frá öllum hliðum, þetta var glæsilegt framtak J.C. Vestmannaeyjar og þeim til mikils sóma. Þeir sem skrifa greinar í blaðið eru:
Bæjarstjórinn, Arnaldur Bjarnason
Öryggi á sjó, Friðrik Ásmundsson
JC til Öryggis, Guðrún Erlingsdóttir
Umferðaþunginn mikli, Geir Jón Þórisson
Slökkviliðið. Elías Baldvinsson
Með lögum skal, Ágúst Birgisson
Vökull. Sofðu áhyggjulaus , Benóný Gíslason
Um málefni Sjúkrahússins, Björn Í. Karlsson
En tæki eru ekki allt, Hjálparsveit skáta. Höfund vantar
Öryggistrúnaðarmenn Vinnueftirlit ríkissins, Höskuldur Kárason
Kveðja frá Eykyndli, Rósa Magnúsdóttir
Betri búnað, Stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyja
Almannavarnir Vestmannaeyja, Arnaldur Bjarnason
Eru lagnirnar í lagi Rafveita Vestmannaeyja, Vantar höfund.
Ljós í myrkri, Óskar J. Sigurðsson vitavörður Stórhöfða
Stöð til Öryggis, Félag farstöðvareigenda, Magnús Hlynsson FR 2001
Búnaður Gúmmíbjörgunarbáta og leiðbeiningar um notkun þeirra. Verslunarráðuneytið ?
Sem sagt frábært blað sem JC Vestmannaeyjar gaf út og er örugglega einsdæmi hér á landi. Þetta blað hef ég geymt vel og passað að glata því ekki.
Á myndinni sést hverjir voru þarna í blaðstjórn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2014 | 14:53
Á bryggjuspjalli í Eyjum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)