Byggðasafnið í Garðinum er til fyrirmyndar

IMG_4939IMG_4937

Á sunnudaginn fórum við hjónin í Garðinn þar sem þessi glæsilegi viti er staðsettur, hann heitir Garðskagaviti og er byggður 1944, ljóshæð vitans er 24 m. Lengra í burtu má sjá gamla Garðskagavitan sem enn er haldið við.

Þarna við vitan er Byggðarsafn Garðahrepps. Þetta safn er virkilega gaman að skoða, þarna eru gamlir bátar, líkön og fjöldin allur af gömlum vélum og því sem vélum er tengt, eins og skrúfur, öxlar og gírar af fjölmörgum tegundum.  

IMG_4881IMG_4884

Hér er Kolla  og Gils Guðmundsson við einn bátinn en hann er búinn seglum og árum.

IMG_4878IMG_4918

 Þó nokkur líkön eru á safninu bæði af vélskipum og segl og árabátum og svo eru þeir einnig nokkrir í fullri stærð. Mikið og gott myndasafn er þarna sem gaman er að skoða.

IMG_4914IMG_4913

 Hér má sjá mikin fjölda smávéla sem allar eru eins og nýjar og margar þeirra eru gangfærar, ótrúlega vel gerðar upp og ekki rykkorn á einni einustu vél frekar en öðru á þessu safni.

IMG_4888IMG_4906

 Hér má sjá netasteina og snellur eða færarúllur af gömlu gerðinni ásamt fleiri hlutum. Og ég mátti til að taka mynd af gömlu talstöðvunum og þarna á miðri mynd má sjá tæki sem kallað var TRILLIR og margir sjómenn kannast við.

IMG_4890IMG_4894

 Á borðinu eru önglabúnt og  áhnýtingarstokkar sem notaðir voru til að hnýta á spaðaöngla og hamptauma, þetta notuðum við peyjarnir ( frændur mínir) í gamla daga því öðru vísi höfðum við ekki afl til að herða hnútinn á önglinum, Stjáni, Sigurjón og Matti kannast örugglega við þetta apparat. Lagningskallinn er vist með þeim fyrstu sem notaðir voru við lagningu línu, seinna urðu þeir tvöfaldir, og á honum hangir stokktré sem lína var sett upp á. Mennirnir á myndinni heita Gils og Gústi.

IMG_4926IMG_4934

Þarna sá ég útvarp eins og ég átti á unglingsárum, en myndin sýnir aðeins hluta af útvarpssafninu sem þarna er og sama er að segja um símana.

Þessar myndir sýna aðeins brot af því sem á þessu safni er, það er virkilega þess virði að fara í Garðinn og skoða þetta safn, það er bæði fjölbreytt og sérstaklega snyrtilegt í alla staði. Garðbúar og starfsfólk safnsins meiga vera stolltir af þessu glæsilega Byggðasafni .

Ekki skemmir það að uppi í safninu er kaffistofa sem gaman er að komi í og njóta þess að fá sér gott kaffi og meðlæti, með útsýni út á sjóinn og nálagð við þessar fallegu vitabyggingar.

Kær kveðja SÞS


Sóknarnefndarfundur hjá Sigga Gluggasmið

IMG_4853

 Í síðustu viku var ég staddur vegna vinnu minnar í Vestmannaeyjum, þar fór ég á skemmtilegan fund með þessum heiðursmönnum. Þar var boðið upp á kaffi og með því, ásamt fróðlegu spjalli um líðandi stund og um nánustu framtíð.

Þarna voru mættir t.f.v: Skæringur Georgsson, Helgi Georgsson, Óskar Sigurðsson, Sigurður Óskarsson formaður, Haukur Jóhannsson, Jóhann Jónsson (Listó) og Guðmundur Valdimarsson.

Það hefði verið gaman að birta hér fundargerð þessa fundar, en því miður er hún ekki gerð opinber þar sem þetta er að hluta til einkafundir.

Takk fyrir mig, hlakka til að mæta á fund við fyrsta tækifæri.

Kær kveðja SÞS


Herjólfur gamli

Herjólfur í felulit

 

Flottur. 

Gamli Herjólfut í felulitum hjá sænska hernum.


Gletta NS 99 sk.nr. 7666

IMG_4405

 

Gletta NS 99 er nýsmíði frá Seiglu ehf á Akureyri hann var afhentur í mars s.l.

Mesta lengd er 8,69 og mesta breidd 2,5. Báturinn er að því leiti sérstakur að hann er búinn kjöl sem hægt er að fella niður og hifa upp eftir vild. Báturinn er með Volvó Penta vél.

Útgerðaraðili bátsins er Kári borgar ehf en báturinn verður gerður út frá Borgarfirði (eystri)


Nýr farþegabátur frá Trefjum ehf

IMG_4830

 

 Á fimmtudaginn í siðustu viku var afhentur nýr og glæsilegur farþegabátur sem fékk nafnið Rósin.

Skipið er smíðað í skipasmíðastöðinni Trefjum ehf og er útgerðaraðili Rauða Rósin ehf. 

Skipið er um 14,98 m langt og 4.38 m breitt. Búið tveimur Volvó Penta vélum.

 

 

 

 

 

IMG_4840


Formannatal

 Þessir menn höfðu gengt formannsstöðu  í Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja frá 1939 til 1969

 Páll Þorbjörnsson

 

Ágúst ÞórðarsonPétur GuðjónssonElías Sigfússon 2

 

Sigurjón GuðmundssonHermann JónssonEngilbert Jónasson


Í tilefni dagsins 1. maí

  Afmælisrit Verkalýðsfélag Vestmannaeyja

AFMÆLISBLAÐ VERKALÝÐSFÉLAGS VESTMANNAEYJA

 Í þessu blaði sem gefið var út 1969 í tilefni 30 ára afmælis Verkalýðsfélags Vestmannaeyja  er ljóðið "Verkamaður,,  það er við hæfi að birta ljóðið nú á 1. maí degi verkalíðsins.

Það er virkilega gaman að lesa þessi gömlu  blöð ekki hvað síst vegna þess að maður man vel eftir þessum mönnum sem þá voru í forstu í verkalíðsbaráttu í Vestmannaeyjum.

Langar mig að nefna hér nokkur nöfn sem koma fram í afælisritinu og ég man vel eftir: Engilbert Jónasson, Hermann Jónsson, Elías Sigfússon, Magnús Magnússon,Páll Þorbjörnsson.

Verkamaður 

Hann var eins og hver annar verkamaður

í vinnufötum og slitnum skóm.

Hann var aldrei hryggur og aldrei glaður

og átti ekki neinn helgidóm.

Hann vann á eyrinni alla daga

þegar einhverja vinnu var hægt á fá,

en konan sat heima að stoppa og staga

og stugga krökkunum til og frá.

 

Svo var það eitt sinn þann óra-tíma

að enga vinnu var hægt að fá.

Hver dagur var hartsótt og hatrömm glíma,

við hungurvofuna til og frá.

Þá ólgaði hatrið sem öldur á sænum,

og auðvaldsins harðstjórum ristu þeir níð.

Og loksins kom að því þeir börðust í bænum,

um brauð handa sveltandi verkalíð.

 

Þann dag var hans ævi á enda runnin

og engin veit meira um það.

Með brotinn hausinn og blóð um munninn

og brjóst hans var sært á einum stað.

Hans var hljótt eins og fórn í leynum,

í fylkinguna sást hvergi skarð.

Að stríðinu búnu á börum einum,

þeir báru hans lík upp í kirkjugarð.

 

Og hann var eins og hver annar verkamaður,

í vinnufötum og slitnum skóm.

Hann var aldrei hryggur og aldrei glaður

og átti ekki nokkurn helgidóm.

Engin frægðarsól eða sigurbogi

er samtengdur við minningu hans,

En þeir segja rauðir logar logi

á leiði hins fátæka verkamanns.

 

 Steinn Steinar

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband