Minning um Mann; Gunnar Marel Jónsson skipasmiður

  Gunnar M

Gunnar Marel Jónsson F. 6. janúar 1891 - d. 7. maí 1979

Gunnar Marel góður Drengur

get ég ekki beðið lengur

með að yrkja um þig ljóð.

Gamla- Hrauns af sterkum stofni

stóð sem bjarg svo aldrei rofni

ættarbönd og áhrif góð.

 

Er þú fluttir út í Eyjar

að þér dáðust fagrar meyjar

fögnuðu þér fræknir menn.

Strax þú sóttir sjó af kappi

sjómenn fagna slíku happi

margir gleðjast af því en.

 

Útsjón þín til allra verka

aflaði þér virðing sterka

formaður með fleyin mörg.

Enda þótt þú ungur værir

allir voru vegir færir

færðir snemma í búið björg.

 

Útvegsmenn þér allir treystu

og á því sínar vonir reistu

að þú hæfir annað starf.

Að sjá um viðhald fiskiflota

þeim fannst það líkast töfrasprota,

frábær snilld þú fékkst í arf.

 

Þú varst frægur fyrir smíði,

fögur skip þín mikil prýði,

fiskiskip með fríðan svip.

Afköst þín svo undrun sætti

allan flotan stórum bætti,

smíðaðir frábær fiskiskip.

 

Hafðir marga hrausta drengi

sem hjá þér unnu vel og lengi

var í slippnum valið lið.

Voru og margar vökunætur

þó væri farið snemma á fætur

því verkin enga veittu bið.

 

Þú áttir báta auðnuríka

með afbragðsmanni þekktum líka

að forustu og fiskisæld.

Samtaka þið sífellt voru

segja frá því verkin stóru

sem munu tæpast verða mæld.

 

Af ýmsum mætum Eyjamönnum

er þitt starf í dagsins önnum,

metið meira en margra þar.

Orðstír þinn mun ávalt lifa

um þig mætti bækur skrifa

ævistarf þitt afrek þín.

Þetta ljóð um Gunnar Marel Jónsson skipasmið er eftir Benedikt Sæmundsson.


Heimsókn í Álsey í sumarblíðu

Álsey 01Álsey 03

 Myndir hér að ofan eru af  þessari fallegu eyju Álsey, og seinni myndin er af Sigurði skipstjóra á Þyt VE og undirrituðum fyrir utan veiðihúsið í Álsey ( ekki veiðikofan)

Árið 1992 eða 1993 var farið á Þyt VE bát Sigurðar Óskarssonar kafara m.m. í ferð kringum Heimaey, í þessari ferð var komið við í Álsey þar sem álseyingar buðu okkur upp á kaffi og kökur í glæsilegu nýlegu veiðihúsi, myndirnar tók undirritaður í þessari ferð.

Álsey 04

 Álsey 06

 Mynd 3 er af Sveini Rúnari Valgeirssyni, því miður veit ég ekki hvað strákurinn  í bláu blússuni heitir en þessi í horninu heitir Marteinn Eyjólfsson sonur Edda Malla.  Á mynd 4 eru tfv; Soffía Sigurðardóttir. Sigurbjörg Óskarsdóttir, Kolbrún Ósk Óskarsdóttir og Sigurður Óskarsson.

 

Álsey 07Álsey 08

Jón Bjarni Hjartarson, Sigurgeir Jónasson og Harpa Sigmarsdóttir. Næsta mynd: Tfv; Júlíus Steinarsson ættaður frá Skuld,  standandi Guðjón Sveinsson  Loftur Guðmundsson brúnn og sællegur og í lopapeysu Leó Snær Sveinsson, þekki því miður ekki þann sem situr lengst til vinstri. Ef einhver sem les þetta blogg mitt þekkir þá sém ég nafngreini ekki þætti mér vænt um að fá athugasem hér við þetta blogg.

kær kveðja SÞS


Sigurður Óskarsson lundaveiðimaður

Siggi lundaveiðimaður

Sigurður Óskarsson með lunda sem hann veiddi í Litlahöfða. Hann er ekki hræddur við helv.... lundalúsina.

Myndin er tekin fyrir margt löngu.

kær kveðja SÞS


Tvær gamlar myndir frá Eyjum

Siggi og Stefán á trillu

 

Tfv: Sigurður Óskarsson með hundinn sinn Kát og Stefán Tryggvason, ekki veit ég nafnið á bátnum, en þeir eru að leggast að Bæjarbryggju.

Mér sýnist að einn af bátunum sem eru þarna í vinstra horni myndarinnar sé Hlýri en ekki er ég viss um hina tvo

 

 

  

 

Ásey og veiðihús

 

Myndin er tekinn út í Álsey með veiðikofan í baksýn.

Tfv: Jónas Sigurðsson Skuld, Guðlaugur Sigurgeirsson, Guðbjartur Herjólfsson, Erlendur Jónsson Ólafshúsum, Helgi Magnússon Vesturhúsum og Sigurður Óskarsson Hvassafelli með hundinn sinn Kát.

Myndirnar á Sigurður Óskarsson kafari, gluggasmiður m.m.

Kær kveðja SÞS


Ótrúlegur kraftur í Bakkafjöruframkvæmdum

 Eftir að Addi Palli vinur minn sendi mér myndirnar í gær af Bakkafjöruframkvæmdum séðar úr lofti, stóðst ég ekki mátið og keyrði þarna austur í dag til að skoða þetta með eigin augum. Með í för var Siggi Óskars mágur minn og Magnús Orri Óskarsson. Við byrjuðum á því að skoða námurnar sem grjótið í varnargarðana er tekið en námurnar eru langt upp í fjalli, en þaðan er keyrt með það niður á sléttlendið framan við Seljalandsfoss. Að námunum liggur óvenju breiður og góður vegur en nokkuð brattur. Þegar upp er komið getur maður keyrt ofan í  námurnar, þegar þangað er komið gerir maður sér góða grein fyrir því hvað það er gríðalega mikið magn af efni sem þarf í þessa varnargarða. Þarna uppi er líka mjög fallegt útsýni yfir Fljótshlíðina og út í Eyjar.

Fyrstu þrjár myndirnar eru teknar uppi við námurnar, Sigmar Þ og magnús Orri og Siggi og Magnús Orri. 

IMG_2715IMG_2722

IMG_2721IMG_2725

Myndir 4 og 5 eru teknar af vestari varnargarðinum  sem er komin 50 til 70 metra út í sjó. Á mynd 6 er Magnús Orri við hjólið á einu flutningatækinu.

IMG_2733IMG_2734

IMG_2740IMG_2741

Mynd 7 er af austur varnargarðinum en mynd 8 af þeim vestari sem virðist vera kominn lengra út.

IMG_2737IMG_2742

Þessir drengir komu frá Vestmannaeyjm meðan við stoppuðum þarna úti á garðinum, á myndini sést Karl Helgason og Magnús Gíslason því miður þekki ég ekki litla peyan en einn af bátnum var farinn í land ég held að hann heiti Ágúst.

IMG_2735IMG_2739

Þessi tæki sem stundum eru kallaðar búkollur, eru engin smásmíði eins og sjá má á þessari mynd,, en mikill fjöldi af þessum bílum var þarna á ferðinni niður á sandinn með grjót og annað efni í varnargarðana. Ég hef fulla trú á því að þetta mannvirki eigi eftir að vera tilbúið á tilsettum tíma.

Kær Kveðja SÞS


Fyrsta skemmtiferðaskipið kom til Vestmannaeyja í dag

DSCF0035

 

Fyrsta skemmtiferðaskipið kom til Vestmannaeyja í dag og von er á öðru á allra næstu dögum .

Eyjarnar eru nú að klæðast sumarskrúðanum, græni og guli liturinn er að taka völdin.


Nýjar myndir frá framkvæmdum í Bakkafjöru

DSCF0013

 

Þessar myndir af Bakkafjöruframkvæmdum sendi mér vinur minn og gamall skólabróðir  Arnór Páll Valdimarsson frá Flugfélagi Vestmannaeyja en myndirnar tók hann í dag.

Farþegar í þessari ferð voru  tveir gamlir fyrverandi  nágrannar mínir af  Illugagötu.

 

 

 

  Á myndunum sést vel að tveir varnargarðar eru að byrja að  fara út frá ströndinni.

DSCF0015DSCF0021

DSCF0026DSCF0031

Hér að ofan má sjá farþega í umræddri flugferð og góða mynd af öðrum varnargarðinu. Það er sælusvipur á farþegunum Kristjáni Óskarsyni frænda mínum sem þarna lignir aftur augum og nýtur flugsins og fyrir aftan hann er Garðar Björgvinsson smiður í Tréverk. Við hliðina á Kristjani situr alnafni hans Kristján Valur Óskarsson sem fékk að fara með afa sínum í þessa ferð yfir Bakkafjöru.

kær kveðja SÞS


Stutt skemmtileg fræðandi ritgerð um Liffærafræði

  Úr úrklippusafninu mínu

Ég hef frá unga aldri safnað úrklippum, mest eru það úrklippur um áhugamál mitt sem er öryggismál sjómanna. En inn á milli hef ég klippt út greinar sem mér hafa fundist skemmtilegar eða fræðandi. Hér á eftir kemur ein slík sem ég klippti út úr einhverju Vestmannaeyjablaðinu fyrir margt löngu.

Líffærafræði.

Eitt úrlausnarefni í efsta bekk eins barnaskólans var ritgerð um líffærafræði. Einn efnilegur unglingur sendi frá sér eftirfarandi ritsmíð:

,,Höfðið er einhvern vegin kringlótt og hart og heilinn er innan í því. Andlitið er framan á höfðinu, þar sem maður étur og grettir sig í framan. Hálsinn er það, sem heldur höfðinu upp úr kraganum. Það er erfitt að halda honum hreinum. Maginn er svoleiðis, að ef maður borðar ekki nógu oft finnur maður til í honum. Hryggurinn er löng röð af beinum í bakinu sem koma í veg fyrir að maður bögglist saman. Bakið er alltaf fyrir aftan, alveg sama hve fljótt maður snýr sér við. Handleggirnir eru fastir við axlirnar á þann hátt, að maður getur slegið bolta og teygt sig í matinn. Fingurnir standa út úr höndunum svo maður getur gripið bolta og lagt saman dæmi á töflu. Fótleggirnir eru þannig, að ef maður hefði ekki tvo, gæturðu ekki hlaupið í boltaleik. Fæturnir eru það, sem maður hleypur á og tærnar er það sem maður rekur í. Og þetta er allt, sem er á manni, nema það sem er innan í, en það hef ég aldrei séð."

Kær kveðja SÞS


Fyrstu bílhlössin komin í Bakkafjöru

Fyrstu steinarnir í Bakkafjöru

 

Einn góður vinur minn kom til mín í dag  með þessa loftmynd og gaf mér. Myndin er af Bakkafjöru.

Þarna má sjá hvernig byrjað er að keyra grjóti og efni í annan varnargarðinn í Bakkafjöruhöfn. Það verður gaman að fylgjast með hvernig þetta verk gengur í sumar en garðarnir eu að mig minnir hvor um sig  500 metra langir.

kær kveðja SÞS


Gísli um borð í Grím VE 328

Gísli á Grím

Gísli Sigmarsson um borð í Grim VE 328. Gísli og Júlíus Sigurbjörnsson létu smíða trillubátinn hjá Gunnari Marel að mig minnir.

Þeir áttu bátinn ekki lengi. Myndina tók Bjarni Jónasson árið 1954.

Minni myndin er af Gísla Sigmarssyni yngri

Gísli með sleikjó


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband