Ástandsúttekt á slysavörnum í höfnum landsins

  Eitt af verkefnum Siglingastofnuar Íslands er að hafa eftirlit með slysvörnum í höfnum. Með slysavörnum er átt við öryggisbúnað sem miðar að því að koma í veg fyrir slys og nota má til bjargar þeim sem fyrir óhöppum verða við hafnir landsins.

Til öryggisbúnaðar hafna  teljast stigar, bjarghringir, Björgvinsbelti,  Markúsarnet, krókstjakar, símar eða bjölluskápar, lýsing á hafnarsvæðum, hlið og girðingar og ýmislegt fleira. Þá má einnig nefna að við úttektir á höfnum er skráð niður hvort löndunarkranar eru skoðaðir og gerð athugasemd við kranann ef hann er óskoðaður, krana á að skoða einu sinni á ári og er það Vinnueftirlitið sem það gerir. Ekki er algengt að kranar séu óskoðaðir í höfnum landsins, þannig að flestir löndunarkranar þeirra hafna sem eru skoðaðar eru í góðu ásigkomulegi.

100_3504

Reynsla af þessum skoðunum á öryggisbúnaði hafna er nokkuð mismunandi, þó verður að segja að í langflestum höfnum er öryggisbúnaður í nokkuð góðu lagi þó alltaf megi gera betur.

Góðir stigar á bryggjum landsinns eru mikið öryggisatriði, þeir eiga samkvæmt reglum að vera með ljós og þannig lýsa upp stigann, til að hann sjáist enn betur á hann að vera málaður innan með áberandi lit. Á allflestum bryggjum landsinns eru stigar í lagi og á síðustu árum hefur markvist verið unnið að því að koma ljósum í stiga á eldri bryggjum, allar nýjar bryggjur eru byggðar með góða velupplýsta stiga. Það er þó ennþá nokkuð um að á gamlar bryggjur vanti eitthvað af stigum og ljós í þá. Misjafnt er hvað auðvelt er að koma fyrir ljósum og stigum í gömlum bryggjum. Minna má á að þessir stigar með ljósum hafa bjargað mönnum sem hafa fallið í hafnir í myrkri og slæmu skyggni.

Lýsing í höfnum er mikið öryggisatriði, vel upplýstar bryggjur minka líkur á því að slys verði við þær og góð lýsing á hafnarsvæði á að lýsa upp geymslustaði öryggisbúnaðar, þetta er eitt af þeim atriðum sem skoðað er við ástandsúttekt öryggisbúnaðar hafna, ásamt aðgengi að þeim öryggistækum sem til taks eru við höfnina. Því miður er stundum ekki hægt að komast að þeim björgunar og öryggisbúnaði sem er til staðar á bryggjunni eða við hana, vegna þess að hlaðið hefur verið fyrir björgunarbúnaðinn gámum, körum eða öðru óviðkomandi dóti.

IMG_0417

Það er því ekki nóg að merkja öryggisbúnað vel, hann verður að vera vel aðgengilegur og sjást vel frá sem flestum stöðum við hafnarsvæðið.

Það eru aðalega tvö atriði sem ekki eru í lagi í nokkuð mörgum höfnum sem skoðaðar hafa verið af Siglingastofnun Íslands, það eru svokallaðir bjölluskápar eða neyðarsímar og öryggisplön en öryggisplanið á að sýna staðsetningu á þeim öryggisbúnaði sem er við viðkomandi höfn eða hluta af höfn, en þar sem bryggjur eru margar þarf oft mörg skilti.

 Í hverri höfn á að vera öryggisplan fyrir hvert hafnarsvæði þar sem kemur fram hvar öryggisbúnaður hafnarinnar eða bryggjunnar er staðsettur. Þessu hefur verið vel fyrir komið í mörgum höfnum en eins og áður segir vantar þetta í alltof margar hafnir.

Í reglum er kveðið á um að við bryggjur eigi að vera neyðarsími eða bjölluskáppur á vissu millibili við hafnir landsinns, þessu hefur ekki verið nógu vel framfylgt vegna þess að mjög erfiðlega hefur gengið að halda þeim í lagi og þessi búnaður er mjög mismunandi að gerð.

100_0917

 Við úttektir á öryggisbúnaði hafna er það eitt af því sem gert er, að prófa þessa neyðarhnappa ( bjölluskápa )  eða síma, það er því miður staðreynd að í alltof mörgum tilfellum er þessi neyðarbúnaður ekki í lagi og ekki óalgengt að allir neyðarhnapparnir við höfnina séu ónothæfir. Þó eru nokkar hafnir sem hafa getað haldið þessum neyðarsímum í lagi og eru með alla sína bjölluskápa eða síma  í lagi þegar skoðun fer fram. Til fróðleiks má nefna að hér áður fyr voru það hefðbundnir símar sem notaðir voru sem neyðarsímar, þeir voru tengdir beint á lögreglustöð á þeim stað sem næst var hafnarsvæðinu, í dag eru aftur á móti flestir bjölluskápar eð neyðarsímar tengdir beint á neyðarlínuna 112. Það er skoðun margra starfsmanna hafna að ekki þurfi þessa neyðarsíma þar sem allflestir menn eigi nú farsíma og muni nota þá í neyðartilfellum, þeir benda einnig á að þeir bjölluskápar sem nú eru í notkun séu falskt öryggi ef ekki er hægt að treysta þeim betur en raun ber vitni. 

Bjölluskápur/ net

Þó reglur gildi um öryggisbúnað hafna þá er það lágmarksbúnaður sem þar er átt við, ekkert mælir á móti því að hafnarstjórnir bæti við öryggisbúnaði ef þeir telji að það bæti öryggið við höfnina. Mig langar að minnast á eitt atriði sem nokkrar hafnir hafa tekið upp og er til fyrirmyndar. Þessar hafnir eru með björgunarvesti á bryggjunni í sérstökum kössum

 sem börn og unglingar geta gengið í þegar þeir eru á bryggjunni við veiðar eða aðra iðju sem börn og unglingar sækja í við hafnir landsins. Að sögn bryggjuvarða sem ég hef rætt við er þetta þó nokkuð mikið notað og þessum öryggisbúnaði skilað á sama stað eftir notgunn. Þetta fyrirkomulag er til fyrirmyndar og ættu allar hafnir landsins að hafa aðgengileg björgunarvesti á ákveðnum stað fyrir þau börn og unglinga sem eiga erindi á bryggjur hafna, það kennir börnum að meta og nota þennan sjálfsagða og einfalda öryggisbúnað.

Margt fleira væri hægt að ræða um þessar ástandsskoðanir á höfnum t.d. staðsetningu og notagildi ýmissa björgunartækja. Einn hafnarstarfsmaður benti mér á að það er umhugsunar efni að vera með á einni 200 metra bryggju allt á sama stað stjaka, Björgvinsbelti, Björgunarhring og Markúsarnet öll þessi tæki eru hugsuð til að bjarga manni úr sjó.

En mestu skiptir að gengið sé vel um þennan öryggisbúnað og að þeir sem erindi eiga um hafnir landsins kynni sér hvar og hvernig eigi að nota þennan björgunarbúnað.

Myndirnar tók ég á Seyðisfirði af einkahöfn, Reykjavíkurhöfn vel búinn hafnarbíll, Grímsey höfnin og Raufarhöfn neyðarbjölluskápur og Markúsarnet.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson


Elliðaey og Sighvatur Bjarnason VE

Elliðaey VE 10 glæsilegt skipSighvatur VE á leið í land

Togarinn Elliðaey VE 10 flottur.   Sighvatur Barnason VE á landleið með loðnufarm. Omar Sveinsson


Hlimrekur á sextugu ( limrur sem eiga kannski við í dag)

Limrur eftir jóhann S. Hannesson

Ef satt á að segja um okkur

er sekur hver einasti flokkur

um strákslega hrekki,

enda stjórnmálin ekki

okkar serkastata hlið, ef þá nokkur

 ----------------------------------------------

Að uppruna erum við norsk

að innræti meinleg og sposk,

en lagt fram í ættir

minna útlit og hættir

á ýsu steinbít og þorsk

 Kær kveðja SÞS


Vetrarmynd frá Þingvöllum

Thingvellir_ofs

 

 

 

 

 

 

Vetrarmynd frá Þingvöllum tekin 18 janúar síðastliðinn.


Eyjamenn í Kolaportinu

IMG_2224IMG_2187

Á laugardögum kl. 11,00 koma vestmannaeyingar saman í Kolaportinu til að spjalla. Þetta er virkilega skemmtilegar samverustundir þar sem spjallað er um alla skapaða hluti, sagðar skemmtilegar sögur sem margar hverjar tengjast Vestmannaeyjum.

IMG_2223

Á þessum myndum eru tfv. Sigmar Þ, Siggi kokkur, Ragnar í Laugardal, Birgir, Friðrik á Látrum, Emil velstjóri, Einar Berjanesi, Guðni vélstjóri. Þessir þrír síðastnefndu eru með þeim harðari að mæta í Kolaportið.

Á neðri myndinni er til vinstri vantar nafn en til hæri er Böddi hennar Söru frá Varmadal bjó í Eyjum í gömlu góðu.

kær kveðja SÞS


Fróðleg lesning um liðna tíð.

Þessa dagana hef ég í frítíma mínum verið að rifja upp ýmislegt það sem gert hefur verið til að auka öryggi sjómanna gegnum tíðina. Hef ég gluggað í gamlar Árbækur Slysavarnarfélagsin, og gömul Sjómannadagsblöð og mörg önnur rit ásamt miklu safni af úrklippum sem ég hef safnað. Þetta er að mörgu leiti fróðleg lesning og vonandi verður úr þessu grein sem ég get sett hér á bloggið mitt. Þó langt sé um liðið er fróðlegt að lesa um sjóslysin sem urðu í byrjun 19. aldar, það er ekki undarlegt að áhugi skuli alla tíð hafa verið mikill í Eyjum fyrir öryggismálum sjómanna. Hér kemur smá sýnishorn úr þessu grúski:

,, Björgunarfélg Vestmannaeyja 10 ára starf er rit sem gefið var út líklega um 1930.

Þar er að finna eftirfarandi: Í Árbók Slysavarnarfélags Íslands 1929 eru tvær skýrslur um sjóslys í Vestmannaeyjum, eftir síra Sigurjón Árnason og Þorstein Jónsson í Laufási.

Eftir þessari skrá hafa þá farist af bátum frá Vestmannaeyjum á þessu tímabili ( 1. janúar 1908 til 22. júli 1930), 28 vélbátar og með þeim 120 manns þar af ein kona".                                          Skrá er yfir öll þessi slys í þessu riti Björgunarfélagsins Vm.

Fólksfjöldi í Vestmannaeyjum á þessum tíma var árið 1910 voru 1319 íbúar en 1930 voru íbúar í Vestmannaeyjum orðnir 3573, þannig að þarna hefur íbúum fjölgað gríðalega á 20 árum. Á sama tíma fjölgaði bátum um 30 til 40.

Kær kveðja SÞS

 


Gamlar myndir frá Vestmannaeyjahöfn.

Vestmannaeyjahöfn 1 Vestmannaeyjahöfn 2

Gamlar myndir frá Vestmannaeyjahöfn ekki veit ég hvaða ár þessar myndir eru teknar.

Vestmannaeyjahöfn bátar 3 Vestmannaeyjahöfn báta á útleið 4

Hér koma gamlar myndir af Vestmannaeyjabátum, því miður veit ég ekki nafnið á þeim, en líklega er seinni myndin af vélbát með uppskipunarbát í eftirdragi, annað hvort á leið í skip eða á leið í úteyjar með sauðfé.

kær kveðja SÞS


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband