Vélskólinn í Vestmannaeyjum 1992

Nemendur og kennarar vélskólans í Vestmannaeyjum

Nemendur og kennarar á haustönn Vélskólans í Vestmannaeyjum 1991 - 1992.

Vantar nöfnin nema kenararnir Karl Marteinsson sem kenndi smíðar er lengst til vinstri á myndinni og vélfræðikennarinn Kristján Jóhannesson er lengst til hægri. Gaman væri að fá nöfnin á þessum hóp vélstjóra í Eyjum. Myndirnar eru úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1992.

Kristján vélfræðingur er hér niður við Vestmannaeyjahöfn. 

Kristján Jóhannesson vélfræðingur sendi mér eftirfarani og þakka ég honum kjærlega fyrir:

Sæll Simmi og takk fyrir síðast. Vélfræðingurinn var nú að kenna þessum eðaldrengjum og ætti að vita nöfnin þeirra en þurfti að grafa töluvert enda svolítill tími liðinn síðan. Ég held að það sé rétt hjá mér talið frá vinstri sé Karl G. Marteinsson kennari, Sigurður Ó. Kristjánsson, Unnar Víðir Víðisson, Zóphónías Pálsson, Guðmundur Óli Sveinsson, Vilhjálmur Bergsteinsson, Jón Berg Sigurðsson, Jens Jóhann Bogason, Hjálmar Kristinn Helgason, Guðfinnur A. Kristmannsson, Magnús Ingi Eggertsson, Ívar Ísak Guðjónsson, Gylfi Anton Gylfason og Kristján Jóhannesson kennari.  

Kveðja, Kristján Jóhannesson Bjarkarási 1, Hvalfjarðarsveit.         

Kristján Joh Vélfræðingur 


Skipshöfnin á Gullberg VE í vertíðarlok 1979

Skipshöfnin á Gullberg VE

Myndin er úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1979 


Gamalt. Vestfirzkt Málfar

Vestfirzkt málfar

 

Úr blaðinu gamalt og nýtt  sem Einar ríki gaf út í Vestmannaeyjum 1950.

 

 


Vinnuhagræðing um borð í togbátum

Vinnuhagræðing

 Úr sjómannablaðinu Víking frá 1971, gaman að rifja upp þessa hugmynd mína og grein sem ég skrifaði í Víkingin 4.-5 tölub. 1971 þegar ég var í Stýrimannaskólanum, eða fyrir 42 árum .

Eftir að hafa hlustað á fyrirlestur um vinnuhagræðingu  í Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum, fór ég að hugsa um það  hvort ekki væri hægt að breyta eithvað vinnubrögðum um borð í togbátum.  Þetta var útkoman, ég var kannski ekki mikill teiknari en þetta þótti vera nogu gott til að skýra málið. Það skal tekið fram að á þessum tíma voru flest allir bátar með síðutog sem skapaði hættu fyrir þá sem unnu við aðgerð stb. megin í bátnum ef trollið festist í botni. Það urðu mörg alvarleg slys og dauðaslys á þessum árum þegar rúllur og toggálgar voru að slitna upp þegar skipin lentu í slæmum festum.

 

 Vinnuhagræðing 1

 


Víking Gúmmíbjörgunarbátar auglýsing

Víking Gúmmíbjörgunarbátar aulýstir

Svona voru Víking Gúmmíbjörgunarbátar auglýstir hér áður fyr, en þarna er sagt frá fyrstu björgun þar sem fjöldi manna þar á meðal mörg börn bjargaðist af farþega skipinu Skagerak. Fróðlegt að lesa þessa auglýsingu.

Fyrirtækið Víking hefur á undanförnum árum verið í forustu hvað varðar nýungar í framleiðslu öryggisbúnaðar fyrir skip af öllum stærðum.


Gandí VE og Katrín VE

Gandí VE 171 og Katrín VE 47

Gandi VE 171 og Katrín VE 47 á siglingu inn í Vestmannaeyja höfn 


Þekkir einhver skipið ??

Fragtskip

Þekkir einhver þetta skip sem er að sigla inn í Vestmannaeyjahöfn ?.

Er það ekki með merki Hafskips ?? 


Friðgeir Björgvinsson

Beitumaður

Friðgeir Björgvinsson situr á beitustanpi. Mynd Árni frá Eiðum  


Sigurður á Eiðum

 Sigurður  á Eiðum í kaffihléi. Setið fyrir utan aðgerðarhús Víkings á pöllunum austan gamla Íshússins. Mynd Árni frá EiðumBeitumaður S


Í lúkarnum á Frá ve

Í lúkarnum á Frá

Hér er mynd úr lúkarnum á frá VE þar sem menn eru örugglega í góðu spjalli. Þarna eru  t.f.v: Halldór, Ingvi Geir, Villum, Óskar skipstjóri á frá og Pétur. Skemmtileg mynd úr gömlu Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja, mjög líklega frá Sigurgeir Jónassyni.. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband