Edmund Bellersen
31.3.2011 | 22:47
Jörfi ÞH 300 sk.nr. 1310
Jörfi ÞH 300 smíðaður á Skagaströnd 1973 úr eik og furu var 30 brl.
Báturinn strandaði á skeri rétt vestan við Hellisand 16. nóvember 1983. Áhöfnin, 4 menn komust á skerið við illan leik, en var bjargað af björgunarsveitinni Björg, Hellisandi og komið til lands heilum á húfi. ( upplýsingar Íslensk skip)
Guðmundur Ólafsson tók myndirnar, en þarna er báturinn líklega notaður við vinnu að kafarastörfum.
Því miður þekki ég ekki mennina á myndinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2011 | 22:32
Þrjár gamlar myndir af ungu fólki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2011 | 20:47
Hláturinn Lengir lífið
Þetta eru góðar vinkonur úr Vestmannaeyjum sem eru reyndar oðnar fullorðnar konur í dag.
Þær heita Margrét Bjarnadóttir og Harpa Sigmarsdóttir, Það liggur vel á stelpunum eins og sést á þessum myndum.
Seinni myndin af þeim vinkonum er tekin í Hraunbæ 6 RVK
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2011 | 22:40
Frændur mínir fyrir margt löngu
Bloggar | Breytt 29.3.2011 kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.3.2011 | 22:23
Björgunarbúningar og vinnuflotbúningar eru mikilvægur björgunarbúnaður
Björgunarbúningar og vinnuflotbúningar
Í frétt mbl. is segir um björgun mannana sem voru á bát sem sökk við Akurey á laugardag og var bjargað af björgunarsveitinni Ársæli:Þegar við komum á staðinn var báturinn að sökkva og aðeins stefnið stóð upp úr. Við sáum tvo menn fljóta í flotgöllum og fórum strax í það að bjarga þeim um borð. Annar mannanna var orðinn mjög kaldur því að honum hafði ekki gefist tími til að klæða sig í gallann áður en báturinn sökk, sagði Kristinn Guðbrandsson, skipstjóri á björgunarbátnum Höllu Jónsdóttur. Kristinn sagði ljóst að báturinn hefði farið mjög hratt niður.
Það sem vekur athygli mína við fréttina um þetta slys er að mennirnir voru í flotgöllum sem líklega hefur bjargað lífi þeirra, þó litlu hafi munað með þann sem ekki komst strax í sinn flotgalla. Ekki veit ég hvernig gallar þetta hafa verið sem þeir voru í en flotgallar voru það, að sögn björgunarmanna. Þar sem fréttamenn kryfja sjaldan orðið svona slys langar mig að benda á mikilvægi þessara galla fyrir sjómenn og reyndar ekki síður þá sem stunda skemmtibátasiglingar, þeir hafa svo sannarlega sannað gildi sitt.
Árið 1987 voru settar reglur um að í hverju skipi 12 m og lengra skyldi búið viðurkenndum björgunarbúningum fyrir alla um borð og má segja að í lok árs 1988 hafi þetta björgunartæki verið komið í öll skip. Hér var stigið stórt spor í að auka öryggi íslenskra sjómanna en sjómenn og áhugafólk um öryggismál sjómanna voru lengi búin að berjast fyrir því að fá björgunarbúninga lögleidda í skip. Strax á eftir setningu reglugerðarinnar sá Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) um að kaupa 3400 björgunarbúninga frá Danmörku til að setja um borð í íslensk fiskiskip og gerðir voru samningar um kaup á 1600 björgunarbúningum til viðbótar. Þetta var gert til að tryggja það að sem bestir búningar yrðu valdir fyrir okkar sjómenn. Á sama tíma fór það í vöxt að sjómenn keyptu svokallaða vinnuflotbúninga sem þeir gátu verið í við vinnu á dekki. Óvíst er hvort menn geri sér yfirleitt grein fyrir því hvað þessir björgunarbúningar hafa í raun haft mikið gildi fyrir öryggi sjómanna. Hér má nefna örfá dæmi.Í nóvember
1987 fór skipverji af loðnuskipinu Grindvíkingi GK útbyrðis á Halamiðum í myrkri og kulda. Maðurinn náðist aftur um borð eftir 15 mínútur úr köldum sjónum en sjávarhiti var 1 til 3°C. Sjómaðurinn fullyrti að hann hefði ekki komist lífs af nema af því að hann var í vinnuflotgalla sem hann ásamt fleirum úr áhöfn skipsins höfðu keypt viku fyrir slysið.
Þann 22 maí 1993 var Andvari VE 100 að veiðum með botnvörpu í Reynisdýpi . Veður vaxandi austan 6 7 vindstig og þungur sjór. Þegar átti að fara að hífa inn trollið festist það í botni með þeim afleiðingum að þegar verið var að hífa inn togvírana komst sjór í fiskmótöku, spilrými og millidekk með þeim afleiðingum að skipið fékk á sig slagsíðu. Slagsíða Andvara jókst stöðugt og skipverjar klæddust björgunarbúningum. Einn skipverja hugðist sjósetja gúmmíbjörgunarbát eftir að hafa klæðst björgunarbúning en ekki gafst tími til þess þar sem skipið lagðist á hliðina og sökk mjög snögglega. Skipstjórinn gat látið skipstjóra á Smáey VE vita hvernig komið væri en þeir voru að ljúka við að hífa og settu því stefnu strax á Andvara. Það kom sér nú vel að allir skipverjar Andvara komust í björgunarbúninga. Þeir lentu allir í sjónum. Þar héldu þeir hópinn þar til þeim var bjargað um borð í Smáey eftir að hafa verið í sjónum í 20 til 30 mínútur. Það skal tekið fram hér að gúmmíbátarnir á Andvara VE voru ekki tengdir sjálfvirkum losunarbúnaði þar sem ekki hafði unnist tími til að ganga frá þeim búnaði í skipið.
Þann 9. mars 1997 fórst Dísarfellið er það var statt milli Íslands og Færeyja í 8 til 9 vindstigum og þungum sjó. Skipið hafði fengið á sig mikla slagsíðu og misst út nokkra gáma sem flutu kringum skipið. Áhöfn skipsins klæddist björgunarbúningum og var þannig tilbúin að yfirgefa skipið. Þeir höfðu misst frá sér tvo gúmmíbjörgunarbáta og fastan björgunarbát. Skipið hélt síðan áfram að hallast þar til því hvolfdi og skipverjar lentu allir í sjónum. Voru skipverjar í sjónum innan um gáma brak og olíubrák í um tvo klukkutíma eða þar til þyrla Landhelgisgæslunnar TF- LÍF kom þeim til bjargar. Tveir úr áhöfn Dísarfells létust í þessu slysi en 10 björguðust. Í báðum þessum slysum hefðu sjómennirnir ekki lifaða af allan þann tíma sem þeir þurftu að bíða í sjónum eftir hjálp. Þetta eru örfá dæmi um mikilvægi Bjögunarbúninga, ég gæti nefnt miklu fleiri dæmi þar sem björgunarbúningar hafa bjargað sjómönnum, en læt þetta duga að svo stöddu.
Ég er sannfærður um að björgunarbúningar og flotvinnubúningar eiga stóran þátt í fækkun dauðaslysa á sjó. Það er því mikilvægt að halda því á lofti þegar þessi björgunarbúnaður á þátt í björgun manna sem lenda í sjóslysum.
Bloggar | Breytt 28.3.2011 kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.3.2011 | 15:46
Enn sannar björgunarsveit tilveru rétt sinn
Það mátti ekki á tæpara standa, sagði Kristinn Guðbrandsson, skipstjóri á björgunarbátnum Höllu Jónsdóttur, sem bjargaði tveimur mönnum af bát sem sökk skammt norður af Akurey í dag. Það voru menn á tveimur bátum frá björgunarsveitinni Ársæli sem björguðu mönnunum.
Enn sannar björgunarsveit tilverurétt sinn, nú í þetta sinn björgunarsveitin Ársæll. Þetta er ánæjuleg og jákvæð frétt sem á að sannfæra okkur hve mikilvægar þessar björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar eru, og hve nauðsynlegt er að styrkja þær þegar tækifæri gefst.
Í þessu tilfelli hefur tvent stuðlað að því að mennirnir bjargast. Í fyrsta lagi snarræði þessara vel þjálfuðu björgunarmanna sem voru tilbúnir að fara í þennann björgunarleiðangur með engum fyrirvara á góðum hraðskreiðum björgunarbát. Og mennirir sem lentu í sjónum voru í björgunargöllum, þó gat annar mannana ekki klætt sig í gallann strax þannig að hann var blautur í gallanum enda mjög kaldur og hætt kominn þegar honum var bjargað. Það er ástæða til að hvetja þá sem eru á skemmtibátum að hafa alltaf um borð björgunargalla, annaðhvort flotvinnugalla eða björgunarbúninga.
Að lokum vil ég óska Björgunarsveitinni Ársæli til hamingju með þessa björgun, þið eigið svo sannarlega stórt hrós skilið.
Mátti ekki á tæpara standa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2011 | 22:06
Góð grein í morgunblaðinu í dag eftir Edmund Bellersen
Abbas, forseti Palestínu, tilkynnti í setningarræðu sinni að slíta yrði viðræðunum ef Ísraelar myndu ekki framlengja byggingarbannið á herteknum svæðum, sem rann út 26. september 2010. Þessi byggingarstarfsemi er ólögleg samkvæmt alþjóðalögum. Starfsemin fer fram á svæðum sem rænt hefur verið frá Palestínumönnum og eru óumdeilanlega þeirra eign, þó að Ísraelar haldi fram hinu gagnstæða. Þeir telja sig mega taka land frá Palestínumönnum að vild, þar sem ekkert formlegt ríki Palestínu var og er til frá því að vopnahléslínan var sett 1967 og þar með engin landamæri. Þvílík einföldun! Í landamæraviðræðum fara því fram hrein hrossakaup og hafa Palestínumenn þegar afsalað sér stóru svæði til Ísraela. Samt vilja Ísraelar meira, þeir eru óseðjandi.
Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, þvældi tilfinningaþrungið um frið í setningarræðu sinni. Sagði hann m.a. að Ísraelar hefðu sýnt fram á að þeir vildu frið með því að skila áður herteknum landsvæðum eftir stríðið 1967. Hvers konar þvæla er þetta? Rétt er að þeir skiluðu hinni nánast óbyggðu herteknu Sínaí-eyðumörk til Egyptalands (1980/82) með því skilyrði þó að landið yrði herlaust.
Öðru máli gegnir með Jórdaníu. Palestínu vestan Jórdanárinnar var stjórnað af Jórdaníu og náði til landamæra sem Sameinuðu þjóðirnar settu 1947 undir mótmælum frá Palestínumönnum og Arababandalaginu. Þessi landamæri áttu að skilja að griðland fyrir Gyðinga og Araba. Jerúsalem var undanskilin þessari skiptingu og átti að vera undir alþjóðlegri stjórn. En á árunum 1947-1949 innlimuðu Ísraelar V-Jerúsalem auk landsvæðis frá Palestínu sem er stærra en allur V-bakki og Gazasvæðið í dag, og fylgdi því hrottaleg þjóðarhreinsun. A-Jerúsalem tilheyrði áfram V-bakkanum, enda nánast eingöngu byggð Palestínumönnum. En eftir stríðið 1967 gerðu Ísraelar einnig tilkall til A-Jerúsalem og innlimuðu enn einu sinni stórt svæði af þáverandi V-bakka. Auk þess byrjaði landrán með stofnun á ólöglegum landnemabyggðum á herteknum svæðum í skjóli hers.
Og þá talar Netanyahu um frið og fórnir af hálfu Ísraela! Þvældi hann síðar um landið sem Guð gaf Gyðingum (auðvitað einnig rænt frá öðrum eins og skráð er í Biblíu) og sem byggt hafi verið af þeim síðustu 3000 ár. Hafa skal í huga að um 1914 bjuggu um 85.000 Gyðingar í allri Palestínu á um 7% af landinu í friði meðal milljóna Palestínuaraba. Netanyahu þvældi áfram um að hægt væri að deila þessu litla landi með öðrum en Gyðingum. Hvers konar tilboð!!! Er þetta ávísun á það að Ísrael ætlar sér að innlima V-bakkann að öllu leyti, svo landræningjabyggðir verði »löglegar«? Þetta virðist vera staðreynd frekar en tilgáta. Þetta má aldrei gerast!
Þessi ætlun sást einnig vel þann 23.11.2010 þegar ísraelskur her jafnaði við jörðu og þurrkaði út heilt palestínskt þorp á V-bakkanum í Jórdandal. Þann 30.11.2010 ruddu Ísraelar í burtu palestínskum byggingum í A-Jerúsalem til að rýma fyrir 130 ísraelskum sem nýlega voru samþykktar af ísraelskum yfirvöldum. Lýstu Ísraelar því yfir að palestínsku byggingarnar hefðu verið reistar án leyfis Ísraela. Þetta endurtók sig 19. febrúar 2011. Hver gefur Ísraelum rétt til að dæma um það hvort byggingar í annarra manna landi séu óleyfilegar til þess eins að leyfa eigin trúbræðrum að ræna landið og að byggja þar sjálfir?
Ísraelar ræna ekki einungis landinu heldur einnig vatninu. Ekki nóg með það að þeir tappi vatninu af palestínska V-bakkanum með safnæðum í kringum herteknu svæðin og af stærsta vatnsbóli Palestínu, heldur skammta Ísraelar 1.450m{+3} af vatni á ári á hvern íbúa til landræningjabyggðar á meðan þeir skammta til palestínsku heimamanna aðeins 83m{+3}.
Mönnum er jafnvel rænt af Ísraelum eins og gerðist fyrir nokkrum árum þegar tugir palestínskra ráðherra og þingmanna voru numdir á brott. Þeir drepa jafnvel eins og atburður í Hebron þann 8.1. 2011 sýnir: Eftir að Abbas, forseti Palestínu, náðaði nokkra pólitíska palestínska fanga ruddust ísraelskir hermenn inn í íbúðir þeirra, handtóku sex þeirra en í sjöunda skiptið fóru Ísraelar húsavillt og drápu blásaklausan mann, sofandi í rúmi sínu og báðust afsökunar eftir á! Þvílík huggun!
Útþenslustefna Ísraela sést vel í sambandi við innflytjendastefnuna. Á meðan Gyðingar um heim allan eru beinlínis hvattir til búsetu í Ísrael, fá palestínskir flóttamenn ekki leyfi til að snúa til sinna heimahaga, í það sem Ísraelar kalla Ísrael. Innflytjendur af Gyðingaættum eru jafnvel hvattir til að setjast að í ræningjabyggðum á herteknum svæðum og eru ofan á allt verðlaunaðir fyrir það með skattaívilnun frá ríkinu.
Þegar Sameinuðu þjóðirnar leggja fram ályktun gegn Ísrael um yfirgang þeirra, kæra Ísraelar sig kollótta um það og BNA sitja hjá eða beita neitunarvaldi. Þetta hefur gerst margoft, nú síðast 18. febrúar 2011
>> Um 1914 bjuggu um 85.000 Gyðingar í allri Palestínu á um 7% af landinu í friði meðal milljóna Palestínuaraba.
