Þeir störfuðu hjá Vestmannaeyjahöfn

Höfnin í Vestmannaeyjum 1 Hafnarverðir hafnarstjórar og bryggjuverðir í Vestmannaeyjum. 

Hafnarvarðarstarfið  við Vestmannaeyjahöfn var stofnað árið 1925 og var Geir Guðmundsson Geirlandi fyrsti hafnarvörður. Aðrir sem hafa gengt þessu starfi eru:

Kristján Egilsson, Stað, bryggjuvörður

Böðvar Ingvarson, Ásum, hafnarvörður

 

Ólafur Eyjólfsson, Garðstöðum hafnarvörður

Kristinn Sigurðsson, Skjaldbreið, bryggjuvörður.

Sigurður Kristinsson, Löndum, aðstoðarhafnarvörður

Sigurgeir Ólafsson, Víðivöllum, hafnarvörður og hafnarstjóri frá 1982

Ólafur Kristinsson Hafnarstjóri

Sigurður Þ. Jónsson, Hásteinsveg 47 hafnarvörður

Ingólfur Matthíasson, Hólagötu 20 hafnarvörður

Sigurður Elíasson, Illugagötu 39 hafnarvörður

 

Löndun við Básaskersbryggju

 

 Einhver greinarmunur var gerður á því að vera bryggjuvörður og hafnarvörður, sem ég er ekki alveg klár á.  

Hannes Jónsson var frá 1910 til  1923 ?

Stefán Pálsson aðstoðarhafnarvörður frá 1921. ( þá sóttu um starfið m.a. Eyþór Þór, Árni Johnsen og jón Waagfjörð)

Geir Guðmundsson Geirlandi 1925. laun 3000 kr. Ári. Sagði upp 15.02.1933

Árni Þórarinsson

Eyvindur Þórarinsson

Sigurður Kristinsson, Löndum, hætti 10.07. 1974

Angantýr Elíasson, í 50% starfi sem hafnsögumaður

Bergsteinn Jónsson, Múla hætti í 11. nóvember 1974

Jóhann Bjarnason, Hoffelli, frá 21.11.1974. Siðar yfirhafnavörður ? 1977

Ágúst Bergsson, Illugagötu 35 03.01.1977. Siðar skipstjóri á Lóðsinum.

Willum Andersen

Sveinn Halldórsson

Kristján Eggertsson

Ingibergur Friðriksson frá Batavíu

Arnar Sigurðsson ( Addi Sandari)

Sigurgeir Jónasson

Ólafur Jónsson Laufási

 

Höfnin í Vestmannaeyjum

 Hafnsögumenn við Vestmannaeyjahöfn   Hannes Jónsson var ráðinn hafnsögumaður frá 7. desember 1925.

Úr fundargerð bæjarstjórnar frá þessum tíma: Samþykkt að stofna hafnsögumannsembætti með 2500 kr árlegum launum úr hafnarsjóði. Hannes beri sjálfur kosnað af ferðum í skipin. Hannes Jónsson gegndi þessu embætti til ársins 1937.

Árni Þórarinsson var skipaður vara- hafnsögumaður 29.12.1934 en varð síðar fastur  hafnsögumaður.

Eyvindur Þórarinsson  (hann hætti störfum 1947).

Jón Í Sigurðsson, hafnsögumaður

Angantýr Elíasson, hafnsögumaður

Þórður Rafn Sigurðsson, hafnsögumaður

Björgvin Magnússon, hafnsögumaður

(Árni J Johnsen hafnsögumaður  er ekki viss?)

Friðrik Ásmundsson, hafnsögumaður

Gísli Einarsson hafnsögumaður

Andrés Sigurðsson hafnsögumaður

 Skipstjórar á Lóðsinum

Einar Sveinn Jóhannesson

Ágúst Bergsson

Sveinn Rúnar Valgeirsson

 Vélstjórar á Lóðsinum

Sigurður Sigurðsson

Einar Hjartarson Geithálsi

Óli Sveinn Berharðsson

Gísli Einarsson

Hjálmar Guðmundsson

 Vigtarmenn hjá Vestmannaeyjahöfn

Torfi Haraldsson

 

Eflaust eru fleiri menn sem koma til greina á þessum nafnalista, þeir sem til þekkja vinsamlegast gerið athugasemd hér að neðan í athugasemdarlista.

Kær kveðja SÞS

  

Ætli þeir séu að yngja upp hjá N1

Magnús Orri Óskarsson olíukall

 

 

 

 

 

Ætlarðu að fylla manni, þú veist að sopinn er ekki gefins.

 

Magnús Orri Óskarsson við störf hjá N1.


Það er fallegt í Vestmannaeyjm. Miðklettur og Ystiklettur

klettarnir Vinur minn Kjartan Ásmundson sendi mér þessa fallegu mynd sem tekin er fyrir Heimaeyjargosið, hún er tekin frá lóðinni á Gjábakka. Með myndinni skrifar Kjartan eftirfarandi: Þessi mynd er tekin af hlaðinu heima  þetta er eins og að horfa út um eldhúsgluggan , það er ekki ónýtt að hafa þetta fyrir augum. Við áttum heima á Bakkastíg 8 (Stóra Gjábakka) - Húsið beint á móti (aðeins hægra meginn) er Bakkastígur 9 þar bjó Addi vinur okkar á Suðurey - Hann var frá Gjábakka- Gjábakkarnir vor 3. KV Kjartan.

Sjálfur var ég í Eyjum í dag vegna vinnu minnar í fallegu veðri þar sem ég hitta nokkra skemmtilega Eyjamenn.

Kær kveðja SÞS 


Bifreiðarstöð Vestmannaeyja stofnuð 20.11.29

Áttatíu ár frá stofnun Bifreiðastöðvar Vestmannaeyja

Helgi Benónýsson

 

Bifreiðastöð Vestmannaeyja var formlega stofnuð 20. nóvember 1929, stofnendur voru eftirtaldir bifreiðastjórar;

Helgi Benónýsson, Vesturhúsum, Gunnlaugur Gunnlagsson, Hólagötu 11,  Lárus Árnason, Búastöðum, Páll Erlendsson Brekastíg 29, Baldur Sigurðsson Heiði, Ólafur Guðjónsson Stakkholti, Bernódus Stakkagerði, Jón Þorleifsson Sólhlíð 6.

Aðalhvatamaður að stofnun BSV var Helgi Benónýsson á Vesturhúsum.

 Myndin hér til hliðar er af Helga Benónýssyni

 Fyrsti stöðvarstjóri var Bjarni Jónsson Svarbarði.

Bilstjórar á BSV

Bifreiðastjórar á BSV 

Myndin er tekin 1967 t.f.v; aftari röð: Hilmar Jónsson, Magnús Guðjónsson, Guðmundur Högnason, Einar Jónsson, Magnús Ágústsson, Ari Pálsson, Adólf Sigurjónsson, Jens Ólafsson, Gustaf Sigurjónsson, Guðsteinn Þorbjörnsson, Páll Gíslason, Jón Þorleigsson, Haukur Högnason, Ármann Guðmundsson. Fremri röð t.f.v; Daníel Guðmundsson, Sigurður Jónsson, Jóhann Gíslason, Oddgeir Kristjánsson, Andrés Guðmundsson, Engilbert Þorbjörnsson, Sigurjón Sigurðsson.

 

 Gamlir BSV bílar

 Á fyrstu árum BSV voru verkefni mjög fjölþætt . Allflestir fiskverkendur söltuðu sinn fisk og sólþurkuðu á svonefndum stakstæðum sem þöktu mikið landsvæði í Vestmannaeyjum hér áður fyrr. Þá var einnig fiskhausum og hryggjum ekið út um tún og hraun og sólþurkað. Oft var hér um að ræða útflutning á stórum förmum. Þá var mikið um að bifreiðastjórar ækju slógi og húsdýraáburði á tún og í kálgarða. Akstur fyrir fiskibáta hefur ávalt verið mikill bæði með fisk og veiðarfæri. Það skapaði einnig þó nokkra vinnu hér áður fyr að keyra vatni í brunna eyjamanna, það lagðist af þegar vatnsleiðslan var lögð til Eyja. Einn þáttur í vinnu vörubílstjóra í Eyjum var akstur svonefndra bekkjabíla á Þjóðhátíð, var þá settir bekkir upp á vörubílana og þeir síðan notaðir til að keyra fóli úr og í Herjólfsdal. Ég var tvö ár rukkari aftan á vörubíl hjá Ástvaldi í Sigtúni og græddi vel á þeim Þjóðhátíðum, því Ástvaldur var mjög sangjarn og borgaði mér vel fyrir eða viss % af innkomu. En ég man að þetta var mikil törn meðan á þessu stóð, en gaf góðan pening ef bílstjórar voru duglegir að keyra.

Ætli stæðsta verkefni bifreiðastjóra í Vestmannaeyjum hafi ekki verið vikurhreinsunin eftir Heimaeyjargosið 1973 en gífurleg vinna var við að hreinsa bæinn af vikri sem þakkti svo til alla Heimaey.

Ísleikur Jónsson

Þeir sem lengst störfuðu sem bifreiðarstjórar á BSV voru í því starfi í 50 ár, og flestir voru bilstjórar á BSV 35 menn.

 BSV 50 ára

Það gefur auga leið að við sem unnum á bátunum kynntumst þessum mönnum nokkuð vel og í minningunni voru þetta upp til hópa skemmtilegir og góðir menn. Ísleikur Jónsson var einn af þeim sem var svolítið sérstakur maður, en hann talaði alltaf um sig og bílinn sem eitt. Hann sagði til dæmis: Ég er búinn að vera með vatnstankinn á mér í tvo daga og keyra út miklu af vatni. Ég hef verið undir mér í allan dag að gera við. ‘Eg ætla að bakka mér aðeins lengra og svo framvegis. Þetta var skemmtilegur kall og einstaklega góðu náungi. Mér er líka minnistætt að nokkrir af þessum mönnum leyfðu okkur strákunum að sitja í þegar þeir voru að landa úr bátunum. Þetta tafði þá aðeins því við urðum að fara út úr bilnum þegar verið var að vigta svo við skekktum ekki vigtina á fiskinum.

Hluta af þessari færslu tók ég úr gömlu Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja, en ég fékk á sínum tíma Magnús Guðjónsson bilstjóra til að skrifa um BSV sem hann og gerði vel og skilmerkilega. Það er því gott að þessi saga um Bifreiðarstöð Vestmannaeyja er til í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1985 ásamt mörgum myndum frá sögu stöðvarinnar.   Þökk sé Magnúsi Guðjónsyni.

Að sögn Magnúsar Guðjónssonar hætti BSV eða Bifreiðastöð Vestmannaeyja starfsemi 26. ágúst 2003.  

kær kveðja SÞS


Markúsarnetið búnaður til að ná mönnum úr sjó

 

Markúsarnetið.

Upphafsmaður Markúsarnetsins var Markús B. Þorgeirsson skipstjóri frá Hafnarfirði. Í maí 1981 var netið kynnt í Vestmannaeyjum  og vakti það þá mikla athygli sjómanna og útgerðarmanna, þannig að um áramótin 1985 höfðu 300 skip komið sér upp Markúsarneti. Það sýndi að sjómenn höfðu trú á þessu björgunartæki, enda hefur það örugglega fækkað dauðaslysum á sjómönnum.

Markúsarnetið er björgunartæki sem hefur verið í stöðugri þróun frá því það var fyrst kynt. Það er níðsterkt og einfalt í notkun, létt og fyrirferðalítið og hentar því vel við erfiðar aðstæður. Netið er hannað til handvirkrar notkunar og einnig er hægt að nota krana til að hífa inn mann hvort heldur er standandi, sitjandi eða liggjandi en það er mikilvægt þegar slasaðir eða ofkældir menn eru dregnir úr sjó.

Markúsarnetið er framleitt fyrir allar stærðir og gerðir skipa og er fyrst og fremst hugsað til að ná mönnum úr sjó en það hefur einnig komið að góðum notum við að ná mönnum úr gúmmíbjörgunarbátum og upp í skip. Það samanstendur af geymsluhylki fyrir netið, lyftilínu, neti, kastlínu og brjóstlínu. Hér eru  dæmi sem ég hef tekið saman um notkun netsins á neyðarstundu.

Í nóvember 1983 björguðust fjórir menn af þýska flutningaskipinu Kampen, sem fórst suður af Vestmannaeyjum. Þá hafði bæði mistekist að ná þeim upp úr sjónum með bjarghring og línu. Þótti Markúsarnetið þarna sýna að það var eina björgunartækið sem hægt var að nota við þessar aðstæður þar sem mennirnir voru allir útataðir í þykkri olíuleðju.

Árið 1984 féll maður í höfnina í Vestmannaeyjum og var bjargað með Markúsarneti.

Í október 1985 fór skipverji útbyrðis af Gígju VE þegar verið var að hífa inn nótina. Reynt var að ná honum inn með bjarghring en tókst ekki. Var þá náð í Markúsarnetið og því hent til hans og hann kom sér í það og gekk þá vel að ná honum um borð.

Í mars 1986 fór maður útbyrðis af Guðmundi Einarssyni frá hnífsdal. Veður var slæmt stormur og 8 til 10 stiga frost. Skipið var statt á rækjumiðunum NV af Kolbeinsey kl 22 að kveldi. Þegar maðurinn datt útbyrðis fór hann á kaf en skaut um nokkra metra frá skipinu. Honum tókst að synda að trollinu sem var úti og halda sér í það. Reynt var að henda til hans bjarghring og spottum en það gekk ekki. Þá var náð í Markúsarnet sem var þarna um borð og því hent til hans. Hann gat komið sér í það og gekk þá vel að ná honum aftur um borð. Skipstjórinn sagði eftir óhappið að ef þeir hefðu ekki haft Markúsarnetið um borð þá hefðu þeir ekki náð manninum úr sjónum aftur.

Í febrúar 1987 tók skipverja út af vélbátnum Hrugni GK er skipið var statt út af Krísuvíkurbjargi, Hann náðist um borð aftur með Markúsarneti.

Það var í apríl 1987 sem Reynir EA fórst í slæmu veðri. Skipverjanum var bjargað með Markúsarneti og gekk sú björgun vel.

Þann 31 janúar 1988 féllu tveir hásetar af Guðmundi VE útbyrðis er þeir voru staddir 80 sjómílur frá landi úti fyrir Norðfirði. Slysið átti sér stað morgni í niðamyrkri. Mennirnir voru í flotgöllum og náðust upp með Markúsarneti og gekk björgun mjög vel.

Þann 7. mars 1989 sökk Sæborg SH 377 á Breiðafirði í slæmu veðri og miklum sjó en sjö skipbrotsmenn komust í gúmmíbjörgunarbát. Skipshöfnin á Ólafi Bjarnasyni SH 137 bjargaði síðan áhöfn Sæborgar SH með því að nota Markúsarnetið.

Kær kveðja SÞS


Þeir unnu í gamla daga við útflutning á fiski

Myndin er tekinn 1940

 

 

Myndin er tekin um 1940 líklega á Básaskersbryggu þegar fiskútflutningur frá Vestmannaeyjum til Bretlands stóð sem hæðst.

  Mennirnir eru t.f.v; Tryggvi í Völundi, Jón á Horninu með hatt, Bogi í Sandprýði, Hannes á Hæli, Magnús á Aðalbóli (Dengsi), Sigurður Margeirsson og Halli frá Pétursborg.

Sjálfur man ég eftir flest öllum þessum mönnum.

Kær kveðja SÞS


Neyðarnótin Hjálp endurbætt og prófuð

Neyðarrnótin Hjálp hefur nú verið endurbætt. Hún var prófuð í Slysavarnarskóla sjómanna í síðustu viku með góðum árangri að sögn Hilmars Snorrasonar og félaga í Slysavarnarskólanum. Hún hefur fengið viðurkenningu sem björgunartæki til að ná mönnum úr sjó frá Siglingastofnun.

Neyðarnótin Hjálp 1Neyðarnótin Hjálp 2

Neyðarnótin Hjálp prófuð í Slysavarnarskóla sjómanna 11. mars 2009

Neyðarnótin Hjálp 3Neyðarnótin Hjálp 4

Neyðararrnótin Hjálp heitir nýjasta björgunartækið til að ná mönnum úr sjó, hún var sett á markað 1996. Nótin er ætluð til að bjarga mönnum úr sjó og vötnum og kemur að gagni þó sá sem bjarga á sé meðvitundarlaus. Kristján Magnússon er höfundur nótarinnar og framleiðandi. Búið var að vinna að þróun nótarinnar í 10 ár þegar hún kom á markað, og enn hefur Kristján gert lagfæringar á Neyðarnótinni Hjálp. Meðal annars sett stífara flot sem er sjálflýsandi og heldur nótinni betur opinni.

Neyðarnótin Hjálp 5 HÖ

Þykir þetta tæki byltingarkennt. neyðarnótin Hjálp virkar þannig að menn sem falla í sjó eða vatn eru fiskaðir upp hvort heldur þeir eru með eða án meðvitundar. Aðalkostur nótarinnar er sá að menn eru teknir upp í láréttri stellingu, sem er einkar mikilvægt þegar um ofkælingu er að ræða.

Meðfylgjandi myndir segja meira en mörg orð.

Hér er mynd af hönnuði Kristjáni Magnússyni með kassana sem geyma nótina Hjálp.

 

 

Neyðarnótin Hjálp 5 Sæbjörg

 

 

Myndin er tekinn þegar prófanir fóru fram um borð  í Sæbjörgu.

 

 

 

 

Kær kveðja SÞS


Sjöstjörnu VE 92 sökkt við Eyjar

Sjöstjörnu VE sökktSjöstjörnu VE sökkt 1

Myndirnar tók ég þegar Sjöstjörnu VE 92 var sökkt norðan við Heimaey. Félagar í Félagi áhugamanna um öryggismál sjómanna sökktu bátnum til að gera tilraunir með losunar- og sjósetningarbúnað. Mikill áhugi var í Vestmannaeyjum á þessum árunum 1970 til 2000 til að bæta öryggi sjómanna, enda höfðu á þessum árum margir sjómenn frá Vestmannaeyjum látið lífið í sjóslysum. Þá var stofnað þetta félag sem fékk nafnið Félag áhugamanna um öryggismál sjómanna. Í félaginu voru 18 menn sem allir höfðu brennandi áhuga á þessu verkefni og stóðu fyrir mörgum tilraunum með ýmsan öryggisbúnað sem nú hefur verið lögleiddur.

kær kveðja SÞS


Bryggja við Vík í Mýrdal

Bryggja við Vík

 

Höfn í Vík í Mýrdal.

Hér áður fyr var oft rætt um að það vantaði fleiri hafnir við suðurstönd Íslands, kom þá oft til álita höfn við Dýrhólaós, Vík í Mýrdal og Þykkvibæ. Á sínum tíma var sérstök nefnd starfandi sem átti að kanna möguleika á nýju hafnarstæði en ekki er vitað hvað út úr þeirri nefnd kom.

Í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1978 er teikning af hafnarmannvirkjum við Vík í Mýrdal dagsett í september 1921 og undirrituð af Torvald Krabbe þáverandi vitamálastjóra.

Hér er ekki um lokaða höfn að ræða heldur garð og bryggju, þar sem skip á stærð við Skaftfelling gamla gat lagst við bryggju. Þarna hefði verið hægt að skipa upp vörum og lítil fiskiskip getað lagt upp afla sinn. Þessi fyrirhugaða bryggja hefði verið staðsett nokkru vestan við sjálfa Víkurbyggð þ.e.a.s. við svonefndan Bás.

 Unnið úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1978

Kær kveðja SÞS

 


Gellupeyjar í Eyjum

Gellupeyjar í Eyjum

 

 

 

 

Gellupeyjar með gelluvagna.

Tfv: Jón Magnússon, Björn Friðriksson, Birgir Þór Leifsson, Stefán Pálsson, Kristmann Ómarsson 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband