Frændur á ferðalagi í London

Karl Jónsson KjarrbergiÍ london 1

Myndirnar eru teknar að mig minnir í London í kringum1965 til 1967, við vorum í siglingu á Leó VE 400 og lönduðum í Grímsbý.  Sigmar Þór, Sigurjón, Mathías og Kristján.

Í london 2


Eykyndilskonur sauma

Slysavarnardeildin 2

 

Eykyndilskonur sauma gardínur fyrir glugga í Básum við Básakersbryggju, rétt fyrir vígslu hússins að mig minnir.

Tfv: Jóna Víðivöllum, Margrét Varmadal, Ninna, Kolbrún, Anna, Sigríður.

 

 

 

 

 

Slysavarnardeildin 1

 

Tfv: Soffía, Ester, Nanna Rósa og Kolbrún.


Áhöfnin á Gullborgu VE

slide22

Stundum fær maður uppbyggjandi tölvupóst

Sá sem varðveitir Ég ólst upp á árunum 1940 – 1950 hjá raunsæum foreldrum.Móður, Guð varðveiti hana, sem þvoði álpappírinn eftir hverja notkun og notaði aftur. Hún var sönn endurvinnslu drottning áður en þeir höfðu fundið upp nafnið endurvinnsla.Föður, sem var glaðari yfir að hafa lagað skóna sína heldur en að kaupa nýja.Hjónabandið var gott, draumarnir raunhæfir. Bestu vinirnir bjuggu varla húsalengd í burtu. Ég get séð þau núna, pabbi í buxum og í bol og mamma í hversdags fötum, með sláttuvélina í annarri hendi og viskustykkið í hinni. Þetta var á þeim tíma sem gert var við hlutina. Faldurinn á gardínunni, útvarpið í eldhúsinu, útihurðin, hurðin á ofninum og hversdags fötin. Hluti sem við höldum upp á. Þetta var líf sem stundum gerði mig brjálaðann. Alltaf að gera við, borða, endurvinnsla. Ég vildi bara vera ánægður, eiga nóg, kasta hlutum, vitandi að alltaf er til meira.En svo dó mamma, á þessari heiðskýru sumarnótt í hlýju sjúkrastofunni, ég var snortinn sársauka, vitandi að það var búið. Stundum hverfur það sem okkur er kærast og kemur ekki aftur. Á meðan við höfum það hjá okkur er best að þykja vænt um það, hlúa að því, laga það þegar það bilar og lækna það þegar það veikist. Það á við um hjónabandið, gamla bíla og börnin með slæmar einkunnir, hundinn með bilaða mjöðm, nöldrandi foreldra og tengdaforeldra.Við varðveitum þetta, vegna þess að það er þess virði, við erum þess virði. Sumt geymum við eins og besta vininn sem er fluttur og bekkjarfélagann sem við ólumst upp með. Það er bara þannig að sumt gefur lífinu gildi eins og fólk sem er okkur mjög kært, við viljum hafa það nálægt okkur.Ég fékk þetta frá einhverjum sem heldur að ég sé hirðusöm, því hef ég sent þetta til þeirra sem ég held að hugsi eins.Nú er komið að þér að senda þetta til þeirra sem hlúa að lífi þínu. Góðir vinir eru eins og stjörnur, þú sérð þær ekki alltaf en þú veist af þeim og þær eru alltaf til staðar. Hlúðu að þeim. Tíu hlutir sem Guð mun ekki spyrja á tilteknum degi:
  1. Guð mun ekki spyrja hvernig bíl þú keyrðir, heldur hversu margir fengu far með þér sem ekki áttu bíl.
  2. Guð mun ekki spyrja hversu margra fermetra hús þitt var, heldur hversu marga þú bauðst velkomna inn.
  3. Guð mun ekki spyrja þig um fötin sem héngu í fataskápnum, heldur hversu marga þú fataðir.
  4. Guð mun ekki spyrja hversu há laun þú hafðir, heldur hvort þú hafðir gert einhverjar málamiðlanir til að öðlast launin.
  5. Guð mun ekki spyrja um hvaða starfsheiti þú hafðir, heldur hvort þú hafir unnið vinnuna eftir bestu getu.
  6. Guð mun ekki spyrja hversu marga vini þú áttir, heldur vinur hve margra þú varst.
  7. Guð mun ekki spyrja í hvað hverfi þú bjóst, heldur hvernig þú komst fram við nágrannana.
  8. Guð mun ekki spyrja um litarhátt þinn, heldur hvernig persóna þú varst.
  9. Guð mun ekki spyrja af hverju þú varst svona lengi að leita að frelsinu, heldur mun hann taka þig með gleði inn í þær vistaverur á himnum sem hann hefur búið þér en ekki að hliði heljar.
  10. Guð þarf ekki að spyrja þig hversu mörgum þú sendir þetta, hann veit nú þegar þína ákvörðun.

 Með bestu kveðju /venlig hilsen
Harpa Sigmarsdóttir


Eldgosið 1973

EYJAR-26

 

 Vestmannaeyjahöfn 1973.

Myndina tók Jóhann Pálsson, þarna sést gosið í Eldfelli frá Friðarhöfn.

Vinnslustöðin og vigtin hjá Torfa Haralds er til vinstri á myndinni.

 

 

 

 


Gamli Lóðsinn við hafnargarðin

EYJAR-31Gamli Lóðsinn er hér á leið til hafnar í Eyjum, þetta skip reyndist sjómönnum í Eyjum Vel.

Þrjár fallegar myndir frá Heymaey

EYJAR-2

 

 Myndirnar tók Jóhann Pálsson, þær sýna Heymaey bæði fyrir og eftir eldgosið 1973.

 

 

 

 

 

 

 

EYJAR-6

 

 

 

 

 

 

 

 

 

EYJAR-25


Herjólfsdalur í vetrarbúningi

EYJAR-9

 

Herjólfsdalur að vertarlagi snjór yfir öllu, dalurinn er ekki síður fallegur á veturna.

 Dalfjall og Blátindur og neðst í hægra horninu er Fjósaklettur, þar sem brennan er staðsett á þjóðhátíð og flegeldasýning .

 


Þjóðhátíðarmyndir

EYJAR-8

 Hér koma tvær Þjóhátíðarmyndir sem Jóhann Pálsson tók.

 

Nú hef ég fengið athugasemd hér fyrir neðan frá frænku minni Höllu Pétursdóttir, sem fræðir okkur á því að þessi mynd sé frá árinu 1966, Takk kjærlega fyrir þetta Halla.

 Glæsileg Víkingaskip sennilega á þjóðhátíð hjá Týr 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ljóð eftir Sigurbjörn Sveinsson 

Ó hvar um alla veröld víða

svo vegleg sönghöll finnst,

sem hér í skjóli hárra hlíða

í Herjólfsdalnum innst ?

Þar kátir fuglar kvaka

frá klöpp og sjó,

og breiðum vængjum blaka

í bjargató.

 

Hér syngur hver með sínum rómi

og sólin roðar tjöld

og dalur fyllist fögrum hljómi

um fagurt sumarkvöld

og börn með ljúfu lyndi

Þar leika sér.

Hvar er að finna yndi,

ef ekki hér ?

 

 

 

 

 

 EYJAR-10                                                                  


Íþróttaálfurinn

Matthías íþróttaálfur 3Matthías íþróttarálfur 1

Matthías Gíslason er hér að leika listir íþróttaálfsins og er bara flottur í þessum stellingum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband