9.3.2011 | 23:35
Olíbryggjan inn í Botni
Olíubryggjan inn í Botni og tveir menn sem tengdust Vestmannaeyjahöfn til fjölda ára. Myndina af bryggjunni hef ég sett hér inn áður.
Steini á Múla og Jón á Látrum, eftirminnilegir og góðir menn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2011 | 23:32
Myndir frá Ísafirði
Þessar myndir eru frá Ísafirði og teknar árið 1983 alla vega myndin með bátunum.
Er ekki fjallið á svart hvítu myndinni líkt og á myndini hér að ofan það finnst mér.
Guðmundur Ólafsson tók þessar myndir
Olíugeymir í byggingu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2011 | 22:36
Hvar er þessi mynd tekin ??
Er einhver sem getur frætt mig á því hvar þessi mynd er tekin ?
Kannski Laugi bloggvinur minn viti það?
Ég held að það sé komið á hreint, að þessi mynd er frá Ísafirði, ég þakka öllum sem settu hér athugasemdir við myndina.
Bloggar | Breytt 12.3.2011 kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
5.3.2011 | 17:12
Borgarfjörður eystri árið 1988
Myndirnar eru frá höfninni á Borgarfirði eystra og teknar árið 1988, þá var unnið að hafnarframkvæmdum á staðnum.
Það er alltaf gaman að koma til Borgarfjarðar sem er mjög fallegur og snyrtilegur lítil útgerðarbær.
Guðmundur Ólafsson tók myndirnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2011 | 15:04
Sprengt fyrir nýju stálþili í Sandgerði fyrir margt löngu
Þetta er ekki gos, þarna er verið að sprengja fyrir stálþili sem á að vera við nýja bryggju í Sandgerði.
Ekki veit ég hvaða ár þessi skemmtilega mynd var tekin.
Guðmundur Ólafsson tók þessa mynd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2011 | 19:17
25 þúsund sjómenn farast árlega við störf sín
Ótrúlega margir sjómenn víðvegar um heimin láta lífið við störf sín
25 þúsund sjómenn farast árlega við störf sín. Viðskiptablaðið 3. mars 2011. Vilmundur Hanssen
Sjómennska er hættulegasta starf í heimi samkvæmt tölum frá Alþjóðavinnumálastofnuninni
ILO, einni af stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Talið er að um 25 þúsund sjómenn farist árlega
við fiskveiðar og tengd störf. Lang flest eru dauðsföllin í þróunarlöndunum enda er öryggismálum þar víða mjög ábótavant. Sverrir Konráðsson, sérfræðingur hjá iglingastofnun, sat í janúar síðastliðinn fund undirnefndar um stöðugleika, hleðslumerki og öryggi fiskiskipa (SLF) hjá Alþjóðasiglingamála stofnuninni, IMO, í London. í raun veit enginn fyrir víst hversu margir farast við fiskveiðar á ári vegna Sverrir Konráðsson. Vegna þess að skráningu á dauðsföllum er víða ábótavant. Talan sem Alþjóðavinnumálastofnunin hefur tekið saman er nálgun og byggð á gögnum og tölfræði sem talin er áreiðanleg. Hæst er dánartíðnin talin vera í þróunarlöndunum þar sem öryggismál eru víða í ólestri og þar er slysaskráningin líka ónákvæmust og víða engin og sjóslysarannsóknir takmarkaðar. Fiskveiðar í heiminum eru stundaðar með mjög mismunandi hætti, allt frá því að fólk standi á ströndinni og kasti út netum, rói frá landi á eintrjáningum eða stundi veiðar á stórum verksmiðjuskipum. Ástæður dauðsfalla eru því mjög mismunandi og atvikin sem skráð eru geta verið allt frá því að einstaklingur sem rær til fiskveiða út á Malavívatn að morgni skili sér ekki aftur að kvöldi, maður falli ofan í lest og láti lífið eða að stór fiskiskip farist á hafi úti," segir Sverrir í samtali við Fiskifréttir.
Hættulegasta starf í heimi
Talan um dauðsföll sjómanna er sláandi og allir sem láta sér annt um öryggi þeirra hafa verulegar áhyggjur af stöðunni. 25.000 dauðsföll á ári jafngilda því að 69 fiskimenn látist af slysförum á hverjum degi alla daga ársins og samkvæmt því er sjómennska hættulegasta atvinnugrein í heimi. Sem dæmi má nefna sýna tölur frá Bandaríkjunum að af hverjum 100.000 fiskimönnum deyja 160 árlega af völdum slysa við veiðar en það er 25 sinnum hærra tala en meðaltal dauðaslysa hjá öðrum starfsstéttum, að sögn Sverris. Torremolinos-bókunin Á fundinum í London var lögð áhersla á að Torrremolinos-bókunin svonefnda, sem snýst um öryggi fiskiskipa og samþykkt var á vettvangi IMO árið 1993, tæki gildi sem víðast, ekki síst í Asíuríkjum þar sem fjöldi fiskiskipa er mestur. Flestar Vesturlandaþjóðir hafa fullgilt bókunina og íslendingar hafa innleitt öll ákvæði hennar auk íslenskra sérákvæða. Því miður hefur samþykktin ekki öðlast gildi á heimsvísu og víða er öryggi sjómanna mjög ábótavant. Markmiðið í dag er að reyna að bæta öryggi sjómanna á fiskiskipum í þriðja heiminum og koma þeim á sama stig og á
Vesturlöndum," segir Sverrir Konráðsson.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
3.3.2011 | 23:57
Grill og sögustund í Herjólfsdal með Oddfellowfélögum
T.f.v: Ragnheiður og Elín, á næstu mynd eru Kristjana og Hanna. Börnin þekki ég því miður ekki. Gaman væri að fá athugasemdir ef einhver þekkir nöfn þeirra sem vantar.
Marta, Maggý, Selma með barn í fanginu Við grillið Sigmar Þór, Ingibjörg og Magnúsína
T.f.v; Sigmar Þór, Ester, Ingibjörg, Sandra og Ágústa.
Á seinustu myndinni er fyrir miðju Hermann Einarsson sem fræddi fólkið um sögu Herjólfsdals og sagði frá Vatnspóstinum í Dalnum.
Bloggar | Breytt 4.3.2011 kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2011 | 22:39
Fyrstu Þórunni Sveinsdóttir VE 401 gefið nafn
Fyrsta Þórunn Sveinsdóttir VE 401 var smíðuð í Stalvík í Garðarbæa voru þessar myndir teknar þegar skipinu var gefið nafn árið 1971. Þórunn Óskarsdóttirr fékk þann heiður að gefa þessari happafleytu nafn
Á myndinni eru t.f.v. Jón Sveinsson forstjóri og eigandi Stálvíkur, Bolli Magnússon, Sveinbjörg Sveinsdóttir systir Þórunnar Sveinsdóttur sem skipið er skírt eftir, Sigmar Guðmundsson, Þórunn Óskarsdóttir sem skírði skipið, Sigurjón Óskarsson skipstjóri og annar eigandi skipsins, og Óskar Matthíasson skipstjóri, útgerðarmaður eigandi.
Hér á myndinni fyrir neðan er Óskar Matthíasson með kampavínsflöskuna sem brotin var á stefni skipsins þegar því var gefið nafn, þarna liggur vel á frænda mínum, enda hafði hann trú á þessu skipi sem varð reyndar mikið happaskip.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)