Gleðilegt nýtt ár

Heiðar ný mynd 5

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sendi öllum þeim sem heimsótt hafa síðuna mína á árinu, mínar bestu óskir um gleðilet ár og þakka það lína. Sérstaklega þakka ég þeim mörgu sem sent hafa mér og lánað myndir til að setja á bloggið mitt.

Þessar fallegu myndir sem fylgja þessu bloggi eru frá Heiðari Egilssyni en hann hefur sent mér og leyft  að birta fjölmargar gullfallegar myndir fá Vestmannaeyjum og þakka ég honum sérstklega fyrir þær myndir.

Kær Hátíðarkveðja,  hafið það sem best um áramótin og passið ykkur á flugeldunum.

 Heiðar ný mynd 6


Loftbúðarskipið SRN 6 í Vestmannaeyjum 1968

img169

 

Ég hef áður sett á síðuna mína myndir af þessu SRN 6 loftpúðaskipi sem sigldi m.a. milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru og einnig Reykjavíkur og Akranes ef ég man rétt. Afturhluti þess ásafnt hreyfli líkist meira flugvél en skipi.

Myndina lánaði mér Ingibergur Óskarsson.


Illugagatan fyrir 1970

img160

 

Myndin er tekin við Illugagötu þegar húsin þar eru í byggingu. Vinstra megin á myndinni má sjá húsið sem Addý Guðjóns og Hallgrímur bjuggu í og til hægri er Hús Gústa Ellabergs og Hauk Guðjónssonar  í Byggingu. Myndin er tekin á móts við húsið sem við Kolla áttum heima þegar við bjuggum í Eyjum eða við illugagötu 38. á myndinni er Björg Sigurjónsdóttir  sem heldur á Ingibergi og Björg Halldórsdóttir með töskuna.

Ótrúlega skemmtileg mynd sem Ingibergur Óskarsson lánaði mér.


Innsiglingaleiðin til Vestmannaeyjahafnar

Guðmundur Ólafsson 3Guðmundur Ólafsson 12

Innsiglingaleiðin til Eyja í myndum, þetta er falleg siglingaleið sérstaklega í góðu veðri að sumarlagi. Myndir Guðmundur Óafsson

Guðmundur Ólafsson 5Guðmundur Ólafsson 4

Guðmundur Ólafsson 6

 

Liklega er þetta Sjöfnin VE sem er þarna á landleið, skipstjóri Haukur Jóhannsson.


Dýpkunarskipið Vestmannaey ásamt pramma.

Guðmundur Ólafsson 11

Dýpkunarskipið Vestmannaey að störfum í Vestmannaeyahöfn. Mennirnir á myndini held ég að heiti Guðmundur Guðjónsson kafari og í glugganum er Sigurjón Valdason sem var starfsmaður Vestmannaeyjahafnar í tugi ára. Á tveimur seinni myndunum eru tæki á hafnarprammanum eða kafaraprammanum sem notuð voru til að bora fyrir sprengiefni sem notað var til að dypka höfnina þar sem Herjólfsaðstaðan er núna. Enn ætla ég að minna á hvað það var mikil vitleysa að farga dýpkunarskipinu Vestmannaey.

Myndirnar tók Guðmundur Ólafsson

Guðmundur Ólafsson 10Guðmundur Ólafsson 13


Vita og hafnarmál 1960 þekkir einhver mennina ?

Vitamál 1

 

 Myndirnar eru teknar að mér er sagt um 1960 og eru af bílum og tækjum sem Vita og hafnarmálastofnun var með í notkun á þessum tíma. Þarna má sjá stórvirk tæki og mælingarbátin Týr.  

Myndirnar eru teknar í Kópavogi þar sem nú er Siglingastofnun.

Því miður þekki ég ekki mennina á myndunum en gaman væri að fá athugasemdir hér á síðuna ef einhver þekkti þá.

Myndirnar tók Guðmundur Ólafsson.

 

 

 

Vitamál 2Vitamál 3

 

 

Vitamál 4


Gamlar húsaskreytingar í Eyjum

Guðmundur Ólafsson 2

 

Ég man ekki hver gerði þessar myndir á húsgaflana, en gaman væri að fá upplýsingar um það hér á bloggið mitt.

Myndirnar lánaði mér Guðmundur Guðmundsson starfsfélagi minn á Siglingastofnun , en faðir hans Guðmundur Ólafsson tók mikið af myndum ognokkrar þeirra eru frá Eyjum. Ég ætla að setja eitthvað af þeim hér inn á bloggið mitt.

Athugasemd frá Tóta vini mínum rafvirkja m.m.

Sæll vertu og gleðilega jólarest til þín og þinna,varðandi myndirnar þá fór Finnur teiknikennari með krakka úr barnaskólanum og lét þau teikna og mála myndir á húsgafla víða í bænum eingöngu á fyrirtæki ef ég man rétt,ég held að það sé ein sem er eftir og er hún á salthúsi Ísfélagsins þetta var gott framtak hjá Finns í Fagradal kv þs.

Takk fyrir þetta Þórarinn

 

 

 

 Guðmundur Ólafsson 1


Gleðileg jól 2010 á Vopnafirði

IMG_6267IMG_6362

Um jólin vorum við hjónin á Vopnafirði í góðu yfirlæti hjá Gísla, Hrund, Hrefnu Brynju, Bryndísi og Matthíasi. Þetta voru góðir dagar þar sem borðaður var frábær matur kannski helst til mikið en það er seinna tíma vandamál sem tekið verður á eftir áramót Blush. Flesta dagana var gott veður en versnaði á annan í jólum svo við vorum einum degi lengur. Við fórum í Vopnafjarðarkirkju og hlýddum á jólamessu og á jóladag fórum við í Hofskirkju þannig að ekki skorti guðsorðið á þessum jólum. Þá lét ég bloggið eiga sig um þessi jól það er skýringin á því að ég hef ekkert skrifað né svarðað á blogginu mínu. Þetta voru frábær jól sem við áttum  með fólkinu okkar á Vopnafirði.

Tvær efstu  myndirnar eru frá Vopnafirði en hús og fyrirtæki voru fallega skreytt í bænum.

IMG_6358IMG_6316

Á þessum myndum eru: Einar, Gísli og Hrund og á sleðanum eru Gíli og mamma hans Kolbrún Ósk, sá gamli er orðin of gamall á svona leiktæki Frown.

IMG_6305IMG_6307

Að sjálfsögðu komu jólasveinar í heimsókn með jólagjöf handa Matta, þeir hétu Kertasníkir og Stúfur, á myndinni er Matti með Hrund Mömmu sinni og jólasveinunum.

IMG_6329IMG_6331

Á aðfangadag elduðu hamborgarahrygg þau Kolla og Gísli á meðan við öll hin fórum í kirkju, þarna tekur Hrund það rólega eftir kirkjusóknina, enda törn hjá henni í eldamenskunni næstu tvo daga.

IMG_6322IMG_6325

Hér eru þær Bryndís og Hrefna Brynja komnar í jólafötin og jólaskap

IMG_6333IMG_6342

 Hrefna Brynja, Hrund og Kolla og húsbóndinn á heimilinu Gísli í góðu skapi.

 IMG_6304

IMG_6271

Matthías Gíslason inni og seinni myndin sýnir hann í gallanum sem hann er í þegar hann fer á snjósleðann með pabba sínum


Hin nýja Þórunn Sveinsdóttir VE 401 komin í heimahöfn

 

Hin nýja Þórunn Sveinsdóttir VE 401 í heimahöfn í fyrsta sinn


Nýja Þórunn Sveinsdóttir VE 401 sk.nr 2401 kom heim til Eyja á aðfángadag, þetta er glæsilegt skip og óska ég Sigurjóni Óskarsyni og Sigurlaugu Alfreðsdóttur og fjölskyldum þeirra ásamt öllum skipverjum  innilega til hamingju með skipið. Vonandi fylgir því Guð  og gæfa eins og fyrri skipum sem borið hafa þetta nafn ömmu okkar.
Tryggvi Sigurðson tók myndina og leyfði mér að setja hana hér á bloggið mitt.

Gleðileg jól

Gísli , Sigurður og FrostiHeimaklettur í vetrarb.

 

Heil og sæl öll sem koma hér á nafar.blogg.is

Sendi mínar bestu óskir um gleðileg Jól gott og farsælt komandi ár ég  þakka kærlega fyrir heimsóknir á síðuna mína á árinu sem er að líða.

Hátíðarkveðja  SÞS


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband