Heimaklettur gata og hús

Heimaklettur og gata Heimaklettur og hús

Getur einhver frætt mig um hvaða húsin heita á þessum myndum.

kær kveðja SÞS


Heilsuvernd sjómanna

 

      HEILSUVERND SJÓMANNA 2HEILSUVERND SJÓMANNA 

Komin er út góður bæklingur er nefnist Heilsuvernd Sjómanna eftir Kristinn Sigvaldason læknir.

Útgáfa og dreifing Siglingastofnun Íslands, Teikningar Jóhann Jónsson, Ljósmynd kápu tók Tryggvi Sigurðsson.

kær kveðja SÞS

 

 


Verslunin Bjarmi HB við Miðstræti í Vestmannaeyjum

Búðarkonur fyrir utan Bjarma HB  Tvær myndarlegar stelpur.

Á myndinni er tvær verslunarkonur fyrir utan Bjarma HB að þvo gluggana, þarna var vefnaðarvöruverslun í gamla daga og lengst til vinstri á myndinni var skóbúð Bjarma HB.

Þessi með kústinn heitir Guðný Bjarnadóttir en hin með pottinn heitir Kristín Þorsteinsdóttir

kær kveðja SÞS


Þekkir einhver þessar stelpur frá Eyjum

Gömul mynd af flottum stelpum

Myndin er tekin í fyrir margt löngu í Lyngfellisdal þar sem þær æfðu fimleika held ég sé rétt.

Þá kom loksins nöfnin á þessum flottu stelpum takk þér fyrir þetta Guðni Gríms:

 

Frá  vinstri eru: Súsanna Halldórsdóttir, Eygló Einarsdóttir, Sigga á Hoffelli, Ella frá Sæbergi, Bára Sigurðard. frá Bólstað og Didda frá Túni.

Guðni Gríms.

kær kveðja SÞS


Mynd af áhöfn, bát og fl

Áhöfn óþekktur bátur Bjarnarey og Halli Hallgríms

Þessi mynd er örugglega af áhöfn á bát úr Eyjum sem ég veit ekki hver er, ég er heldur ekki viss um nöfnin á mönnunum en held samt að ég þekki fjóra tfv: Júlíus Sigurbjörnsson, Sveinbjörn Hjartarson og Helgi Bergvins, sá sem situr held ég að sé Pétur Stefánsson. Á mynd 2 er Halli Halgríms og Bjarnarey í baksín.

Ef einhver þekkir mennina þá þætti mér vænt um að fá hér athugasemdir við myndirnar.

Gullveig á síldveiðum  Uppganga í Bjarnarey

Mydnd 3. Gullveig VE á síldveiðum Því miður þekki ég ekki mennina á myndinni. Og mynd 4 Uppganga ofan Hvannhilli í Bjarnarey en þarna eru Lalli og Muggur.

Kær kveðja SÞS


Kær jólakveðja

Sendi öllum ættingjum og vinum, bloggvinum og þeim sem hafa komið hér við á blogginum mínu góðar óskir um Gleðileg jól gott og farsælt nýtt ár með þökk fyrir það liðna.

krans

Hamingjan gefi þér gleðileg jól.

gleðji og verndi þig miðsvetrarsól,

brosi þér himininn heiður og blár

og hlýlegt þér verði hið komandi ár.

Eftir Guðrúnu Jóhannesdóttir

Hátíðarkveðjur SÞS


Lítil hjartnæm Jólasaga

 

Lítil hjartnæm jólasaga      

Þessi saga gerðist fyrir mörgum árum. Maður nokkur refsaði lítilli dóttur sinni fyrir að eyða heilli rúllu af gylltum pappír.  Ekki var mikið til af peningum og því reiddist hann þegar barnið reyndi að skreyta lítið box til að setja undir jólatréð.  Engu að síður færði litla stúlkan föður sínum boxið á aðfangadagskvöld og sagði:  ,,Þetta er handa þér pabbi‘‘.  Við þetta skammaðist faðir stúlkunnar sín fyrir viðbrögð sín daginn áður.  En reiði hans gaus upp aftur þegar hann áttaði sig að boxið var tómt.  Hann kallaði til dóttur sinnar og sagði:  veistu ekki að þegar þú gefur einhverjum gjöf, þá á eitthvað að vera í henni?‘‘  Litla stúlkan leit til pabba síns með tárin í augunum og sagði: ,, Ó pabbi boxið er ekki tómt.  Ég blés fullt af kossum í það. Bara fyrir þig pabbi.‘‘

Faðirinn varð miður sín.  Hann tók utan um litlu stúlkuna sína og bað hana að fyrir gefa sér. Það er sagt að mörgum árum seinna, þegar faðir stúlkunnar lést, og hún fór í gegnum eigur hans, hafi hún fundið gyllta boxið frá  því á jólunum forðum við rúmstokkinn hans, þar hafði hann haft það alla tíð; þegar honum leið ekki vel gat hann tekið upp  ímyndaðan koss og minnst allrar ástarinnar sem barnið hans hafði gefið honum og sett í boxið.Í vissum skilningi höfum við allar lifandi mannverur tekið á móti gylltum boxum frá börnunum okkar, fjölskyldum og vinum, fullum af skilyrðislausri ást og kossum.  Það getur enginn gefið dýrmætari gjöf.

Í dag skaltu gefa þér augnablik og njóta stórrar handfylli af minningum.  Og mundu að þær verma hjarta þitt og bráðna þar, en ekki í höndum þínum.

Látum þessa sögu berast um víðan völl

Kær kveðja SÞS


Vaktar landhelgisbrjót Sigurgeir Kristjansson Lögregluþjónn

Sigurgeir í enskum togara Sigurgeir flottur á vakt í enskum Togara

Sigurgeir Kristjánsson  er hér á vakt í breskum togara sem var tekinn í landhelgi við Eyjar, hann sagði á sínum tíma Pétri Steingrímssyni lögreglumanni og tengdasyni sínum að eyjalöggur hefðu alltaf þurft að standa vaktir og passa að þessir landhelgisbrjótar strykju ekki úr höfn áður en þeir voru dæmdir. Það má koma hér fram að þessar myndir af löggunum lánaði Pétur mér og fleiri myndir sem ég set hér á síðuna mína við tækifæri.

kær kveðja SÞS

 


Herjólfur á einni vél sem bilaði

Herjólfur var vélarvana í um hálfa klukkustun þegar hann var á siglingu frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja í gær. Þar að auki var skipið fjórum og hálfum klukkutíma lengur á ferð sinni fram og til baka frá Eyjum vegna vélabilunar. ,, það var aldrei nein hætta, það var gott í sjóinn og við vorum svo langt frá landi og í raun rak okkur lengra frá því " segir Hafsteinn Hafsteinsson skipstjóri. Þetta má lesa á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Það er að mínu mati grafalvarleg mál að fargegaskipið Herjólfur sem er búið tveimur aðalvélum skuli verða vélarvana á milli lands og Eyja, maður hélt að þetta væri úr söguni  með þessu skipi sem búið er tveimur aðal vélum. Það var talinn mikill galli á gamla Herjólfi að hann var með eina aðalvél, en sem betur fer var mikil gæfa sem fylgdi því skipi og hingað til hefur svo verið með þann Herjólf sem nú siglir milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar og vonandi verður svo á komandi árum. Það ætti í raun ekki að leyfa að sigla farþegaskipum öðru vísi en að hafa báðar aðalvélar í lagi, alla vega ekki þegar allra veðra er von. Það er ekki skemmtileg tilhugsun ef siglt er á einni vél og hún bilar í öflugum álandsvindi. Það er svo umhusunarvert hve oft skipið virðist bilað, nú um nokkurn tíma hefur annar ugginn  verið bilaður og ekki virðist hægt að gera við hann í bráð.  Hér áður fyrr var slagorð Herjólfs HF. HERJÓLFS FERÐ ER ÖRUGG FERÐ, þetta ætti að hafa í huga í dag og alla daga.

Kær kveðja SÞS

 


Lögreglulið Vestmannaeyja líklega um 1960

Lögreglumenn Ve Skemmtilegar Myndir af löggum

Eftirtaldir menn voru í lögregluliði Vestmannaeyja á mínum unglings árum t.f.v: Sveinn Magnússon, Ragnar Helgason, Pétur Stefánsson, Stefán Árnason yfirlögregluþjónn, Sigurgeir Kristjánsson, Jóhannes Albertsson og Óskar Einarsson. Allt voru þetta öðlingsmenn.

Lögreglumenn Vestmannaeyja

Fyrri myndin er tekin inni í Herjólfsdal þarna eru sömu menn en með á myndinni er fyrsti  lögreglubillinn sem kom til Eyja, hann fékk viðurnefni eins og margir á þessum tíma og var nefndur Græna María einfaldlega af því að hann var grænn.

Kær kveðja SÞS


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband