5.3.2014 | 14:09
Löng orð
Stundum koma upp ýmsar dellur eins og að reyna að búa til löng orð, eitt sinn voru þetta talin vera með lengstu orðum sem til eru í íslensku, set þetta hér inn til gamans og kannski koma einhverjir hér inn og setja fleiri enn lengri orð í athugasemdir.
Réttarveggjarvasapelafyllirísrómantík, og Vaðlaheiðavegavinnuverkfærageymsluskúrslyklakippuhringurinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2014 | 14:07
Saga Skaftfellings
Saga Skaftfellings ágrip, er fróðleg lesning um skip sem á sér merkilega sögu. Ritið er gefið út og skrifað af þeim bræðrum Arnþóri Helgasyni og Sigrtygg Helgasyni en faðir þeirra átti og gerði út skipið Skaftfelling VE.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2014 | 17:23
Steindór Árnason stýrimaður á Vetti
Blíða er þarna á sjónum á síðutogaranum Vetti . Norðfirðingurinn Steindór Árnason við netaviðgerðir um borð í Vetti. Myndin líklega tekin sumarið 1957 en Steindór var lengi stýrimaður á því skipi.
Steindór var einnig á Hvalveiðibátunum og í mörg á skráningastjóri hjá Siglingastofnun, en þar kynntist ég hónum. Skemmtilegur kall sem nú er á eftirlaunum og býr í Kópavogi.
Mér er sagt að myndina hafi tekið Albert Kemp fv. skipaskoðunarmaður á Fáskrúðsfirði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)