Edmund Bellersen
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2011 | 23:44
Sjóstangveiðifélag Vestmannaeyja
Á fyrstu mynd eru t.f.v: Sverrir Einarsson tannlæknir, Bragi Jósepsson (Staumfjörð) og Axel Ó lárusson skósali. Á mynd tvö eru t.f.v: Sveinn Jónsson, Sævar Sæmundsson, Eiríkur Sigurgeirsson og Jón Ögmundsson frá Litlalandi við Kirkjuveg. Þarna er Gullfoss í baksín en hann var hér í höfn yfir áhvítasunnuna og var notaður sem hótel fyrir aðkomumenn aðalega útlendinga sem komu til Vestmannaeyja á Sjóstangveiðimót.
Sjóstangveiðifélag Vestmannaeyja
Saga Sjóstangveiðimóta í Vestmannaeyjum nær aftur til ársins 1960 eða í 50 ár, en þá var haldið mót á vegum Flugfélags íslands. Hugmyndin var þeirra Flugfélagsmanna, en þeir fengu Axel Ó Lárusson til að sjá um framkvæmdina í Eyjum. Aðrir sem komu þarna við sögu voru m.a. Páll Þorbjörnsson sem var yfirvigtarmaður og Guðlaugur Stefánsson í Gerði sem sá um að rita það sem þurfti. Flugfélagsmótin urðu þrjú, en í febrúar 1962 kom upp áhugi til að stofna Sjóstangveiðifélag í Vestmannaeyjum fékk það félag nafnið SJÓVE. Fyrsta stjórn félagsins skipuðu þeir Þórhallur Jónsson formaður, Axel Ó Lárusson gjaldkeri og Steinar Júlíusson var ritari.
Það var oft gaman að fylgjast með þessum stangveiðimótum fyrstu árin sem þau voru haldin í Eyjum, þar sem mikið líf var á bryggjum þegar bátar komu að landi og verið var að vigta þann afla sem fékkst. SJÓVE var mjög virkt félag í mörg ár og er kannski enþá. Eins og svo oft áður er það sama fólkið sem gegnum tíðia hafa verið drifjaðrirnar í þessum félagsskap. Hér fyrir neðan má sjá mynd af hluta af því fólki.
Stjórn SJÓVE 1987, t.f.v: Aðalbjörg, Þóra, og Þuríður, aftari röð; Magnús, Pétur, Jón og Jóhann Listó
Bloggar | Breytt 23.3.2011 kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.3.2011 | 16:46
Herjólfsferð er örugg ferð var slagorð hér áður fyr
Þessa mynd teiknaði PEBS eða Pétur bilstjóri sem keyrði vöruvagna í Herjólf í mörg ár, en Jóhann Geirharðsson bílstjóri ( einstakur öðlingsmaður) átti það fyrirtæki og stóð sig mjög vel í þessum flutningum milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar. Það þurfti stundum að stoppa Herjólf gamla þegar hann fór í slipp og þá voru eins og nú menn óhressir með það stopp. Þær kvartanir komu auðvitað á forstjórann sem þá var vinur minn Magnús Jónasson kenndur við Grundarbrekku. En Stína (Kristín) var á skrifstofunni í Reykjavík. Myndin sýnir hvaða lausn Pétur bílstjóri sá árið 1987 á þessum vandræðum Eyjamanna að fá vörur og flutning farþega til Eyja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2011 | 11:20
Vestmanneyiskar blómarósir gömul mynd
Vestmanneyiskar blómarósir gömul mynd úr ritinu Blik frá 1971. Frá vinstri: Rebekka Guðjónsdóttir frá Skaftafelli, Pálína Pálsdóttir fra Sandfelli, Guðbjörg Sigurjónsdóttir frá Víðidal, Gunnþóra Kristmundsdóttir frá Kalmannstjörn, Sigurlína Eyvindsdóttir frá Valhöll, Steinunn Ólafsdóttir frá Bjargi, Guðbjörg Þorsteinsdóttir frá Hjálmholti, Guðlín Guðjónsdóttir frá Framnesi. Öll þessi heimili vorun kunn í Eyjum á þessum tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)