Fleiri minningarbrot frá liðnum dögum

 Aðeins fleiri minigarbrot um kynni mín af Bjarna Jónasyni

Sumarið 1962 lágu leiðir okkar Bjarna saman, þegar vorum skipsfélagar á Gullþórir  VE 39 á togveiðum Gullþórir ve 39með frænda mínum og fóstra Gísla Sigmars, stýrimaður var Bjarni Jónasar, Sigurður Stanley vélstjóri og nokkrir fl. menn sem ég man ekki alveg nöfnin á. Þetta var mjög skemmtilegt sumar ekki hvað síst vegna þess að Bjarni hélt þar uppi skemmtilegum móral um borð.

 Bjarni var góður kennari eins og síðar kom í ljós, og góður skipsfélagi. Dæmi um atvik sem ég gleymi ekki vegna þess að Bjarni gerði það skemmtilegt með athugasemdum sínum.

Það þykir nú kannski ekki merkileg aðgerð að smúla fiskilestina í 70 tonna fiskibát. Það var nú þannig að oft var það sami maðurinn sem það gerði, og nýgræðingar fengu ekki að koma þar nærri. Einu sinni sem oftar vorum við Bjarni saman ofan i lest og vorum búnir að landa, þegar smúlnum er hent niður í lest. Ég gríp hann og byrja að smúla lestina sem nýliðum til sjós þikir skemmtilegt djobb, en það hafði Bjarni alltaf gert þegar við vorum saman í löndun. Ég sá það svona út undan mér að Bjarni fylgdist með mér smá stund þegar ég var að smúla, og það leið ekki langur tími þar til hann gekk að mér, tók af mér smúlinn og sagði: „ Simmi  það þýðir ekki að smúla svona í tóma vitleysu, þetta verður allt að gera eftir vissum reglum“. Síðan sagði hann mér að fylgjast með hvernig hann smúlaði lestina. Byrja fremst og efst í stíjunum og færa sig síðan niður aftur og aftur eftir lestinni og enda á lestargólfinu, sem sagt  svona á að gera þetta saði hann þegar hann hafði lokið smúliríinu. Síðan glotti hann sínu sérstaka glotti sem maður vissi aldrei hvort  maður átti að taka sem gríni eða alvöru. En eftir þetta fékk ég að smúla þegar ég vildi.

Bjarni Jónasson 1Bjarni hafði gaman að segja okkur sögur og var oft skemmtilegt að vera með honum í  lúkarnum eða á stímvöktum þegar hann var í sögustuði. Man ég enn margar af þeim sögum sem hann sagði mér og eina af þeim skrifaði Bjarni fyrir mig í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1997 eða söguna um það þegar hann synti upp í Örævi við Ingólfshöfða til að hitta Jórunni konu sína, en þá var hann að koma af síld að norðan á Freyju Ve 260. Þá skemmtilegu sögu er hægt að lesa í því blaði.

Það sem gerði sögur Bjarna skemmtilegar var að hann lék þetta allt saman fyrir okkur. Langar mig að segja eina stutta sögu sem hann sagði mér þetta sumar og ég man enn. Þannig var að Bjarni var á síld á Freyju, skipstjóri var Siggi Sigurjóns heitinn. Þannig háttaði til að lítið skyggni var fremst á stýrihúsi Freyju, og þegar rigndi  og eða pusaði yfir bátinn, rann vatnið sem kom á Siggi á Freyjunni astýrihúsþakið niður af skyggninu og ofan á húfuna  eða sixpensarann hjá Sigga sem var oft með hausinn út um gluggann. Þegar þannig stóð á tók Siggi reglulega af sér húfuna þegar hún var orðin vel blaut og sló henni eldsnöggt við gluggastafinn og setti hana síðan snaggaralega á sig aftur. Nú var það einn góðviðrisdag í glaðasólskini að verið er að leita að síld og Siggi er að venju í glugganum með hausinn vel út. Byrjar þá að leka niður af skyggninu og beint niður á húfuna  hjá Sigga, hann leyfði bununni að leka svolitla stund meðan hann hugsaði málið. Djúpt hugsandi tók hann síðan af sér húfuna ofurhægt og sló henni varlega utan í  og setti hana síðan rólega á sig aftur. (þetta lék Bjarni). Fljótlega kom skýringin á fyrirbærinu þegar stelpa kom út úr bassaskýlinu sem var uppi á stýrishúsi, hún var að hysja upp um sig buxurnar. Stúlka þessi var kærasta eins úr áhöfn Freyju VE og hafði fengið að fara með í þessa veiðiferð. Þetta var á þeim árum sem ekki var klósett í þessum bátum heldur notast við fötur ef það þurfti að gera stórt, og myndaðist þá stundum ryðhringur á afturendanum á mönnum ef fatan var mikið ryðguð sem ekki var óalgengt. Þetta var ekki þægilegt fyrir konur að þurfa að fara á ryðgaða gamla olíufötu til að kasta af sér vatni, en kallarnir voru náttúrulega ekki í vandræðum með það.  

Látum þetta næja að sinni af  minningabrotum. 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband