11.12.2010 | 14:55
Töfrar steinsins eftir Hafstein Stefánsson
Sumar bækur eru oftar og lengur á náttborðinu hjá manni, svo er með ljóðabækur Hafsteins Stefánssonar: Töfrar steinsins og Leyndarmál steinsins. Alltaf jafn gaman að grípa þær og lesa ljóðin hans Hafsteins. Eftirfarandi er úr Töfrar Steinsins.
Vinur í raunÞegar kólgu þokan grá
þekur hlíðar, vötn og rinda,
finnur maður stundum strá
sem stendur af sér alla vinda.
Systurskip þjóðarskútunnar
Það vænkaðist á Vestmannaeyjarútunni
og virðulegt er snið á nýju skutunni
sem byggð var eftir teygjanlegum teikningum
og talnasúpu úr himinháum reikningum.
Menn reyndu þarna glæsilegan bárublakk
með brú sem minnti á nýinnfluttann Kadilakk.
En fyrir því menn fá nú sjaldan tryggingu
að ferðast megi langt á yfirbyggingu.
Víst má telja að vonlaust sé að rugg onum
ef verkfræðingar koma út báðum uggunum.
Oft hann kemst í annarlegar stellingar
ef hann fleytir verulegar kellingar.
Virðast ekki fara vel með fleytuna
fimm vindstig, sem stundum ýfa bleytuna.
Sannalega sjá menn eftir efninu,
svo má ekki gleyma perustefninu.
Hafsteinn Stefánsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.12.2010 | 17:36
Fánar sjómannafélaga í Vestmannaeyjum
1. Fáni: Sjómannadagsráð Vestmannaeyja, Karl Jónsson á Hól ( Kalli fjalla) teiknaði fánann.
2. Fáni: Sjómannafélagið Jötunn. Guðjón Ólafsson frá Gíslholti teiknaði fánann. Sigrún Jónsdóttir, kirkjuleg saumakona frá Vík í Mírdal saumaði hann. Gefinn í minningu Sigurðar Stefánssonar af fjölskyldu hans.
3. Fáni: Vélstjórafélag Vestmannaeyja: Sigmund Jóhannsson teiknari og uppfinningamaður teiknaði fánann árið 1965. Sigrún Jónsdóttir, kirkjuleg saumakona frá Vík í Mírdal saumaði hann.
4. Fáni: Skipstjóra og stýrimannafélagið Verðandi. Gísli Eyjólfsson stýrimaður frá Bessastöðum teiknaði fánann. Fáninn var saumaður af Karmelsystrum í Hafnarfirði.
Þetta eru allt fallegir fánar sem Eyjasjómenn eru stoltir af.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2010 | 23:33
Tvær gamlar, fyrsta blokk í Eyjum
Á myndinni situr Matthías Óskarsson í kerru og Ingibergur Óskarsson sennilega að passa hann.
Í baksýn er fyrsta blokkin sem byggð var í Vestmannaeyjum, þarna er húsið líklega að verða tilbúið, og þarna er rafmagn leitt í loftlínum á Illugagötu sjá rafmagnstaur til hægri á myndinni.
Billinn hér á neðri myndinni er V362 wv Bjalla sem Sigurjón og Matthías Óskarssynir áttu á sínum yngri árum. Framan á bílnum situr Ingibergur Óskarsson.
Bloggar | Breytt 10.12.2010 kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2010 | 18:16
Fjagra mílna hámarkshraði innan hafnar
Eldingin á leið inn til löndunar, kannski á aðeins of mikilli ferð inn höfnina miðað við leyfilegan hámarkshraða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2010 | 19:45
Merki Knattspyrnufélagsins Týs
![Íþróttafélagið Þór Vestmannaeyjum](http://profile.ak.fbcdn.net/hprofile-ak-snc4/hs442.snc4/50232_6903937885_696_n.jpg)
Loks fann ég Þórsmerkið, þetta eru bæði falleg merki En hver hannaði Þórsmerkið ?
Þetta er fallegt merki sem var hannað fyrir Knattspyrnufélagið Týr í Vestmannaeyjum, það vekur upp góðar minningar um líðna tíð.
Bloggar | Breytt 10.12.2010 kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
6.12.2010 | 13:24
Nýjustu myndirnar á Ós ehf
Þetta eru nýjustu myndirnar á síðunni hjá ÓS ehf (http://os-ehf-illugagata44.blog.is ) Af Þórunni Sveinsdóttir
Þetta er glæsilegt skip nýkomið út úr málningarhúsinu. Það fer að styttast í að skipið verði klárað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2010 | 21:19
Vetrarvertíðin 1973
Úr dagbókinni minni
vetrarvertíðina 1973, ekki beint bjartsýni á framtíðina.
Mín fengsælu hagstæðu heimamið,
horfa til þurðar í ár
ofsóknin hefur ei gefið þeim grið
hver greinir um þeirra sár.
Því netin og trollið þau vinna sín verk,
og váleg er framtíðarsjón,
ef eyðingarvöldin svo voldug og sterk
vinna hér átthagatjón.
Hvert sjáum við ekki það örlagastríð
ef ördeyðan neitar um brauð,
já, verður ei féleysi og fátækt hjá lýð,
og framtíðin hamingjusnauð.
Þessi mynd er tekin á vertíðinni 1973. Á myndinni er skipsfélafarnir Björn, Eiður og Sigmar Þór.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.12.2010 | 16:47
Gott veður í Reykjavík í dag
Í dag fór ég minn vikulega bryggjurúnt um bryggjur í Hafarfirði og Reykjavik, það var frekar rólegt yfir öllu en fallegt veður. Á fyrstu myndunum er varðskipið Týr í slipp og síðan má sjá tólistarhúsið Hörpu, farþegaskip, Hafrannsóknarskip, varðskipið Ægir og Sæbjörgu skip Slysavarnarskóla sjómanna.
Aðalbjargirnar RE voru á sínum stað fyrir neðan Kaffivagnin, alltaf jafn flottar og vel við haldið, þá eru hér smábátabryggjurnar fullar af skemmtibátum og fiskibátum.
Ég enda oftast þessar bryggjuferðir á því að fara út á Seltjarnarnes og skoða Gróttuvita, en þar var í dag mikið af fólki að spóka sig í góða veðrinu.
Að sjálfsögðu kíkir maður allaf eftir öryggisbúnaði við höfnina, verð ég að segja eins og er að Faxaflóahafnir eru alveg til fyrirmyndar hvað varðar öryggisbúnað hafna.
Hafnir eiga samkvæmt reglum að vera búnar vissum öryggisbúnaði, svo sem haka, bjarghring, Björgvinsbelti eða Markúsarneti, stigum með ljósi og fl.
Eitt þurfa hafnir ekki að vera með sem þó mætti kalla nauðsynlegan öryggisbúnað, en það er björgunarbelti. þrátt fyrir að þetta sé ekki í reglum hafa þónokkuð margar hafnir, komið fyrir kössum með björgunarbeltum af ýmsum stærðum sem börn og fullorðnir geta tekið og verið í meðan dvalið er við veiðar á bryggunni. Þetta er að mínum dómi til fyrirmyndar og þess vegna tók ég þessar myndir af þessu skilti sem er við hafnarvogina á Grandagarði rétt við Kaffivagninn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2010 | 18:16
Þórunn Sveinsdóttir búin að fá bláa litinn
Nýsmíði ÓS ehf.
Þórunn Sveinsdóttir hefur nú fengið bláa litinn. Búið er að sandblása skipið og það er hér verið að mála það.
Þetta er fallegt skip og vonandi kemur það til heimahafnar fyrir jólin.
Myndirnar Tók Sigurjón Óskarsson og fékk ég leyfi hans til að setja þær hér á síðuna mína.
Á bloggsíðu ÓS ehf skrifa þeir Sigurjón og Gýlfi:eftirfarandi:
Hér er Gylfi Sigurjónsson kuldalegur kallinn, enda mjög kallt í Danmörku þessa dagana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.12.2010 | 23:51
Eykur loðnan karlmensku/ Tækifæri á kvennaári
Tvær myndir eftir Sigmund skannaðar úr Sjómannadagsblöðum Vestmannaeyja. Önnur tengist loðnuveiðum en hin kvennaárinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var Kalli fjalla heitin sem hannaði og teiknaði þetta fallega merki, áfram Týr.
Kær kveðja frá Eyjum. Helgi Þór