Minning um mann, Reynir á Tanganum

 Reynir áTanganum 1                                                                                                                                                                                 Reynir Fríman Másson  var  fæddur í Eyjum  29. janúar 1933 var sonur hjónanna Indiönu  Sturludóttir og Mas Frímanssonar, hann lést 19. júní 1979. Þótt Reynir hafði aldrei stundað sjó var hann nátengdur sjómönnum þó sérstaklega matsveinastéttinni, ég held að eldri Eyjamenn muni vel eftir honum og þá sérstaklega sjómenn.

Æskuheimili hans var Valhöll við Strandveg og starfsvettvangur hans var hinu meginn við götuna í versluninni Tanganum. Þar byrjaði hann ungur að starfa en Tanginn seldi mikið af vörum eða kost í bátana á sínum tíma og vegna starf síns var hann aldrei nefndur annað en Reynir á Tanganum.

Í minningargrein í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja frá 1980 segir m.a. um Reynir.: “ Hann sinnti starfi sínu af lífi og sál, og var lipur og greiðvikinn, glettinn og gamansamur og oft gustaði í kringum hann. Frá árinu 1961 gegndi hann starfi verslunarstjóra á Tanganum. Frá öndverðu hefur megnið af bátakosti  verið keypt á Tanganum  og var það lengst af starf Reynis að sjá um þann þátt. Það var aldrei töluð nein tæpitunga á Tanganum yfir kostinum og þar sögðu menn meiningu sína umbúðalaust þegar svo bar við. En ég hygg að flestir minnist samskiptanna við Tangann og Reyni með hlýju og trúlega hefðu ekki allir látið bjóða sér upp á það sem oft var hlutskipti hans að rífa sig upp úr rúminu um miðjar nætur til að afgreiða kost í bát sem var seinn fyrir. En Reynir var lipurð og hjálpsemi í blóð borin og sem verslunarmaður var hann réttur maður á réttum stað. Reynir var kvæntur Helgu Tómasdóttir  og áttu þau fjögur börn,, Þau hjón bjuggu á Birkihlíðinni.

 

Kær kveðja SÞS

 

 

Björgunarsveitir Landsbjargar á Austurlandi

Fáskúðsfjörður 1

Fáskúðsfjörður 5

 

 

 

Fáskúðsfjörður 4

 Á undanförnum árum hafa björgunarsveitir um land allt sannað gildi sitt, á ég þar við bæði á sjó og landi. Það er ómetanlegt að eiga þessar björgunarsveitir og góð björgunartæki  þegar nauðsyn krefur og þessir menn og konur sem skipa þessar sveitir eiga heiður skilið fyrir þá vinnu sem menn leggja á sig og allt er þetta unnið  í sjálfboðavinnu. Það er líka ánæjulegt að það virðist vera nokkuð auðvelt að fá yngra fólk til starfa í björgunarsveitirnar.

 Til að geta brugðist skjótt og örugglega við þegar neyðarkall berst þurfa björgunarsveitirnar að vera búnar góðum búnaði og tækjum, bæði vegna öryggis þeirra sjálfra og einnig til að geta veitt aðstoð og bjarga þeim sem eru í nauðum staddir.

 

Björgunarsveitin á Fáskrúðsfirði var að fá þennann bát sem hlaut nafnið Hafdís SU  sk.nr. 7677 búinn tveimur nýjum utanborðsmótorum. Á mynd 2 er 'Oskar Þór um borð í Hafdísi SU.

 

 

 

 

 

Neskaupstað 1

Neskaupstað 2

 

 

Neskaupstað 4

 

Nú er Slysavarnarfélagið Landsbjörg og björgunarsveitirnar að endurnýja björgunarbáta sýna víðsvegar um landið og er það gert með því að flytja inn gamla báta frá Englandi. Bátar þessir eru mjög vel með farnir og er hver bátur með tvær nýlegar eða alveg nýjar utanborðsvélar sem er nauðsynlegt því það þarf að vera hægt að treysta þeim þegar neyðarkallið kemur. Ég hef skoðað nokkra af þessum bátum og líst vel á þá, þeir eru auðsjáanleg mjög lítið notaðir og hafa verið vel við haldið.

 

 

Á þessum myndum má sjá bátinn Glæsir NK sk.nr 7674 sem björgunarsveitin á Neskaupstað var að fá og er einnig búinn tveimur nýlegum utanborðsvélum,  Eins og sjá má á þessum myndum líta þessir bátar vel út og þeir eiga örugglega eftir að gagnast þessum björgunarsveitum vel. Maðurinn á seinustu mynd heitir Sveinn, því miður veit ég ekki nöfn hinna.

 

Ég óska þessum björgunarsveitum til hamingju með þessa nýju báta.

kær kveðja


Bryndís Gísladóttir til hamingju með afmælið 17. júní

Bryndís og Sigmar Benóný

 

Á myndinni er Bryndís Gísladóttir með frænda sinn Sigmar Benóný.

Bryndis á afmæli 17. júní hún er 11 ára í dag, við hér á Heiðarhjallanum óskum henni til hamingju með afmælið og vonum að hún eigi góðan dag.

Kveðja til fjölskyldunnar á Lónabraut.

Kær kveðja úr Kópavogi.


Vestmannaeyingar Gaman saman á tjaldstæðinu í Reykholti

sumarferð Krabbó 055sumarferð Krabbó 057

 Ekki vorum við búin að vera lengi á tjaldstæðinu að Reykholti þegar í ljós kom að hópur Eyjamanna og kvenna var á tjaldstæðinu, var það óvænt ánæja að hitta nokkra þeirra og taka spjall. Það var líka vinalegt að heyra Eyjalögin sungin þegar liða tók á kvöldin. Þessi hópur er nefndur Gaman Saman

Að sjálfsögðu var smellt af nokkrum myndum af Eyjafólkinu sem ég set hér á síðuna til minningar um skemmtilega helgi. Á fyrstu mynd má sjá Einar Steingrímsson flugumferðarstjóra, á næstu mynd er Sigurður Ingi, Jóna og Kolla.

sumarferð Krabbó 058sumarferð Krabbó 059

Á þessari mynd er Himmi, Didda ( Jóna Sigríður) Kári Birgir og Kolla. Þá er það Drífa, Björn og Siggi Kokkur.

sumarferð Krabbó 060sumarferð Krabbó 063

Hér er vinur minn Ágúst Guðmundsson. Marí, Runólfur og Kolla

sumarferð Krabbó 087sumarferð Krabbó 089

Daníel og frú og Viðar og frú.  Þá er hér mynd af Sigga skipstjóra, Evu, Inda Maríu, Erling.

sumarferð Krabbó 090sumarferð Krabbó 088

Og þá er ég í vandræðum vantar nöfn á þessi þrjú. Eva, Inda María, Erlingur og Maddí.

Ég vona að þetta séu rétt nöfn hjá mér, ef ekki þætti mér vænt um að fá athugasemdir hér fyrir neðan.

Kær kveðja


Fyrsta ferð sumarsins með fellihýsið

sumarferð Krabbó 043 - Copysumarferð Krabbó 110

 Þann 11. og 12. júní fórum við í fyrstu útilegu sumarsins með fellihýsið. Farið var að Reykholti í Biskupstungum þar sem er nokkuð góð aðstaða og ágætt veður allavega fyrri daginn. Þarna vorum við með hluta af starfsfóli KÍ allt skemmtilegt fólk og gaman að vera þarna uppfrá. Á mynd 2 má sjá stelpurnar í hópnum tfv: Kristtín, Sigríður, Maja, Guðrún, Kolla og Jóna Birna.

IMG_5388sumarferð Krabbó 067

Fellihýsið okkar  og í heimsókn voru Siríður og Guðmundur sem tók hluta af þessum  myndum.

sumarferð Krabbó 079sumarferð Krabbó 103

Í góðum gír tfv; Simmi, Kolla og oddur. og í dyragættini eru Kolbrún og Harpa

IMG_5422IMG_5431_edited-1

Grillið komið í gang og lærisneiðar á. Tfv. Kristján, Simmi, Kolla, Kristín. og Kolla og Jóna Birna.

IMG_5346

IMG_5464

 Hér er Ósk og Sveinn mótstjóri í kubbakastinu og Svenni, Ósk, Maggi, Harpa og hundurinn Nala.

IMG_5443IMG_5452

Vinsælt var að keppa í kubbaleiknum og voru sumir betri en aðrir Smile Og hér fyrir neðan eru myndir af Tomma, Maju og saftflösku. Guðrúnu og Oddi að grilla á kolagrilli .

sumarferð Krabbó 101sumarferð Krabbó 095

Góð helgi með skemmtilegu fólki.

 

 


Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2010

Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2010

Út er komið Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2010 fjölbreitt að vanda, meðal efnis í blaðinu eru eftirfarandi greinar:

Godthabb í Nöf, Sæheimar náttúrugripa- og fiskasafn Vestmannaeyja, Starfsemi Hafrannsóknarstofnunar í Vestmannaeyjum, Barátta hetjunar mikið góð og fróðleg grein grein um Þórð Stefánsson, Siglt á túðrum frá Vestmannaeyjum til Færeyja stótskemmtileg grein, Sigurður Sigurðsson skipasmiður, Í öðrum heimi Eiríkur Sigurgeirsson úti í heimi gaman að lesa þessa frásögn Eiriks, Minning látinna, Andrés Gestsson, Undi sér best á sjó- rætt við Sigurð Jónsson, Uppruni bátanafna í Vestmannaeyjum, Sigling á Adda á Gjábakka VE 220 til Reykjavíkur. Margar fleiri greinar og viðtöl eru í blaðinu sem of langt er upp að telja en það er hægt að fullyrða að blaðið er fullt af mjög skemmtilegu efni og fróðleik.

 Ég óska sjómannadagsráði og ritstjórn til hamingju með gott og fróðlegt Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2010, enn og aftur getum við Eyjamenn verið stoltir af þessu blaði sem hefur komið út frá 1951 og geymir mikla sögu.

Ritstjórn: Július G Ingason ritstjóri, Hrafn Sævaldsson, Þorbjörn Víglundsson


Sjómannadagurinn 2010

IMG_5179

Að venju fór ég á bryggurnar að fylgjast með dagskrá Sjómannadagsins sem var fjölbreytt og fyrir alla aldurshópa. Það sem mér fannst skemmtilegast var að skoða þessa fábæru skútu frá Færeyjum. Virkilega gaman að koma um borð í þetta skip og sjá hvað færeyingar hafa gert þetta skip glæsilegt sama hvar á það er litið.  Þarna getum við lært af vinum okkar færeyingum hvernig á að varðveita skip. Þarna um borð hitti ég Hega Ágússon og frú og smellti af þeim mynd

IMG_5183IMG_5192

Sjávarútvegsráðherra var á sínum stað og aldraðir sjómenn voru heiðraðir. Það sem ég var ekki alveg ánægður með var sýningin á franska herskipinu eða kafbátaleitarskipnu, þar sem maður fékk aðeins að fara einn hring á veðurþilfari skipsins, ekki einu sinni að hægt að kíkja á glugga nema á þyrluskýli.

IMG_5182IMG_5204

 

IMG_5218IMG_5217

Mig langar hér að lokum að minnast á sjóminjasafnið Víkina sem er orðið mjög skemmtilegt safn.

 

IMG_5190


Skemmtilegur flugdagur í Reykjavík í dag

IMG_5130IMG_5123

 

 

 

 

 

 

 

Það er alltaf jafn skemmtilegt að koma á flugsýningu áhugamanna um flug á Reykjavíkurflugvelli, þar sem ekki skemmdi frábært veður. Þó nokkrar nýjar vélar sem ekki hafa sést áður á þessum sýningum voru þarna.

 

IMG_5128IMG_5140

Hér fyrir ofan eru tvær glæsilegar vélar. og hér fyrir neðan eru tveir af starfsmönnum sýningarinnar, því miður þekki ég bara þennan mann í gula jakkanum en hann heitir Valur Stefánsson flugmaður með meiru.

 

IMG_5143IMG_5147

 

IMG_5153IMG_5149

 

 

 

 

 

 

 

Tvær þyrlur önnur ofurlítil. 'Eg þori ekki að byrja á því að nefna tegundir þessara véla svo ég verði mér ekki til skammar. Þessi maður sem myndiner af í glerhúsinu sagði gestum frá hverri vél hvað hún væri gömul hann lýsti flugeiginleikum og fleiru, hann var mjög góður í þessu starfi.

Sem sagt skemmtilegur dagur á Reykjavíkurflugvelli.

Takk fyrir mig. SÞS

 IMG_5156IMG_5155


Sjómannadagur skal hann heita

Flottur Sjómannadagur 2Nú er komið að Sjómannadagshelgi 2010, og enn er ráðist að þessum degi með samþykki stéttafélaga á Reykjavíkursvæðinu með því að skíra daginn upp og kalla hann Hátíð hafsins, daginn sem er samkvæmt lögum ætlaður íslenskum sjómönnum til að kynna sitt starf og sín baráttumál.

 

Í Morgunblaðinu í dag fylgir Sjómannadagsblaðið að þessu sinni með nokkuð góðu efni að mér finnst.

 Í miðju blaðsins er dagskrá sem nefnd er Hátíð hafsins  5. – 6 júní 2010 ekki orð um það að þetta er SJÓMANNADAGURINN og ekkert annað, það er með ólíkindum að sjómannasamtökin skuli samþykkja þessa breytingu á nafni Sjómannadagssin og sýnir það svart á hvítu hvað Sjómannadagráð er gjörsamlega slitið úr tengslum við sjómennina sjálfa.

Sjómannadagurinn er hátíðisdagur Sjómanna og haldin þeim til heiðurs, eftirfarandi er m.a. tilefni dagsins:

2. grein

a) Sjómannadagsráð hefur með höndum hátíðahöld Sjómannadagsins ár hvert í samræmi við stofnskrá um Sjómannadag frá 1937 og lög um Sjómannadag, nr. 20, 26.mars 1987.
Við tilhögun Sjómannadags skulu m.a. eftirfarandi markmið höfð að leiðarljósi: ,,

  1. Að stuðla að því að Sjómannadagurinn skipi verðugan sess í íslensku þjóðlífi.
  2. Að efla samhug meðal sjómanna, hinna ýmsu starfsgreina sjómannastéttarinnar og stuðla að nánu samstarfi þeirra.
  3. Að heiðra minningu látinna sjómanna, þá sérstaklega þeirra sem láta líf sitt vegna slysfara í starfi.
  4. Að heiðra fyrir björgun mannslífa og farsæl félags- og sjómannsstörf.
  5. Að kynna þjóðinni áhættusöm störf sjómanna og mikilvægi starfanna í þágu þjóðfélagsins “. 

Það er hvergi í lögum um SJÓMANNADAGINN talað um að það eigi að gera hann að hátíð fyrir hafið, eða breyta nafni hans. Í lögum heitir hann SJÓMANNADAGUR og þannig á það að vera.

Í blaði sem heitir ÚTVEGURINN  og kom út nú fyrir helgi er grein er nefnist Hátíð hafsins alla helgina, þar segir m.a. orðrétt:”Hátíð  hafsins 2010 verður haldin 5.- 6.. júní. Hafið hefur verið ein mikilvægasta atvinnugrein Íslendinga í mörg hundruð ár og því vel við hæfi að hilla það með skapandi  skemmtilegri hátíð. Fjölbreytt dagskrá sem höfðar til allrar fjölskyldunnar  hefst á laugardagsmorgun og líkur seinniparts sunnudags”.

Eru þetta ekki ótrúleg skrif í þessu blaði, maður spyr sig hvað eru menn að hugsa sem skrifa svona þvælu.

Að sjómannadagsráði Hafnafjarðar og Reykjavíkur standa eftirtalin stéttarfélög sjómanna: Félag skipstjórnarmanna, Félaf vélstjóra og máltæknimanna, Sjómannafélag íslands, Félag íslenskra loftskeyta manna, Sjómannafélag Hafnafjarðar og Félag bryta.

 

Ég skora á alla sjómenn að mótmæla því  að verið er að reyna að hirða SJÓMANNADAGINN af sjómönnum og rýra gildi hans fyrir sjómenn .

Sendi sjómönnum fjölskyldum þeirra og öllum landsmönnum kærar kveðjur á Sjómannadagin með baráttukveðjum.

SÞS


Skipin í slipp í Reykjavík

100_0446IMG_4437

Gamli og nýji tíminn,  tréskip og stálskip í slipp í Reykjavík.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband