14.12.2013 | 21:09
Bilað blogg
Er enhver sem kann að lagfæra það, þegar ekki er hægt að setja inn myndir á bloggið aðeins tyexta ???
:-(
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.12.2013 | 20:09
Jólastjarnan eftir Sigurð Óskarsson
Sigurður Óskarsson báta og gluggasmiður með meiru gerði þennan texsta ásamt gullfallegu lagi sem hann kallar Jólastjarnan, lagið kom út á diski fyrir Jólin 2007 diskurinn heitir Jól með Óskari og Laugu. Þessi texti á að mínu viti vel við þessa dagana.
Jólastjarnan
Nú jólaljósin ljóma í kvöld,
svo litfríð björt og tær.
Þau minna á jólastjörnuna,
sem sífelt ljómar skær.
Hún boðaði komu frelsarans,
Sem lýsir skært vorn heim.
Við hlíta eigum orðum hans
Og helga oss megum þeim.
Því undirstaða hamingju
Er sífelda kenning hans.
Við skulum gleðjast saman í kvöld,
Yfir komu frelsarans.
Um trúna sem er oss æðsta hnoss
við skulum standa vörð.
Og efla frið og hamingju
á meðal manna á jörð.
Eftir Sigurð Óskarsson
Bloggar | Breytt 23.12.2013 kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.12.2013 | 22:19
JÓLAKVEÐJA
Jólakveðja.
Vestmannaeyja blessi bæ
besti faðir hæða
gefi lán um grund og sæ,
grandi engin mæða.
Íbúunum Eyjanna,
óska ég gleði um jólin
bið þeim öllum blessunar,
björt þá hækkar sólin.
Una Jónsdóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.12.2013 | 10:53
Vísa á korti
VÍSA Á KORTI
Áfram rennur ævisól
oft með hlýju og tárum.
Guð gefi öllum gleði um jól,
gæfu á nýjum árum.
Una Jónsdóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2013 | 13:29
Tveir einbúar tala saman
Tveir einbúar tala saman.
Hann:
Oft mér leiðist einn, þó ekki sé ég sveinn
reyndar verð ég hreinn, ef ragast ei við neinn.
Hún:
Einlífið oft kann beyja, þótt ekki sé ég meyja.
það er best að þegja, þegar ekkert má segja.
Hann:
Væri ekki gaman, viljan höfum tamann,
það eikur eflaust framan ef okkur kæmi saman.
Hún:
Að þínu húsi hlúa, þar við verðum búa,
ef mér ei villt trúa ég aftur verð að snúa.
Skrifaði þetta orðrétt úr Ljóðabókinni Blandaðir ávextir eftir
Unu Jónsdóttir Sólbakka.
SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.12.2013 | 23:15
Uppáhalds jólasagan mín
Lítil hjartnæm saga
Þessi saga gerðist fyrir mörgum árum. Maður nokkur refsaði lítilli dóttur sinni fyrir að eyða heilli rúllu af gylltum pappír. Ekki var mikið til af peningum og því reiddist hann þegar barnið reyndi að skreyta lítið box til að setja undir jólatréð. Engu að síður færði litla stúlkan föður sínum boxið á aðfangadagskvöld og sagði: ,,Þetta er handa þér pabbi. Við þetta skammaðist faðir stúlkunnar sín fyrir viðbrögð sín daginn áður. En reiði hans gaus upp aftur þegar hann áttaði sig að boxið var tómt. Hann kallaði til dóttur sinnar og sagði: veistu ekki að þegar þú gefur einhverjum gjöf, þá á eitthvað að vera í henni? Litla stúlkan leit til pabba síns með tárin í augunum og sagði: ,, Ó pabbi boxið er ekki tómt. Ég blés fullt af kossum í það. Bara fyrir þig pabbi.
Faðirinn varð miður sín. Hann tók utan um litlu stúlkuna sína og bað hana að fyrir gefa sér. Það er sagt að mörgum árum seinna, þegar faðir stúlkunnar lést, og hún fór í gegnum eigur hans, hafi hún fundið gyllta boxið frá því á jólunum forðum við rúmstokkinn hans, þar hafði hann haft það alla tíð; þegar honum leið ekki vel gat hann tekið upp ímyndaðan koss og minnst allrar ástarinnar sem barnið hans hafði gefið honum og sett í boxið.
Í vissum skilningi höfum við allar lifandi mannverur tekið á móti gylltum boxum frá börnunum okkar, fjölskyldum og vinum, fullum af skilyrðislausri ást og kossum.
Það getur enginn gefið dýrmætari gjöf.
Í dag skaltu gefa þér augnablik og njóta stórrar handfylli af minningum. Og mundu að þær verma hjarta þitt og bráðna þar, en ekki í höndum þínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2013 | 17:36
Arfinn eftir Unu Jónsdóttir Sólbrekku
ARFINN
Arfinn hann er illræmdur,
ekki því ég gleymi.
Af brögðum sumum bannfærður
besta gras í heimi.
Arfi er víða út um bý,
um hann margir labba.
En þeir trúa ættu því
að hann drepi krabba.
Ef þú halda heilsu villt,
hvað sem gerir starfa
ég þér segi jafnan skylt
að éta og drekka af arfa.
U.J
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2013 | 17:47
Vinur í raun
Vinur í raun
Þegar kólgu þokan grá
þekur hlíðar, vötn og rinda,
finnur maður stundum strá
sem stendur af sér alla vinda.
Hafsteinn Stefánsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)